Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.03.2021, Blaðsíða 63
prjónaskapur eða annað dútl. Handavinnan er bæði mín hug- leiðsla og einbeitingartól. Ég er mikil fjölskyldumanneskja og ein- staklega heimakær, svona á milli þess sem maðurinn minn dregur mig um allan heiminn. Ég tek skorpur í líkamsrækt en legg al- mennt mikla alhliða áherslu á and- legt og líkamlegt heilbrigði, enda lífið hverfult og heilsan það mikil- vægasta.“ Sigrún hefur mikinn áhuga á rit- störfum. „Ég skrifaði heimsendaljóð sem barn og unglingur, kom skóla- blaðinu aftur á koppinn í Kvennó og stofnaði síðar og var ritstjóri vef- miðils sem einblíndi á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og skrifaði þar fjölda greina. Undanfarin ár hef ég lítið birt opinberlega en er nú að vinna að viðamikilli heimasíðu með greinum og fræðsluefni tengdu tíða- hringnum og áhrifum hans á heilsu og líðan. Síðan verður vonandi opn- uð í sumar og áhugasamir mega gjarnan hafa samband við mig! Fjölskylda Sambýlismaður Sigrúnar er Jó- hannes Stefán Ólafsson, f. 15.1. 1982, hæstaréttarlögmaður. Þau eru búsett á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Foreldrar Jóhannesar eru hjónin Þórdís Stephensen, f. 23.12. 1951, fyrrver- andi skrifstofukona, og Ólafur M. Jóhannesson, f. 6.9. 1949, fram- kvæmdastjóri. Börn Sigrúnar og Jóhannesar eru: Atli ellefu ára, Rakel níu ára, og Arnrún Móa eins árs. Systkini Sigrúnar eru Sunna Jó- hannsdóttir, f. 6.7. 1985, doktor í lyfjafræði, búsett í Reykjavík, og Freyr Jóhannsson, f. 29.12. 1983, doktor í lífefnafræði, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Sigrúnar eru hjónin Jóhann Þór Sigurðsson, f. 16.2. 1958, byggingatæknifræðingur, og Júlíana Gunnarsdóttir, f. 22.3. 1956, bókari. Þau eru búsett í Reykjavík. Sigrún Jóhannsdóttir Lára Jóhannsdóttir húsfreyja á Laugum Ágúst Júlíusson bóndi og kennari á Laugum í Sælingsdal Ólöf Hólmfríður Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavik Gunnar Kjartansson járnsmiður í Reykjavík Júlíana Gunnarsdóttir bókari í Reykjavík Júlíana Silfá Einarsdóttir húsfreyja í Fremri-Langey Kjartan Eggertsson bóndi og kennari í Fremri-Langey á Breiðafirði María Jóhannsdóttir verkakona í Reykjavík Eyjólfur Runólfsson múrari í Reykjavík Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavik Sigurður Jóhann Helgason múrara- og steinsmíðameistari í Reykjavík Helga Engilborg Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík Helgi Guðmundsson kirkjugarðsvörður í Reykjavík Úr frændgarði Sigrúnar Jóhannsdóttur Jóhann Þór Sigurðsson byggingatæknifræðingur í Reykjavík DÆGRADVÖL 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is „EF MAMMA ÞÍN SPYR ÞÁ ER ÞETTA VILLISVÍN.” „HÚN GAF MÉR KONFEKTKASSA SEM VANTAÐI ELLEFU MOLA Í.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að horfa á þau vaxa úr grasi. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann DUNK HEFUR ÞESSI VEGGUR ALLTAF VERIÐ HÉR? ORÐ DAGSINS ER… „vonlaus” LEIÐSÖGUMAÐURINN OKKAR HEFUR EKKI LÁTIÐ SJÁ SIG! VIÐ FINNUM ALDREI ÍRLAND! ELTIÐ MIG! ERUM VIÐ Á ÍRLANDI? NÁNAST! Það er vorhugur í mönnum.Ingólfur Ómar sendi mér póst: „Mér datt í hug að gauka að þér sólarvísu þar sem tíðin er búin að vera með eindæmum góð í vet- ur þó að hafi rignt og blásið inn á milli. Og það sem meira er að víða glittir í grænan mosa og það má með sanni segja að það hafa ríkt hér góðir dagar með vor í lofti. Þessa orti ég um daginn þegar veðrið lék við okkur hér syðra og það er svolítil vorstemning í henni“: Eyði vosi eygló blíð yl og brosin glæðir. Grænan mosa, grund og hlíð geislaflosi klæðir. Á Boðnarmiði yrkir Hjörtur Benediktsson um tíðindi dagsins: Hreyfist nú jörð og hristast fjöll hrynur svo steinn úr gili skelfur á bæjum skorsteinninn skekkist nú mynd á þili. Engum skapast þó manni mein né meinlegur aldurtili. Er ekki komið núna nóg af náttúruvá í bili. Það er lóðið! Magnús Hall- dórsson fer með „orðsendingu frá jarðvísindastofnun“: Um það fjalla yfirlýs- ingar býsna tíðar, ef að núna ekki gýs, það orðið gæti síðar. Maðurinn með hattinn: Þó titri jörðin til og frá, trúi ég margir brosi. Miklar líkur eru á eldspúandi gosi. Friðrik Steingrímsson yrkir um „klæðaburð á þingi“: Sumir virðast saman spyrtir þó séu úr mörgum flokkunum, upp í pontu illa gyrtir arka þeir á sokkunum. Hólmfríður Bjartmarsdóttir hef- ur orð á því, að hún hafi næstum verið búin að gleyma honum Ara: Ari á allskonar bíla hann er alæta á tegund og stíla. Svo dýrkar hann Rauð sem hann dekrar með brauð en best sér hann bleikrauða fíla. Framhald um Ara: Í ölvímu einmana á þúfu lá Ari og hvíslaði á grúfu. „Það er svakalegt puð að semja við Guð. sem er líka með lausa skrúfu.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorhugur í mönnum og jörðin titrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.