Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
Árið 2019 ákvað
UNESCO að 4. mars
yrði alþjóðlegur Dagur
verkfræði og sjálf-
bærrar þróunar, þ.e.
World Engineering
Day (WED). Var hald-
ið upp á daginn í fyrsta
sinn á síðasta ári. Með
þessari ákvörðun var
vakin athygli á mik-
ilvægu framlagi verk-
fræðinnar og verk-
fræðinga til sjálfbærrar þróunar og
til að takast á við þær miklu áskor-
anir sem mannkynið stendur frammi
fyrir.
Markmið þessa dags er einnig að
vekja athygli á verk-
fræðinni sem starfs-
grein og hvernig hún
felur í sér möguleika á
að breyta heiminum til
hins betra. Verkefnin
eru næg á heimsvísu.
Tryggja þarf öllum
jarðarbúum aðgang að
hreinu vatni, hreinlæt-
isaðstöðu, endurnýj-
anlega orku auk ann-
arra grunnþarfa.
Samhliða öllu þessu
þarf að takast á við
loftslagsbreytingar,
verndun umhverfis, sífellt stækk-
andi borgir og nýja tækni, til dæmis
á sviði gervigreindar.
Í ár er athyglinni beint að nýrri
skýrslu UNESCO; Engineering for
Sustainable Development: Deliver-
ing on the Sustainable Development
Goals. Í skýrslunni er fjallað um
hversu mikilvægu hlutverki verk-
fræðin gegnir við að ná markmiðum
um sjálfbæra þróun. Bent er á að til
að bregðast við skorti á verkfræð-
ingum verði að tryggja nám án að-
greiningar og jafnrétti innan verk-
fræðinnar. Vakin er athygli á nýjum
verkfræðilegum lausnum sem nýtast
við að að ná markmiðum Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Skýrslan greinir einnig þær fram-
farir sem hafa orðið og áskoranir í
menntun verkfræðinga og þar eru
teknar saman upplýsingar um þróun
verkfræðinnar á einstökum svæðum.
Að lokum eru í skýrslunni tillögur
um hvernig hægt er að þróa verk-
fræðina í þágu sjálfbærnimarkmið-
anna og kallað er eftir alheims-
samvinnu ólíkra hagsmunaaðila til
að stuðla að þróun verkfræðinnar í
þessum tilgangi.
Tækifærin sem skapast með því
að halda hátíðlegan Dag verkfræði
og sjálfbærrar þróunar eru því
margvísleg. Meðal annars að hvetja
ungt fólk til dáða og benda á þá fjöl-
breyttu möguleika sem verkfræðin
býður upp á fyrir þau sem vilja hafa
áhrif til góðs.
Verkfræðingafélag Íslands hefur
þegar tekið heimsmarkmiðin til
skoðunar og vill leggja sitt af mörk-
um. Félagið er stærsta og öflugasta
félag tæknimenntaðra á Íslandi með
um 4.800 félagsmenn. Starfsemi
Verkfræðingafélagsins er mikilvæg,
ekki aðeins félagsmönnum, heldur
einnig íslensku samfélagi sem far-
vegur og skynsöm rödd tækni-
framfara sem framtíðarlífsgæði okk-
ar byggjast á.
Upplýsingar um Dag verkfræði
og sjálfbærrar þróunar má nálgast á
vefslóðinni: worldengineeringday.net.
Eftir Svönu Helen
Björnsdóttur »Meðal annars að
hvetja ungt fólk til
dáða og benda á þá fjöl-
breyttu möguleika sem
verkfræðin býður upp á
fyrir þau sem vilja hafa
áhrif til góðs.
Svana Helen
Björnsdóttir
Höfundur er formaður
Verkfræðingafélags Íslands.
Dagur verkfræði og sjálfbærrar þróunar
Það var efnahags-
legu sjálfstæði Íslands
mikilvægt þegar hafist
var handa við bygg-
ingu gömlu hafn-
arinnar í Reykjavík á
árunum 1913-1917.
