Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2021, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 03.07.2021, Qupperneq 54
Aldrei hverfur það mér úr minni þegar ég fékk þyrrkingslegan svar-póstinn frá Trygginga-stofnun ríkisins. Ætli það hafi ekki verið undir alda- mótin. Altso, þegar allt vissi til betri vegar. Eða svo var sagt. Því nútíminn væri að bæta heiminn. Ég hafði sumsé sent skeyti, þeirra spurninga hvort fjölfatlaðri dóttur minni stæði til boða að fá hjólastól frá hinu opinbera, sakir síaukinnar fötlunar sinnar, en hún stæði vart lengur undir sér, hrörnunarsjúk- dómurinn væri farinn að leika hana heldur hart. Og mér föðurn- um stæði ekki á sama. Svarið var einfalt: Fötlunarstig viðkomandi gæfi ekki tilefni til þjónustu af umbeðnu tagi. Fleiri voru ekki orðin. Eitt A4-blað, póstsent á lögheim- ili, ein lína prentuð, svo örstutt var svarið. Og mér fannst hún heldur mis- kunnarlaus, þessi lína hins opin- bera.  Gott ef ég stóð ekki um stund í forstofunni, með svarblaðið fyrir framan mig – og spurði mig að því hvort það hefði verið manneskja frekar en tölva sem hefði sent mér þennan póst. Ojújú, líklega manneskja. Annað gat það ekki verið. En sumsé, dóttir mín væri ekki nægilega fötluð. Ríkið segði nei. Og tölvan líka.  Ég varð mér úti um hjólastólinn sjálfur. Leigði hann af þar til bæru fyrirtæki – og því góða starfsfólki sem þar sinnti vinnu sinni af virð- ingu og mannúð. Sé enn ekki eftir krónu í kaupið það arna. Enda hrakaði dótturinni hratt.  Ári seinni spurðum við, nokkrir foreldrar fatlaða barna, hvort eitt- hvað væri að frétta af boðuðum búsetuúrræðum stjórnvalda fyrir fjölfatlað og þroskahamlað fólk á stóra Reykjavíkursvæðinu. En lof- orðin höfðu einmitt verið þeirrar tegundar. Fyrir þingkosningar. Á stórum póstkortum. Með mynd- arlegu fólki. Yfirlýsingaglöðu. Öll höfðum við sömu áhyggjurnar, að börnin okkar yrðu sambýlingar okkar foreldrana fram á fullorð- insár – og kannski þar til þeir sjálfir kveddu þetta jarðlíf. Sagan og reynslan bentu eindregið í þá áttina. En við fengum fund með ráð- herra. Eftir japl, jaml og fuður. Einn hálftíma fyrir hádegi. En það mætti ekki standa mínútunni lengur. Og það var nú fundurinn. Ráð- herrann dormaði. Datt út um stund. Hafði ekki meiri áhuga á erindinu. Man að aðstoðarmaðurinn hans horfði heldur vandræðalega á okkur, vakandi fólkið, gott ef ekki skömmustulegur.  En við fengum annan fund. Eftir annað japl, jaml og fuður. Raunar nokkrum mánuðum seinna. En gott og vel. Þann fundinn var ráð- herrann réttu megin svefnsins, að okkur fannst, horfði á okkur allan tímann, uns hann kom með til- boðið, það væri ódýrt húsnæði úti í Hrísey, að hann taldi, hvort ekki væri ráð að koma þeim þangað, börnunum okkar. Og það var þá búsetuúrræðið. Og akkúrat svo: Það eru ekki nema tuttugu ár frá því æðstu menn litu á fjölfötluð börn sem heppilega þegna til hreppaf lutn- inga. Með fullri virðingu fyrir Hrísey, því íðilfagra mannlífi sem þar er að finna. En ég er líka viss um að for- eldrar fatlaðra barna þar um slóðir vildu ekki senda viðkvæmustu börnin sín suður í borgina.  Og svona lagað kallar á byltingu. Það má ekki annað vera. Við for- eldrarnir skrifuðum blaðagrein sem birt var á besta stað í víðlesnu dagblaði, þeirra orða að fólk ætti ekki að vera fyrir heldur í fyrir- rúmi. Og það var annar tveggja for- manna stjórnarf lokkanna á þeim árum sem hringdi í okkur í glanna- bítið daginn eftir og spurði okkur hvað væri til ráða. Það stóð ekki á svari. Og sambýlin voru byggð á nÆstu árum.  Besti mælikvarðinn á gæði sam- félaga er hvernig þau koma fram við sína veikustu samlanda. Líklega er ekki til betri mæli- kvarði á getu þjóða til að taka sig alvarlega – og vera almennileg. Kunna sig.  Mikilvægasta og merkilegasta framfaraskref á Íslandi á síðustu öldum er að gefa fólki tækifæri til að vera það sjálft og hafa óskoraða möguleika til að taka þátt í sam- félaginu – og njóta styrkleika sinna – og raunar veikleika líka. Þetta á við um fjölfatlað og þroskahamlað fólk sem lengi vel var geymt á bak við læstar dyr og rimla, af því það hafði ekkert erindi í samfélaginu, að því er ráðamenn töldu, jafnvel fræðimenn – og fæstir vildu heldur hafa það í hverfinu sínu, ef horft er til almennings. Og þetta átti líka við um homma og lesbíur, hinsegin fólkið allt, og geðveika, drykkjusjúka, jafnvel bara skrýtnu listaspírurnar, furðu- fuglana. Allt var steypt í sama mót. Og allt skyldi steypt í sama mót. Um aldur og væri. Annað var af brigðilegt. Og það var ekki til.  Kvenfrelsi og mannréttindi. Heljarinnar skammtur af hvoru- tveggja hefur skilað okkur betra og heilnæmara samfélagi. Í staðinn fyrir forpokað feðraveldi; gamla uppgubbaða afturhaldið og trúar- þröngsýnina. Okkur hefur miðað áfram. Eitthvað áleiðis.  Og mikið óskaplega sem sam- félagið er litríkara, fallegra, merki- legra og mannúðlegra fyrir vikið. Því þar er árangurinn kominn. Þroskahamlaður einstaklingur – og allir aðrir jaðarsettu hóp- arnir okkar frá því á síðustu öld, fornöldinni – er loksins metinn af styrkleikum sínum, ekki veik- leikum – og hann hefur fyrir vikið fengið tækifæri til allrar þátttöku í samfélaginu, á sviði atvinnu, tóm- stunda, lista, íþrótta, f jölmiðla, félagsstarfs og stjórnmála. En þátíðin er nýliðin. Við erum rétt að átta okkur á hver við erum. n Gerum ráð fyrir fólki Og það var nú fundur- inn. Ráðherrann dormaði. Datt út um stund. Hafði ekki meiri áhuga á erindinu. ÚT FYRIR KASSANN FRÉTTABLAÐIÐ 3. júlí 2021 LAUGARDAGUR Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@hringbraut.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.