Fréttablaðið - 03.07.2021, Qupperneq 20
Í hvert
skipti sem
eitthvað
nýtt er
reynt þá
hækkar
vonar-
stigið.
Fallið og
vonbrigðin
verða því
oft aðeins
hærri með
hverju
skiptinu
sem maður
fær nei-
kvæða
útkomu.
Alexandra Helga Ívarsdóttir
og eiginmaður hennar, knatt-
spyrnumaðurinn Gylfi Þór
Sigurðsson, eignuðust á dög-
unum dótturina Melrós Míu.
Frumburðarins var beðið í
fimm ár og ákvað Alexandra
að opna sig um baráttuna við
ófrjósemi til að veita öðrum í
sömu stöðu von og styrk.
Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau Alexandra og Gylfi verið par í rúman áratug og gengu í hjóna-band árið 2019, eftir níu
ára samband.
„Við kynnumst haustið 2010 í
gegnum frænku mína og frænda,“
segir Alexandra, aðspurð um upp-
haf sambandsins. „Hann bjó þá í
Þýskalandi og við töluðum saman
klukkustundunum saman á spjall-
forritinu MSN.“ Það var svo á Þor-
láksmessu sama ár sem þau hittust
í fyrsta sinn og þá var ekki aftur
snúið að sögn Alexöndru. „Fyrstu
sex mánuðina vorum við þó í fjar-
sambandi, þar sem ég hafði ráðið
mig til vinnu hjá flugfélaginu Emir-
ates í Dubai og hann var að spila í
Þýskalandi. Ég flutti svo út til hans
sumarið 2011 og síðan þá höfum
við átt heimili á fjórum stöðum,“
útskýrir Alexandra, en fjölskyldan
býr nú í Liverpool þar sem Gylfi
leikur með Everton.
Það vakti athygli undir lok síðasta
árs þegar Alexandra birti mynd á
samskiptamiðlinum Instagram
þar sem hún er með yfir 20 þúsund
fylgjendur og sagði frá því að þau
hjón ættu von á sínu fyrsta barni.
Hún bætti þó um betur og opnaði
sig um að biðin eftir barni hefði
varað í fimm ár, parið sem barist
hefði við ófrjósemi hefði loks verið
bænheyrt.
Maður upplifir sig hálf gallaðan
Hjónin fengu fréttirnar um að líklega
yrði ekki auðvelt fyrir þau að eignast
barn þegar þau voru aðeins 26 ára
gömul og segir Alexandra það hafa
verið ótrúlega skrítið að heyra þær.
„Maður upplifir sig hálf gallaðan,
þegar þetta er eitthvað sem flestir í
kringum mann hafa ekki þurft að
hafa mikið fyrir. Þegar maður byrjar
svo að reyna að eignast barn gengur
maður að sjálfsögðu út frá því að allt
gangi vel, þar til annað kemur í ljós.“
Alexandra lýsir því sem miklum
vonbrigðum í hvert sinn sem tíða-
hringurinn hófst að nýju, enda hafi
vonin verið sterk og hausinn alltaf
kominn dálítið lengra fram í tímann.
Þetta var ákveðið sjokk
„Við leituðum fyrst til læknis eftir
að hafa reynt í sirka ár og fengum
þá þær fréttir að líklegast yrði ekki
auðvelt fyrir okkur að eignast barn.
Við vorum rúmlega 26 ára og lifðum
mjög heilsusamlegu lífi og erum
bæði hraust, svo þetta var ákveðið
sjokk.“
Úr varð að reyna glasameðferð
og var sú fyrsta reynd árið 2016 án
árangurs og segir Alexandra þá nei-
kvæðu útkomu hafa reynst sér virki-
lega erfiða.
„Ég var svo spennt að vera komin
í einhvers konar ferli og fá loksins
hjálpina sem þurfti og hélt svo inni-
lega að þá myndi allt ganga upp. Ég
þurfti að hafa mikið fyrir því að
koma mér aftur í gang eftir það,“
segir Alexandra, sem á sama tíma
var að glíma við mikla króníska
bakverki. „Blandan af þessu tvennu
var mjög erfið andlega og líkam-
lega.“
Hún lýsir því að eftir einhvern
tíma sem að sjálfsögðu sé mislangur
á milli para, komi aftur upp löng-
unin til að reyna við meðferð og þá
sé farið í undirbúning og að skoða
kostina sem í boði eru.
