Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2021, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.07.2021, Qupperneq 22
Anna Kristín veit fátt betra en að vera úti í náttúrunni enda sveitastelpa inn að beini, að eigin sögn. Stundum þarf að vippa hjólinu á bakið. MYND/ANTOINE DAURES Hjólað í hvaða veðri sem er. MYND/ANTOINE DAURES Anna Kristín Ásbjörnsdóttir hefur að eigin sögn verið for- fallinn fjallahjólari frá hjóla- ferð til Tyrklands árið 2014. Í dag skipuleggur hún hjólaferð- ir fyrir reynda sem óreynda en fjallahjólreiðar hafa tekið gríðarlegan kipp hér á landi á síðustu tveimur árum. Anna Kristín er sveita-stelpa inn að beini en hún er alin upp á Skóg-um undir Austur-Eyja-fjöllum. Ferðageirinn togaði þó snemma í sveitastelpuna og eftir menntaskóla stundaði hún nám í Ferðamálaskóla Íslands. „Í framhaldinu fór ég að vinna hjá Ferðaskrifstofu Stúdenta og starf- aði þar í nokkur ár, eða þar til að ég flutti til Frakklands.“ Hún segist hafa verið mjög virkur krakki og liðið best í öllu því sem krafðist mikillar hreyfingar. „Ég fór þó ekki að stunda fjallamennsku fyrr en eftir tvítugt í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Fyrsti alvöru leiðangurinn minn var til Nepal. Þangað fór ég í febrúar 1994 ásamt vinkonu minni, Katrínu Oddsdótt- ur þar sem við klifum 6.000 metra hátt fjall, Imja Tse sem er betur þekkt sem Island Peak.“ Nepalferðin kveikti útivistarbakteríuna og hefur Anna varla stoppað síðan. Árið 2007 bauðst Önnu starf á nýstofnaðri ferðaskrifstofu í Lyon, Frakklandi þar sem ætlunin var að sérhæfa sig í ævintýraferðum fyrir litla hópa á norðurslóðum. „Þá vantaði einhvern sem þekkti norðurslóðir vel. Vinur minn, Phi- lippe Patay, sem ég hafði áður starf- að fyrir fór í samstarf við þá og ég fylgdi með í pakkanum. Nokkrum mánuðum síðar var ég orðin 25 pró- senta hluthafi, stýrði skrifstofunni næstu tíu árin og var búin að kaupa alla aðra eigendur út þegar ég seldi reksturinn og flutti heim árið 2017.“ Rússíbanareið og lærdómur Anna segir rekstur ferðaskrif- stofunnar sem heitir 66°Nord og er enn í rekstri, hafa verið mikla rússí- banareið og um leið gífurlegur lær- dómur. „Sérstök áhersla var lögð á að selja göngu- og fjallaskíðaferðir til Íslands, Grænlands, Færeyja og Nor- egs. Þrátt fyrir að vera tiltölulega lítil ferðaskrifstofa vorum við með sterka markaðsstöðu í Frakklandi og nærliggjandi löndum. Okkar markmið var að tryggja persónu- lega þjónustu þar sem upplifun viðskiptavinarins væri ofar vænt- ingum. Að selja ferðalög er ekkert annað en að selja drauma einhvers sem að þú þekkir ekki og hefur aldr- ei hitt. Þar sem vonlaust er að hafa þekkingu á þessum draumum er leiðin til árangurs að skipuleggja ferðirnar eins vel og kostur er.“ Áskorun og hvatning Önnu leið vel í Frakklandi og seg- ist hafa verið f ljót að tileinka sér franskan lífsstíl og hefðir. „En því að vera ung erlend kona sem stjórnaði eigin fyrirtæki fólst bæði áskorun og hvatning. Stundum gekk ég á veggi vegna þessa og í öðrum tilfellum greiddi það leiðina. En að fjallahjólunum sem í dag allt snýst um, en fyrsta raunveru- lega reynsla Önnu af þeim var árið 2009 þegar hún hjólaði Lauga- veginn. „Í framhaldi af því fór ég að mæta á æfingar hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni en þar voru nokkrir frábærir náungar með tækniæfingar alla sunnudaga yfir vetrartímann. Árið 2014 fer ég síðan með vinkonum mínum úr útivistar- hópnum Kríunum til Tyrklands og eftir þá ferð var ekki aftur snúið. Ég breyttist í forfallinn fjallahjólara og önnur sport hafa að mestu þurft að víkja síðan þá.“ Forfallinn fjallahjólari Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Að selja ferðalög er ekkert annað en að selja drauma einhvers sem að þú þekkir ekki og hefur aldrei hitt. Árið 2015 fór Anna að starfa fyrir fyrirtækið Bike Company. „Fyrir- tækið stóð á ákveðnum tímamótum og tveimur árum síðar var ákveðið að ég tæki yfir skuldbindingar þess og héldi áfram rekstrinum ein.