Þróun borgarinnar,
stærri skip og auknir
flutningar leiddu síðar
til þess að megingátt
flutninga færðist í
Sundahöfn þar sem
hafnarsvæðið hefur þróast frá því
um 1970. Fyrir um 25 árum var
rætt um stækkun hafnarsvæðisins
upp í Geldinganes og Eiðsvík, en
hætt var við þau áform árið 2004
þegar Reykjavíkurborg og sveit-
arfélög á norðurströnd Hvalfjarðar
sameinuðu hafnir á svæðinu í Faxa-
flóahafnir.
Eitt af leiðarljósunum þá var að
nýta kosti Grundartangahafnar til
aukinna flutninga.
Sterkir innviðir í höfn-
um eru jafn mik-
ilvægir nú og í upphafi
20. aldar þar sem Ís-
land er áfram háð inn-
og útflutningi á varn-
ingi og framleiðslu sjó-
leiðina. Um margt er
staðsetning Sunda-
hafnar hagkvæm, m.a.
út frá umhverfislegum
sjónarmiðum þar sem
meginhluti neyslu-
varnings sem þangað
er fluttur fer stuttar
leiðir til neytenda.
Hins vegar er ljóst að með þróun
borgar og ákalli um lagningu
Sundabrautar er mikilvægt að nýta
kosti hafna við Faxaflóa þar sem
horft verði til langrar framtíðar
varðandi þróun sjóflutninga. Þar
verður m.a. að horfa til vegtenginga
við hafnarsvæði, mögulegt bakland
farmsvæða og hagkvæmni við gerð
viðlegubakka. Þessir þættir voru
hafðir að leiðarljósi þegar ákveðið
var að flytja flutningastarfsemina
úr gömlu höfninni í Sundahöfn og
eins þegar mikilvægir innviðir
nýrrar flutningahafnar verða metn-
ir til framtíðar.
Þegar hafnarkostir á Suðvest-
urhorninu eru skoðaðir má sjá að
Grundartangi býr að öllum þeim
kostum sem öflug flutningahöfn
þarf að hafa, s.s. nálægð við meg-
inmarkaðssvæði, landrými fyrir
farmsvæði, sterka innviði í raf-
magni, möguleika á hagkvæmri
bakkagerð og góðri vegtengingu við
höfuðborgarsvæðið, sem með vega-
bótum á Kjalarnesi, Sundabraut og
nýjum Hvalfjarðargöngum munu
styrkja Grundartanga enn frekar
sem hafnar- og atvinnusvæði.
Í dag eru yfir 300 skipakomur til
Grundartanga á hverju ári og höfn-
in getur tekið á móti skipum með
mikilli djúpristu. Um höfnina fara
liðlega tvær milljónir tonna af hrá-
efni og framleiðslu fyrirtækjanna á
svæðinu. Hafnarbakkar eru nú þeg-
ar um 850 metrar og hagkvæmt að
lengja viðleguna um að minnsta
kosti 700 metra til viðbótar. Dýpi er
nægjanlegt fyrir viðlegu djúpristra
skipa. Þessir staðarkostir skipa
Grundartanga í fremstu röð þegar
rætt er um tilfærslu jafn mikil-
vægra innviða og flutningahafnar.
Mikilvægt er, þegar ákvörðun
um fjárfestingu í hafnarsvæðum er
tekin, að horft sé til langrar fram-
tíðar til þess að sú mikla fjárfesting
skili sér. Á Grundartanga er unnt
að þróa hafnarsvæðið í áföngum og
án þess að ráðast í dýrar fram-
kvæmdir við breytingar vegna dýp-
is, landgerðar og skjólgarða. Það
sýnir sig að þróun borgar og
byggða krefst þess að skipuleggja
þarf mikilvæga innviði til langrar
framtíðar.