„Í hvert skipti sem eitthvað nýtt er
reynt þá hækkar vonarstigið. Fallið
og vonbrigðin verða því oft aðeins
hærri með hverju skiptinu sem
maður fær neikvæða útkomu. Við
ákváðum til dæmis að taka okkur
árs pásu frá öllu tengdu þessu fyrir
Mikilvægt að missa ekki trúna
Draumabarnið
Melrós Mía
hvílir vær í fangi
móður sinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
brúðkaupið, þar sem við vildum
einbeita okkur að gleðinni sem
fylgdi því að plana það. Ég held að
það hafi verið mjög hollt fyrir okkur
bæði og sambandið að taka þetta
aðeins út af borðinu í smá tíma og
njóta lífsins,“ segir Alexandra, en
þau hjónin giftu sig með pompi og
prakt við Como vatn á Ítalíu fyrir
tveimur árum síðan.
Ófrjósemis herbúðir
„Haustið eftir að við giftum okkur,
eftir nokkrar misheppnaðar til-
raunir, fundum við klíník í London
sem okkur leist vel á. Það haust hófst
mikill undirbúningur hjá mér í
formi lyfjagjafar, til þess að reyna að
fínstilla ákveðin gildi í líkamanum
og undirbúa mig fyrir meðferðina,“
útskýrir hún.
Það var svo í janúar 2020 sem
meðferðin hófst fyrir alvöru og
segir Alexandra í léttum tón að í
raun megi líkja henni við „infer-
tility bootcamp” eða „ófrjósemis
herbúðir.“
„Ég þurfti að dvelja í London í
nokkrar vikur þar sem eftirlitið hjá
þeim var mikið. Sú meðferð gekk
hins vegar ekki upp og áfallið var
mikið,“ útskýrir hún alvarleg.
„Mér fannst ég hafa lagt gjör-
samlega allt undir, bæði líkamlega
og andlega og hélt að með aukinni
hjálp myndi þetta kannski loksins
ganga upp. Ég fann þó fyrir ein-
hverjum auknum krafti og ákvað
að drífa mig mánuði seinna í næstu
meðferð. Eftir stöðugar ferðir fram
og til baka frá London skall Covid á
og því miður varð að hætta meðferð
þegar henni var nánast lokið.“
„Ég var gjörsamlega búin á því
og ákvað að einbeita mér að því að
styrkja mig andlega og líkamlega
þar til kæmi í ljós hvenær við gætum
haldið áfram.“ Hjónin héldu heim
til Íslands um sumarið eftir langt
útgöngubann í Bretlandi og Alex-
andra hafði hafið undirbúning fyrir
næstu meðferð, sem átti að hefjast
í ágúst.
Hlustaði á innsæið
„Þegar heim var komið leið mér ein-
staklega vel og innsæið sagði mér
að fresta meðferðinni um mánuð
og framlengja ferðina mína heima.
Sem betur fer, því í lok ágúst komst
ég óvænt að því að ég væri ófrísk.“
Alexandra segir þau hjón snemma
hafa vitað að þau langaði að verða
foreldrar saman og ófrjósemin hafi
reynst henni ótrúlega erfið andlega.
„Ég leitaði mér hjálpar eftir að
hafa verið lengi í þessu ferli. Það
fylgja þessu alls konar erfiðar til-
finningar. Eftir mikla sjálfsvinnu og
hjálp frá fagaðilum sem ég er inni-
lega þakklát fyrir að hafa fengið,
ákvað ég að reyna að líta á þetta
ferli sem andlega vegferð. Ég hef
þroskast ótrúlega mikið og kynnst
sjálfri mér vel eftir þessa upplifun,“
útskýrir hún.
„Ófrjósemi er mikill tilfinninga-
rússibani og getur oft á tíðum verið
einmana staður að vera á. Ég upp-
lifði mig stundum svolítið einmana
í sorginni sem fylgdi þessu, enda
ekki margir í kringum mann sem
skilja líðanina sem fylgir þessu.“
Alexandra viðurkennir að hafa
verið frekar lokuð um erfiðleikana
í upphafi og ekki talað mikið um
þá. „Mér fannst það ákveðinn léttir
þegar við sögðum fólkinu í kringum
okkur frá stöðunni. Það er erfitt að
vera stanslaust að fá spurningar
20 Helgin 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