Fréttablaðið - 03.07.2021, Page 26
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
Brynhildur Björnsdóttir
kabarettsöngkona verður
með ýmislegt á prjónunum
á Reykjavík Fringe hátíðinni
sem hefst í dag, 3. júlí. Hún
verður með tvenna tónleika
í Bókabúð Máls og menning-
ar, á morgun og föstudaginn,
en kemur líka fram með
kabaretthópnum Dömur og
herra.
„Ég hef verið að stúdera ástina í
mörg ár, og ekki bara sem ein-
staklingur eins og flestir, heldur
líka á fræðilegan hátt,“ segir Bryn-
hildur, aðspurð um yfirskrift
tónleikanna sem er tilvitnun í eitt
þekktasta lag Páls Óskars, Allt fyrir
ástina,“ segir Brynhildur, en hún
hefur verið virk í Hinu íslenzka
ástarrannsóknafélagi frá stofnun
þess. „Í félaginu skoðum við ástina
á akademískum forsendum,
skoðum áhrif hennar í samfélaginu
og á einstaklinga. Meistararit-
gerðin mín heitir til að mynda Vald
ástarinnar og fjallar um hvernig
hugmyndin um rómantíska ást
hefur áhrif á samfélagið og menn-
inguna. Síðan ég skilaði ritgerðinni
í haust hefur mig langað að tengja
hana við ýmis dægurlög sem fjalla
um ástina frá öllum hliðum og
læt nú verða af því með tvennum
tónleikum í Bókabúð Máls og
menningar, nýjum tónleikastað
á Laugavegi 18. Þeir fyrri verða á
morgun, sunnudag, klukkan fimm,
en þeir seinni föstudaginn 9. júlí
klukkan sex,“ segir hún.
Með mér leikur Aðalheiður
Þorsteinsdóttir píanóleikari en
við köllum okkur Bibi Bioux og
A La Dioux. Við munum leika
nokkur alþekkt, íslensk ástarlög
með örfáum erlendum í bland og
á milli fer ég yfir ástarfræðin og
krydda þau með eigin reynslu. Bur-
lesklistakonan Vice Versa verður
okkur svo til halds og trausts og
fjallar um ástina á ögn líkamlegri
hátt,“ segir Brynhildur, en tekur
fram að tónleikarnir verði þó við
hæfi allra aldurshópa.
Hleypur á milli sýninga
Sjálf hefur Brynhildur verið
virkur þátttakandi í burlesk- og
kabarettsenunni frá 2017 og gerði
meðal annars útvarpsþáttaröð
árið 2019 fyrir Rás 1 sem nefnist
Daðrað af jaðrinum. Þar fór hún
yfir stöðu jaðarlista á Íslandi, en
til þeirra teljast uppistand, sirkus,
spuni og drag, auk burlesk og
kabaretts. „Það hefur lítið breyst
síðan ég gerði þessa þætti þar sem
jaðarlistirnar lögðust í dvala eins
og allt annað með Covid. En nú
er Fringe hátíðin að byrja og hún
keyrir senuna aftur í gang.“
Reykjavik Fringe hátíðin er
haldin í fjórða sinn í ár og Bryn-
hildur ætlar að reyna að sjá sem
Allt fyrir ástina
Brynhildur
mun flytja lög
eftir Gunnar
Þórðarson, Hauk
Ingibergsson,
Moses High
tower, Pál Óskar,
Suzanne Vega og
marga fleiri.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Kabarettlistir sækja í sig veðrið með afnámi samkomu
takmarkana. Hér má sjá hluta af kabaretthópnum
Dömur og herra. MYND/ELÍN BJÖRG
Brynhildur og Aðalheiður Þorsteinsdóttir kanna undar
leik ástarinnar á morgun. MYND/HALLA KRISTÍN
f lestar af þeim 150 sýningum sem
verða í boði. „Ég hlakka samt mest
til að koma fram með kabarett-og
kætihópnum mínum, Dömur og
herra, sem verður með sýningu á
öðrum nýjum sýningarstað, Bar
Ananas, næsta föstudag klukkan
hálfníu. Þar er mjög skemmti-
legt andrúmsloft og takmarkað
sætaframboð, svo ég ráðlegg
áhugasömum að festa sér miða
í tíma. Ég klára seinni ástartón-
leikana klukkan rúmlega sjö þann
sama dag svo ég þarf að vera f ljót
að skipta um föt og koma mér í
annan karakter. Sem betur fer er
Ananas bara hinum megin við
götuna. En þetta er eitt af því sem
er svo skemmtilegt við að vera
á Fringe hátíð, að hlaupa á milli
sýninga, ýmist til að sýna sig eða
sjá aðra.“
Í Þjóðleikhúskjallaranum
Dömur og herra er burlesk-
listahópur sem hóf göngu sína í
Kramhúsinu 2017 en hefur farið
víða síðan og sýndi meðal annars
á Brighton Fringe hátíðinni vorið
2019. Sýningin næsta föstudag
verður fyrsta sýning hópsins í
heilt ár, en svo fara hjólin heldur
betur að snúast. „Við finnum
að skemmtanalífið er að fara í
gang aftur og erum afar tilbúin
að leggja okkar af mörkum. Við
verðum með tvær sýningar í
Tjarnarbíói á næstunni, 22. júlí
og 13. ágúst, sem verða hluti af
metnaðarfullri sumardagskrá
þar. Og svo má segja frá því núna
að á næsta leikári verðum við
með sýningar á sjóðheitustu
klassabúllu landsins, Þjóðleikhús-
kjallaranum, þar sem jaðarlistir
munu eiga sér heimavöll í bland
við ýmislegt annað. Mjög spenn-
andi að taka þátt í því ævintýri.“
Ástin er heillandi
En næst á dagskránni eru tónleik-
arnir í Bókabúð Máls og menning-
ar á morgun. „Það er staðreynd að
flestöll dægurlög fjalla um ástina
svo það var úr mörgu að velja á
prógrammið en að lokum ákvað ég
að láta hjartað ráða för og velja lög
og eða texta sem snerta mig með
einum eða öðrum hætti. Þarna
verða lög eftir Gunnar Þórðarson,
Hauk Ingibergsson, Moses High-
tower, Pál Óskar, Suzanne Vega
og marga fleiri. Ástin er heillandi
viðfangsefni og getur bæði verið
upphafin alsæla og ormagryfja
þjáninga svo það verður eitthvað
fyrir alla, meira að segja þá sem eru
komnir með nóg af henni, “ segir
Brynhildur að lokum.
Tónleikarnir Allt fyrir ástina!
verða í Bókabúð Máls og menn-
ingar sunnudaginn 4. júlí kl. 17 og
föstudaginn 9. júlí kl. 18. Miðasala
er á tix.is. nFERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
SUMARVARNIR
(ÓÞOL OG OFNÆMISVAKAR)
Boðið verður upp á flott viðtöl og
fróðlega umfjöllun um hinar ýmsu sumarvarnir.
Tryggðu þér au lýsingapláss í mest lesna dagblaði landsins.
Föstudaginn 9. júlí gefur Fréttablaðið út sérblaðið
Nánari upplýsingar um blaðið veitir:
Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is
4 kynningarblað A L LT 3. júlí 2021 LAUGARDAGUR