Fjárfesting í höfnum er einn lyk-
ilþátturinn í uppbyggingu atvinnu-
lífs á Íslandi, aðgangi þjóðarinnar
að erlendum mörkuðum og snurðu-
lausum flutningum á nauðsynja-
vöru til landsins.
Þegar skynsamleg staðsetning
flutningahafnar er metin verða allir
lykilþættir góðrar hafnar að vera til
staðar og þar kemur Grundartangi
sterkur inn sem traustur valkostur
til framtíðar. Lagning Sundabraut-
ar færir hana nær meginmark-
aðssvæði Íslands. Aðrir valkostir
hafa sína kosti og galla – en ef litið
er til þróunar á skipakosti og ná-
lægðar við markaðssvæði – er hún
öruggur kostur.
Eftir Harald
Benediktsson »Mikilvægt er, þegar
ákvörðun um fjár-
festingu í hafnarsvæð-
um er tekin, að horft sé
til langrar framtíðar til
þess að sú mikla fjár-
festing skili sér
Haraldur
Benediktsson
Höfundur er 1. þingmaður
NV-kjördæmis.
Grundartangi framtíðarhöfn vöruflutninga
Mannréttindi eru
einn af hornsteinum
íslenskrar utanrík-
isstefnu og þess vegna
tölum við í utanrík-
isþjónustunni hvar-
vetna fyrir mannrétt-
indum, bæði á
vettvangi al-
þjóðastofnana og í tví-
hliða samskiptum við
önnur ríki.
Í þessum efnum er
mannréttindaráð Sameinuðu þjóð-
anna mikilvægasti vettvangurinn.
Fjögur ár eru síðan ég ávarpaði
ráðið fyrstur íslenskra utanrík-
isráðherra og í síðustu viku flutti ég
þar ræðu í fimmta sinn. Reynslan
sýnir að með skeleggri framgöngu
getum við vel látið gott af okkur
leiða þannig að eftir sé tekið.
Mikilvægasta verkefnið
Ísland átti sæti í mannréttinda-
ráðinu á árunum 2018-2019 en um
er að ræða eitt mikilvægasta verk-
efni sem íslenskri utanríkisþjónustu
hefur verið falið. Þótt kjör Íslands
hafi borið brátt að náðum við öllum
þeim meginmarkmiðum sem lagt
var upp með. Þar bar hæst þegar
Ísland leiddi hóp 36 ríkja í gagnrýni
á stjórnvöld í Sádi-Arabíu og skor-
aði á þau að bæta mannréttindi í
landinu, ekki síst réttindi kvenna.
Þetta var í fyrsta sinn sem staða
mannréttinda í Sádi-Arabíu var tek-
in fyrir með þessum hætti í mann-
réttindaráðinu og vakti fyrir vikið
heimsathygli. Mannréttindaráðið
samþykkti einnig að okkar frum-
kvæði ályktun sem fól
í sér að tekin yrði
saman skýrsla um
gróf mannréttindabrot
á Filippseyjum.
Þótt erfitt sé að
meta beinan árangur
af málafylgju af þess-
um toga er það stað-
reynd að í kjölfar
þessarar gagnrýni
fundu stjórnvöld á
hvorum stað sig knúin
til að bregðast við.
Hvað Filippseyjar
varðar þá áttum við í
kjölfar þess að umrædd skýrsla
kom út samstarf við stjórnvöld þar
um nýja ályktun sem fól í sér að
þau eigi samstarf við skrifstofu
mannréttindafulltrúa Sameinuðu
þjóðanna um úrbætur. Að því er
varðar Sádi-Arabíu bárust þau
gleðitíðindi fyrir skemmstu að
stjórnvöld leystu úr haldi kunna
baráttukonu fyrir mannréttindum,
Loujain al-Hathloul. Hennar helsti
glæpur var að tala fyrir því að kon-
ur fengju að aka bifreiðum.
