Fréttablaðið - 03.07.2021, Side 2
Ég heyri ekki annað á
tali fólks og í fjölmiðl-
um. Þeir eru bjartsýnir
og mikil spenna.
Sturla Sigurjónsson, sendiherra.
Vatnslitað við vatnsbakkann
„Það er skemmtilegt að mála úti, það er bara ekki alltaf hægt hérna á Íslandi með vatnslitum,”segir Óskar Thorarensen lögmaður, sem kveðst hafa lagt stund
á listmálun í fimmtán til tuttugu ár. Óskar var í gær við iðju sína við Reykjavíkurtjörn, sem er hans eftirlætismyndefni. Þar hefur Óskar lent í ýmsu. „Fyrir
nokkrum árum var ég að gera mynd og bakkaði aðeins til að virða hana fyrir mér og þá fauk hún út í Tjörn. Ég náði henni aldrei,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Sendiherra Íslands í Bretlandi,
Sturla Sigurjónsson, kíkti
við í bækistöðvar Konung-
lega breska flughersins við
Lossie mouth fyrir skömmu og
skoðaði þar flugvélina Spirit
of Reykjavík. Hann segir að
Englendingar séu bjartsýnir á
gott gengi á EM, mikil spenna
sé fyrir liðinu. Fótboltinn
gæti jafnvel verið á leiðinni
heim en Englendingar mæta
Úkraínu í dag á mótinu.
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Mér fannst við hæfi í
ljósi sögunnar og verkefnisins að
líta til þeirra og mér var afar vel
tekið,“ segir Sturla Sigurjónsson,
sendiherra Íslands í Bretlandi, en
hann fór í heimsókn í bækistöðvar
Konunglega breska f lughersins
við Lossiemouth í Skotlandi fyrir
skömmu, þar sem hann skoðaði
meðal annars eftirlitsf lugvélina
Spirit of Reykjavík.
Flugvélin er nefnd eftir Reykjavík
til að heiðra hlutverk Íslendinga í
sigri bandamanna í orrustunni um
Atlantshafið í seinni heimsstyrjöld-
inni. Sú sveit sem hér var, 120. flug-
sveitin, er með fálka í merkinu sínu.
„Flugsveitin var staðsett á Íslandi
1943-1945 og eltist við þýska kaf-
báta á Atlantshafi.
Flugherinn hefur verið að endur-
nýja f lotann sinn og er að taka í
notkun Poseidon eftirlitsflugvélar.
Fyrstu fimm hafa fengið nöfn eins
og Pride of Moray, City of Elgin, Spi-
rit of Reykjavik og Fulmar.
Sturla segir að heimsóknin, sem
hann fór í ásamt konu sinni Elínu
Jónsdóttur, hafi verið bæði fróðleg
og skemmtileg.
Hann segir að síðan í maí hafi
hann verið að reyna að bæta upp
fyrir tapaðan tíma sem Covid-far-
aldurinn olli.
Sturla segir að bjartsýni ríki nú
um allt England, þar sem knatt-
spyrnulandsliðið hafi verið að
gleðja landsmenn með góðum
árangri á Evrópumótinu í fótbolta.
Samfélagið hafi þjáðst í Covid-far-
aldrinum en nú megi sjá bros á vör
víða um götur London.
„Þeir gera sér vonir um að gera
góða hluti á Evrópumótinu. Ég
heyri ekki annað á tali fólks og í
fjölmiðlum. Þeir eru bjartsýnir og
mikil spenna.“
Englendingar mæta Úkraínu í
Rómarborg í dag og tekur Sturla
undir það að ensk þjóðarsál hafi
þurft á smá gleði að halda. „Algjör-
lega. Sigurinn gegn Þýskalandi
skipti þá miklu máli og fyrst það
tókst held ég að þeir hyggi á frekari
landvinninga – ef ég get tekið þann-
ig til orða.“ n
Andi Reykjavíkur sveif yfir
vötnum í Norður-Skotlandi
Sturla og Layden ofursti fyrir framan eftirlitsflugvélina Spirit of Reykjavik á
Lossiemouth herstöðinni í Skotlandi. MYND/RAF
TENERIFE
09. - 20. júlí | 11. dagar!
www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400
verð frá 79.990 kr.
á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn
Innifalið: Flug, gisting, handfarangur
og ferðataska
arnartomas@frettabladid.is
AUSTURLAND Vinna að hönnun
Fjarðarheiðarganga, bæði jarð-
ganga og aðkomuvega, er á áætlun
og miðað er við að henni verði lokið
vorið 2022.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Vegagerðinni. Þar segir að áætlað
sé að verkið verði boðið út síðsum-
ars 2022 og að undirritun við verk-
taka gæti farið fram snemma árs
2023. Gangagröftur gæti þá hafist
um haustið 2023.
Göngin verða yfir þrettán kíló-
metrar að lengd og mun fram-
kvæmdin taka langan tíma, en
áætlað er að verkinu verði að fullu
lokið 2034.
Áætlaður heildarkostnaður við
gerð Fjarðarheiðaganga mun nema
um 35 milljörðum króna. n
Fjarðarheiðargöng
boðin út 2022
gar@frettabladid.is
ELDGOS „Gosið er búið að jafna sig
á þessari truflun sem hefur orðið
og núna er það bara komið aftur í
gírinn,“ segir Þorvaldur Þórðarson,
eldfjallafræðingur hjá Jarðvísinda-
stofnun Íslands.
Nokkurt hlé varð á sýnilegu
kvikustreymi frá gosinu í Geld-
ingadölum í gær og svipað var uppi
á teningnum í fyrradag. Mikil virkni
var hins vegar í gígnum í fyrrakvöld
og fram á nótt. Um kvöldmatar-
leytið í gær tók kvikan aftur að vella
úr gígnum eftir að svo hafði virst
fyrr um daginn að slokknað væri í
honum.
„Hann jós úr sér, alveg svakalega
mikið,“ segir Þorvaldur. Þessi mikla
gusa sem kom í fyrrakvöld hafi
tæmt efri hluta gosrásarinnar. „Þá
hefur bara hrunið í gíginn og hann
stíflast. En núna er hann búinn að
hreinsa sig,“ segir hann og útskýrir
að veggir gígsins séu svo óstöðugir
að ef yfirborðið í gígnum lækki,
jafnvel aðeins í stuttan tíma, geti
hrunið mikið inn í hann. Og það sé
sennilega það sem hafi gerst í fyrri-
nótt. Upp úr klukkan eitt í gærdag
hafi gosóróinn svo farið að gera vart
við sig aftur.
„Gígurinn er kominn aftur af stað
og virknin er bara nákvæmlega eins
og hann er búinn að vera með,“ segir
Þorvaldur, sem aðspurður kveðst
telja mjög ólíklegt að komið hafi
stopp í það kvikustreymi sem verið
hefur upp á yfirborð frá um sautján
kílómetra dýpi. Rishraðinn á kvik-
unni sé ekki það mikill að breyting-
ar á því myndu sjást svo fljótt.
Þannig segir Þorvaldur ekkert
benda til þess að eldgosinu í Geld-
ingadölum sé að ljúka. „Eins og ég
hef alltaf sagt þá getur þetta hætt á
morgun þess vegna, en mér finnst
ekkert vera að benda til þess að
gosið sé að hætta – þótt það komi
kannski svona smá pásur.“ n
Eldgosið komið
aftur í gírinn
Hann jós úr sér, alveg
svakalega mikið.
Þorvaldur
Þórðarson, eld-
fjallafræðingur.
2 Fréttir 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