Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2021, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 03.07.2021, Qupperneq 4
n Tölur vikunnar 1 milljón var sektin sem Huppuís var gert að greiða vegna rafrænnar vöktunar. 9 hús voru rýmd í Varmahlíð eftir aurskriðu sem þar féll. 4 milljarðar var andvirði hlutabréfa sem sex erlendir sjóðir seldu í Íslandsbanka á fyrstu þremur dögunum eftir skráningu. 29 greindust með lekanda frá janúar til maí á þessu ári. 19 tilkynningar hafa borist banda- rískri miðstöð tilkynninga um fljúgandi furðuhluti yfir Íslandi. Kristrún Frostadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Fólk þarf að þora að taka áhættuna sem felst í því að stofna fyrirtæki, án þess að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir grunnþörfum. Þannig verða verðmæti til, með hugmyndaleit einstaklinga og velferðarkerfið sem bakhjarl. Við viljum ekki lifa í samfélagi þar sem tækifæri til slíkra ævintýra erfast. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Hugsanlega má reikna með að eitthvað af umbótatillögum meiri- hlutans á skóla- og velferðarsviði verði orðnar að veruleika rétt fyrir borgarstjórnarkosningar sem verða í maí á næsta ári. Er það ekki dæmi- gert að efna eigi loforð rétt fyrir kosningar, sem gefin voru fyrir síð- ustu kosningar? Nái þessi meirihluti aftur kjöri má ætla að sama gerist og síðast, hin fögru loforð fara í skúffu og þegar líður aftur að kosningum verði aftur dustað af þeim rykið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnu- ráðherra. Alþjóðasam- vinna og alþjóða viðskipti á grunni sjálfbærni verða áfram undirstaða efnahagslegra og félagslegra framfara, en raunveru- leg framþróun mannréttinda getur aldrei orðið undir kaldri hönd ein- ræðis. Lýðræðið er þrátt fyrir allt það skásta sem við höfum n n Þetta sögðu þau BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 Virkni í eldgosinu í Geld- ingadölum hefur minnkað undanfarna sólarhringa. Gosið hefur verið fengur fyrir ferðaiðnaðinn og verður áfram landkynning þótt það lognist út af, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. adalheidur@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA „Það má kannski segja að það væri kurteisi af gosinu að halda svolítið áfram svo að fólk sem er búið að bíða og bóka ferð geti komið og séð það,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um lægðina á eldstöðvunum í Geldinga- dal undanfarna sólarhringa. „En það er svo sem ekki öll von úti enn, skilst manni á jarðfræðingum,“ segir Jóhannes. Um miðjan dag í gær var slokknað í aðalgígnum, að sögn Kristínar Jóns- dóttur, jarðeðlisfræðings og hóp- stjóra náttúruvár hjá Veður stofunni. Mikil virkni  hafði verið í gos- inu daginn áður og fram á nótt og f læddi þá nýtt hraun ofan í Nátt- haga. Virknin lognaðist svo út af í gær og um tíma rann ekki hraun úr gígnum. Seinnipartinn var hins vegar aftur komin kvika upp á yfirborðið. Að mati náttúruvár- hóps Suðurlands var þetta goshlé, en í gær sást í hraunbráð í fyrsta skipti frá því að gosið hófst 19. mars. „Það fer eftir því hvernig á það er litið, segir Jóhannes, aðspurður um þýðingu þess fyrir ferðaþjónustuna ef hætti að gjósa. „Gosið hefur náttúrulega valdið mikilli umfjöllun sem við höfum augljóslega notið góðs af. Ef gosið hverfur hefur það náttúrulega ekki sama aðdráttarafl fyrir fólk. En við höfum þó séð til dæmis við eldgosið í Holuhrauni og reyndar í Eyjafjalla- jökli líka, að svona viðburðir lifa nú töluvert eftir að þeim er lokið,“ segir Jóhannes og telur að vel megi búast við því að gosið muni eiga sér líf eftir dauðann. „Glænýtt hraun, eins og þarna er, hefur alltaf aðdráttarafl þótt gosinu sjálfu sé lokið,“ segir Jóhannes og bætir við: „Það má gera ráð fyrir því að gosstaðurinn muni hafa aðdrátt- arafl sem áfangastaður, jafnvel í eitt til tvö ár eftir að gosinu lýkur, en auðvitað ekki á sama hátt.“ Jóhannes á ekki von á af bók- unum þótt gosinu ljúki nú „Þrátt fyrir allt er gosið nú bara eitt af því sem fólk hyggst skoða á ferð sinni um Ísland. Miðað við þær kannanir sem við höfum séð er gosið ekki helsti ákvörðunar- þátturinn fyrir ferðalög til Íslands. Það er meira svona „VÁ faktor“ og eitt af því sem fólk hyggst þá skoða, en ekki úrslitaþáttur.“ n Segir að gosið muni lifa eftir dauðann Þúsundir manna, bæði innlendra og erlendra hafa lagt leið sína að eldgosinu í Geldingadölum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Glænýtt hraun, eins og þarna er, hefur alltaf aðdráttarafl þótt gosinu sjálfu sé lokið. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. Eldgosið í Geldingadölum Kvöldið 19. mars síðastliðinn hófst eldgos í Geldingadöl- um við Fagradalsfjall og hefur nú staðið yfir í 106 daga. Jarðvísindastofnun skiptir gosinu í þrjú tímabil. Það fyrsta stóð yfir í um tvær vikur og einkenndist af frekar stöðugu hraunrennsli. Annað tímabilið stóð yfir í svipaðan tíma og einkenndist af opnun nýrra gosopa og hreyfilegu hraunrennsli. Þriðja tíma- bilið stendur enn yfir og hefur virknin öll verið í sama gígnum. 4 Fréttir 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.