Jafnréttis- og hinseginmál
í forgrunni
Á vettvangi mannréttindaráðsins
lögðum við líka áherslu á að leiða í
jákvæðan farveg umræður um
brotthvarf hins sérstaka dag-
skrárliðar mannréttindaráðsins um
málefni Ísraels og Palestínu en ekk-
ert annað ríki en Ísrael þarf að
sæta því að heyra undir sérstakan
dagskrárlið, hvorki Venesúela né
Mjanmar, svo dæmi séu tekin.
Þetta ójafnvægi í umfjöllun ráðsins
hafa gagnrýnendur þess einmitt oft
hent á lofti til að rökstyðja hvers
vegna ekki eigi að virða það viðlits.
Í núverandi fundarlotu ráðsins
leiðum við nú í fyrsta sinn hóp ríkja
sem leggur fram ályktun um stöðu
mannréttinda í Íran en með henni
er tryggt að sérstakur skýrslugjafi
ráðsins um þau mál hefur áfram
umboð til starfa. Þá hefur þegar
farið fram sérstök umræða um
stöðu mála í Mjanmar og tók Ísland
þar drjúgan þátt.
Jafnréttismál eru ætíð ofarlega á
dagskrá í málflutningi okkar, í
mannréttindaráðinu sem annars
staðar, og við tölum líka skýrt og
skorinort um réttindi hinsegin
fólks. Við tökum þátt í starfi sér-
staks kjarnahóps ríkja um LGBTI-
málefni í mannréttindanefnd alls-
herjarþings Sameinuðu þjóðanna,
sem er auðveldara um að tala en í
að komast, og við gerðumst líka að-
ilar að Equal Rights Coalition,
bandalagi ríkja sem beitir sér fyrir
réttindum hinsegin fólks. Þá höfum
við gerst aðilar að fjölmiðlafrels-
isbandalagi sem Bretland og Kan-
ada höfðu frumkvæði að því að
stofna sumarið 2019 (Media Free-
dom Coalition) og erum við þar
virkir þátttakendur síðan.
Leiðarljós þróunarsamvinnu
Mannréttindi eru enn fremur
höfð að leiðarljósi framvegis í allri
þróunarsamvinnu Íslands og aukin
áhersla lögð á málsvarastarf í sam-
starfsríkjum okkar, m.a. með tilliti
til réttindastöðu hinsegin fólks. Í
þessu sambandi má nefna að við
höfum beint fjármunum til verk-
efnis í þágu hinsegin fólks, Free &
Equal, sem skrifstofa mannrétt-
indafulltrúa Sameinuðu þjóðanna
stendur fyrir. Við höfum einnig
styrkt Global Equality Fund en á
vettvangi hans taka líkt þenkjandi
ríki höndum saman og styðja við
málsvara mannréttinda og grund-
vallarréttinda hinsegin fólks í þró-
unarlöndum.
Þegar ég lít yfir farinn veg get ég
ekki annað sagt en að ég sé stoltur
af frammistöðu starfsfólks utanrík-
isþjónustunnar og þeim árangri
sem náðst hefur. Ég er einnig stolt-
ur af því hversu góðan málstað Ís-
land hefur að verja og beinskeyttan
boðskap að flytja, boðskap sem
byggist á trúnni á algild mannrétt-
indi sem allir eiga að njóta, óháð
uppruna, trú eða húðlit. Ég er sann-
færður um að í náinni framtíð eig-
um við eftir að ná að stíga enn fleiri
skref saman í rétta átt.
Öflug málafylgja á mannréttindasviðinu
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson
» Þótt erfitt sé að meta
beinan árangur af
slíkri málafylgju er það
staðreynd að gagnrýni
Íslands og fleiri ríkja
hreyfði við mannrétt-
indabrjótunum.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra
UN Photo/Violaine Martin
Mannréttindaráð SÞ „Reynslan sýnir að með skeleggri framgöngu getum
við vel látið gott af okkur leiða þannig að eftir sé tekið.“