Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 49

Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Hlaðvörp eru alls ekki ný af nálinni en undan- farið hafa þau rokið upp í vinsældum og nú virðast allir og amma þeirra vera að hlusta á eitthvað áhugavert. Hlaðvörpin eru jafn misjöfn og þau eru mörg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Má þar taka sem dæmi að hægt er að finna hlaðvörp sem fjalla um glæpi, geðheilsu, viðtalsþætti, grín, óuppgerð mál, heimildar- þætti í ýmsum formum, einfalda spjallþætti og allt þar á milli. Það getur því verið erfitt að feta sig áfram í þeim frumskógi af hlaðvarpsþáttum sem til eru. Við hér á K100 erum mikið áhugafólk um hlaðvörp og ákváðum við að ræða við það fólk sem heldur úti hlaðvarpi hér á Íslandi og fá þau til þess að gefa okkur upp hvaða hlaðvarps- þætti, fyrir utan sína eigin, þau hlusta á í sínum frítíma. Það ætti að geta gefið fólki góðar hugmyndir um áhugaverð hlaðvörp sem henta áhugasviði hvers og eins. Hlaðvörpin sem Inga Kristjáns hlustar á: Fyrsti hlaðvarpsálitsgjafinn er hún Ingi- björg Katrín Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Inga Kristjáns. Hún heldur úti hlaðvarpinu Illverk þar sem hún fjallar um morð og glæpi. Hvernig myndir þú lýsa þínu hlaðvarpi og fyrir hverja er það? „Illverk er hlaðvarp þar sem glæpa- áhugamenn geta komið saman, hlustað á áhugaverðar sannar sögur af raðmorðingjum og annars konar glæpafólki. Ég legg mikið upp úr því að segja söguna, fræða fólk um uppvaxtarár morðingjanna, geðsjúkdóma þeirra og reyni að kryfja aðeins dýpra en glæp- inn sjálfan. Ég myndi segja að það væri ekki fyrir viðkvæma. Illverk er fyrir fólk sem elskar að spá og spekúlera í því sem er fjarri raun- veruleika manns. Þeim sem elskuðu þættina Sönn íslensk sakamál mun líklega líka vel við mína þætti. Enda er Sigursteinn ofurhetjan mín,“ segir Inga. Inga segist hlusta rosalega mikið á hlaðvörp og viðurkennir að hún sé í rauninni með eitt- hvað í eyrunum allan daginn. Hún segir það líklega koma fólki á óvart að sjálf hlusti hún mjög lítið á „true crime“-hlaðvörp. Hlaðvarpslisti Ingu Kristjáns: Háski Podcast: „Sögur af fólki sem hefur lent í lífsháska en blessunarlega komist lífs af. Ótrú- legt í hvaða aðstæðum fólk hefur lent!“ Podcastalinn: „Finnst Emmsjé Gauti, sem er rauði þráðurinn í þáttunum, svo ótrúlega skemmtilegur náungi. En með honum er Arnar Úlfur og Arnar sem er ekki með neitt andlit, eins og hann er alltaf kallaður. Finnst þetta fá- ránlega fyndnir þættir og gott „vibe“ að hlusta á.“ Félagsmiðstöðin: „Þeir Huginn og Herra hnetusmjör eru með það. Þeir eru algerlega bráðfyndnir náungar og með svo fallegt sam- band sín á milli, ég bíð spennt eftir hverjum þætti! Þeir eru líka með skemmtilegar spurn- ingakeppnir og tala oft um samsæriskenn- ingar, bæði klárir og fyndnir.“ Draugasögur Podcast: „Ég gjörsamlega dýrka þau Katrínu og Stefán. Ég myndi segja að Draugasögur væri vandaðasta podcastið þarna úti. Þau segja svo ótrúlega skemmtilega frá og rannsaka staði á Íslandi þar sem reimt er.“ Tvíhöfði: Mitt allra uppáhaldsdúó, þeir Sigur- jón Kjartansson og Jón Gnarr. Ég myndi segja að það hlaðvarp væri mitt „save place“. Ef mér líður illa eða ef mig vantar eitthvað til að gleyma mér í finnst mér svo gott að hlusta, enda þeir tveir snillingar og eðalmenn af Guðs- náð.“ Teboðið: „Ekta stelpupodcast! Ég er ekki þekkt fyrir að vera mikil stelpustelpa. En manni finnst alltaf gaman að heyra „gossip“ úr Hollywood og hinar ýmsu kenningar um fræga fólkið. Ekki skemmir hvað Sunneva og Birta eru miklar gullkonur.“ Þarf alltaf að vera grín: „Það sem ég hef gaman af þeim! Ef þig vantar eitthvað til að gleðja þig og kútveltast úr hlátri þá er þetta podcast klár- lega eitthvað sem þú ættir að skoða!“ Sword and Scale: „Það er eitt glæpapodcast sem ég hlusta alltaf á og ég fæ mikinn inn- blástur þaðan en það er Sword and Scale. Ég fíla svo hvað þáttastjórnandinn er hrár og gróf- ur. Málin sem hann tekur fyrir eru áhugaverð og eitthvað sem ekkert annað podcast hefur fjallað um. Hann fer klárlega sínar eigin leiðir og ég er alltaf fljót að hlusta á nýjustu þætt- ina.“ Áhugaverð hlaðvörp: Inga Kristjáns gefur álit Vinsældir hlaðvarpa hafa aukist gífurlega undanfarið og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það getur þó verið erf- itt að finna eitthvað sem snýr að eigin áhugasviði í þeim frum- skógi af hlaðvörpum sem til eru. K100 fær því til sín góða álits- gjafa úr hlaðvarpsheiminum til þess að deila þeim hlaðvörpum sem þau hlusta á. Mælir með hlaðvörpum Inga heldur sjálf úti hlað- varpinu Illverk, en þar fjallar hún um morð og glæpi. Fjölskyldubingó mbl.is fór aftur af stað á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að fyrsta þáttaröðin kláraðist um síðustu áramót. Í fyrsta þættinum af nýju þáttaröðinni kom söngvarinn Valdimar fram ásamt Erni Eldjárn. Í þessari viku er það rapparinn Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7, sem kemur fram í þætt- inum og mun hún taka lagið fyrir áhorfendur. Þau Siggi Gunnars og Eva Ruza sjá svo til þess að færa fjölskyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu. „Það var geggjað að fara aftur af stað í síðustu viku með bingóið, góð orka frá áhorfendum og mikil þátt- taka,“ segir Siggi Gunnars bingó- stjóri sem bíður spenntur eftir því að útsending hefjist í kvöld klukkan 19:00. Ásamt þeim verður furðu DJ-inn í setti, tóm gleði og fullt af stórglæsi- legum vinningum. Allar upplýsingar um þátttöku og útsendingu má finna með því að fara inn á heimasíðu bingósins á www.mbl.is/bingo. Allar fyrirspurnir vegna bingósins er hægt að senda á bingo@mbl.is. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjölskyldubingó Bingóið hefst í kvöld klukkan 19.00 Rapparinn Cell 7 verður í bingóinu í kvöld Ljósmynd/Aðsend Rapparinn Cell 7 Kemur fram í bingóþætti kvöldsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.