“ Bike Company sérhæfir sig í fjallahjólaferðum bæði á Íslandi og víða erlendis. „Á Íslandi erum við langmest að Fjallabaki með lengri ferðirnar og allt í kringum höfuð- borgarsvæðið með dagsferðirnar.“ Íslendingarnir öðruvísi Heimsfaraldur Covid breytti starf- seminni töluvert enda voru kúnn- arnir fyrir hann, flestir frá Norður- Ameríku, Bretlandi og Sviss. „Að meðaltali skipulagði ég aðeins eina ferð á ári fyrir íslenskar konur en að öðru leyti voru Íslendingar ekki að kaupa ferðirnar. Þegar landið síðan lokaðist fyrir erlent ferðafólk var ekkert annað í stöðunni en að byrja að markaðssetja ferðirnar hér heima.“ Anna segir það hafa gengið framar vonum og það sé gaman að ferðast með Íslendingum. „Það er á margan hátt öðruvísi þar sem erlendu viðskiptavinirnir eru í f lestum tilfellum vanir hjólarar og ferðirnar því oftar frekar langar og strangar. Í dag útbý ég styttri ferðir fyrir alla sem hafa til dæmis áhuga á að prófa rafmagnsfjallahjól eða vilja fá skipulagða ferð og koma þá með sín eigin hjól.“ Anna viðurkennir að í upphafi hafi hún verið svolítið stressuð þegar hún fór fyrst að fara fyrir hópum, ekki síst þegar hópurinn hafi eingöngu samanstaðið af sterkum karlkyns hjólurum. „En það var f ljótt að hverfa. Fjallahjól- arar eru upp til hópa mjög jákvæðir einstaklingar sem þægilegt er að vera í kringum. Það að vera kona í þessu hlutverki skiptir í raun ekki máli, svo framarlega sem leiðsögu- maðurinn haldi í við hópinn, rati leiðirnar, komi þeim í húsaskjól og eldi góðan mat á kvöldin,“ segir hún í léttum tón. Karlarnir kaldari Anna segir fjallahjólamennsku eina af fáum íþróttum þar sem karlarnir séu í heildina hraðari og með betri tækni. „Þá er ég að tala um þá sem eru vanir að stunda hjólreiðar. Það er að sjálfsögðu fullt af konum sem eru betri hjólarar en margir karlar. Þetta snýst bara um æfingu og þeir virðast kaldari og f ljótari að ná tökum á hjólinu. Þess vegna hef ég verið að bjóða konum að koma í sérstakar kvennaferðir þar sem þær í mörgum tilvikum vilja byrja á rólegri nótum og fá að prófa sig áfram án nokkurrar pressu. Margar af þessum konum hafa síðan haldið áfram að æfa sig og eru margar hverjar orðnar virkilega góðir hjól- arar.“ Fengið að heyra það Aðspurð segir Anna engan hafa gefist upp í ferð þó svo að þátt- takendur séu í misjöfnu formi. „En ég hef lent í því að þurfa að peppa fólk áfram. Við förum út að hjóla í öllum veðrum og vindum með erlendu viðskiptavinina svo það er aldrei möguleiki á því að af bóka eða fresta vegna veðurs eins og ger- ist oft með Íslendinga. Ég hef lent í því að fólk sé þreytt og pirrað og hef stundum fengið að heyra það ansi kröftulega. En eftir á er fólk í öllum tilfellum ánægt og stolt með að hafa farið út fyrir þægindaram- mann sinn.“ Anna tekur fram að ekki sé auð- velt að skipuleggja lengri ferðir um hálendi Íslands. „Allt verður að smella saman, bíllinn þarf að kom- ast á leiðarenda og hjólin þurfa að virka. Við höfum verið mjög láns- söm í okkar ferðum þótt að stund- um komi upp einhver vandamál. Einu sinni var annar hópur búinn að koma sér fyrir í skálanum sem við höfðum bókað. Það tók sinn tíma að koma honum út þar sem að hann sat sem fastast. Þetta eru aðstæður sem hljóma einfaldar, en á meðan verið er að leysa málin þá bíður fólkið úti, þreytt eftir langan hjóladag. Við náðum að breyta þessu í útiveislu, kveiktum upp í grillinu, buðum öllum í bjór og vorum búin að borða kvöldmatinn þegar við komumst loksins inn í skálann.“ Hjólatímabilið hér á landi er í kringum fimm mánuðir á ári en Anna segist hafa nóg við að vera hina mánuðina enda þurfi að skipu- leggja, uppfæra ferðirnar, finna nýjar leiðir og hjóla þær sem hún ekki þekkir. „Þegar ég sá að Covid tímabilið ætlaði engan endi að taka ákvað ég að fara í frönskunám í Háskóla Íslands. Sú ákvörðun er ein sú besta sem ég hef tekið. Þann- ig að í stuttu máli hef ég meira en nóg að gera á veturna,“ segir hún að lokum. n Anna Kristín skipuleggur mikið ferðir um Fjallabak nyrðra, þar sem landslagið er tilkomumikið. MYND/JOHN FENGER Hjólarar á leið yfir FImmvörðuháls. MYND/JOHN FENGER 22 Helgin 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.