Fréttablaðið - 03.07.2021, Qupperneq 58
Meira að segja yfir sum-
arið er ég með mjólk í
frysti, því þó ég sé ein í
dag veit ég ekki hversu
margir verða á morgun.
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir
síðan 1996
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararstjóri
Til stendur að leggja ljósleiðara
og þriggja fasa rafmagn út á
Ingjaldssand, milli Dýrafjarðar
og Önundarfjarðar, eins og bb
sagði frá. Elísabet Pétursdóttir er
eini íbúinn þar.
gun@frettabladid.is
„Það verður lúxus að fá rafmagnið í
jörð og auðvitað góða netttengingu líka.
Hvorutveggja eykur á öryggið," segir
Elísabet Pétursdóttir bóndi, um fyrir-
hugaða lagningu ljósleiðara og þriggja
fasa rafmagns í sveitina hennar Ingjalds-
sand. Hún er ein um að hafa fasta búsetu
þar. Spurð hvort hún sé í einhverri klíku
svarar hún: „Nei, þetta er ekki komið til
af neinu slíku. Það er Bjössi í Snerpu sem
hugsar svona vel til okkar.
Hann og Orkubú Vestfjarða eiga
heiðurinn af þessu. Svo er þetta ekki
nýtt, það átti að koma ljósleiðara og
þriggja fasa straum hingað fyrir þremur
árum þegar Holt var tengt, en náttúran
og f leira sá til þess að hægðist á fram-
kvæmdum. Það náðist að koma strengj-
um út í Valþjófsdal í fyrra og þaðan verð-
ur plægt upp Klúku, gömlu reiðleiðina
milli Önundarfjarðar og Ingjaldssands.
Vonandi hefst það fyrir veturinn."
Góugróðurinn svikull
Vegurinn á Ingjaldssand liggur út
með Dýrafirði norðanverðum, inn
Gerðhamradal upp á Sandsheiði og
niður Brekkudal. „Ég keyri tvisvar yfir
66°norður- línuna þegar ég fer á Flat-
eyri," segir Elísabet glaðlega. Hún býr á
Sæbóli II sem er, eins og nafnið bendir
til, úti við hafið og hún segir þar allt gal-
opið fyrir norðanáttinni og grassprettan
sé seint á ferð þetta sumarið.
„Gróðurinn fór af stað í hlýindum í
vetur, svo kom þurrakuldi í maí og allt
varð fjólublátt. Það er eins og gamla fólk-
ið sagði. „Aldrei er góður góugróðurinn."
Hún gerir vont úr veginum um Sands-
heiðina. „Hann er bara hryllilegur. Það
var reynt að hefla hann en ofaníburður-
inn er enginn. Vegagerðin fyrir sunnan
er ekki í liði með okkur en það vantar
ekki viljann hjá þeim sem eru hér, þeir
eru bara sviknir um peninginn sem þarf.
Í fyrsta skipti hefur þó verið sett upp
skilti á heiðinni sem á stendur Seinfarið."
Kisur hvor í sínum stól
Oft er líflegt í sveitinni yfir sumarið, að
sögn Elísabetar, enda Sæból III leigt út.
„17. júní helgin var löng og þá var hér
fullt af fólki. Það fjölgar líka kringum
mig nú um helgina." Ekki kveðst hún
leigja út herbergi, frekar vilja létta
undir með Kristínu á Sæbóli III og hafa
sjálf pláss fyrir vini og vandamenn sem
nenna að koma í heimsókn.
„Ég að leigja út? - Nei, takk. Þá
gæti ég ekki setið eins og ég geri
núna með kisurnar mínar hvora í
sínum stól við hliðina á mér. Það eru
sko kattahár hér og hundahár þar."
Hún kveðst alltaf hafa nóg að gera. „Ég er
náttúrlega með fé á húsi allan veturinn
og er í vinnu alla daga, eins og flestir. Svo
þarf maður að versla og komast á eitt og
eitt mannamót.
En ég skýst ekkert þegar mér dettur í
hug yfir veturinn og þarf að vera forsjál
þannig að ég eigi nauðsynjar og fóður
handa hundum, köttum og hænum.
Meira að segja yfir sumarið er ég með
mjólk í frysti, því þó ég sé ein í dag veit
ég ekki hversu margir verða á morgun,"
segir Elísabet, sem á tvö börn, tengdason
og tvö barnabörn á Flateyri. Á einmitt
von á átta ára dóttursyni í heimsókn og
hlakkar til. „Börnin eru f ljót að finna
hvað þarf að gera og þó þau séu bara að
fylgjast með ömmu sinni þá fá þau verk-
vitið," segir hún og á líka vísa aðstoð við
heyskapinn, meðal annars frá Þór, 23 ára
syni sínum. Hún kveðst hafa aðgang að
mörgum túnum í sveitinni og nú lítist
henni best á sprettuna í sandræktinni.
Notar WathsApp
Elísabet er með bráðabirgða-netteng-
ingu sem hefur dugað nokkuð vel í tvö
ár. „Það er Bjössa í Snerpu að þakka,"
segir hún. „Sú tenging olli breytingum á
lífi mínu því þá fór ég að vera í sambandi
við fleira fólk – og lengra í burtu gegnum
WathsApp.
En ég held það verði léttir hjá mönnum
í Orkubúinu þegar allt verður komið hér
í jörð, svo þeir þurfi ekki að að redda ein-
hverju á heiðinni í alls konar aðstæðum."
Sjálf lætur hún sér aldrei leiðast. „Þegar
rokið minnkar ætla ég út í garð og líka
að snyrta kringum kirkjuna. Svo er ég í
handverki, en ekki eins dugleg og ég
var. Samt er eitthvað til ef fólk vill kíkja
við."n
Kveðst ekki vera í neinni klíku
Elísabet og tíkin Rósa við kirkjuna á Sæbóli. Til hægri Hrafnaskálarnúpur og handan fjarðar Sauðanes. MYND/ÞÓR ENGHOLM
Merkisatburðir
1921 Kristján X. stofnar Hina íslensku fálkaorðu.
1928 Bifreið fer um Öxnadalsheiði í fyrsta sinn. Ferðin frá
Blönduósi til Akureyrar tekur 15 klukkustundir.
1948 Marshallaðstoðin berst Íslendingum frá Bandaríkja-
mönnum, um 39 milljónir dala.
1954 Happdrætti DAS hefur göngu sína og dregið er í
fyrsta sinn. Fyrsti vinningur er Chevrolet-bifreið.
1973 Vísindamenn tilkynna formlega um goslok í Vest-
mannaeyjum.
1985 Bandaríska kvikmyndin Aftur til framtíðar er frum-
sýnd.
1985 Francesco Cossiga er kjörinn forseti Ítalíu.
1986 Farsímakerfi er tekið í notkun á Íslandi með þjón-
ustustöðvar á svæðinu frá Vík í Mýrdal til Vest-
fjarða.
1992 Norski njósnarinn Arne Treholt er náðaður og
honum sleppt lausum.
1996 Boris Jeltsín sigrar aðra umferð forsetakosninga og
er endurkjörinn forseti Rússlands.
2016 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur úr
keppni í EM2016 eftir 5:2 ósigur gegn Frökkum.
Konur efndu til mikilla hátíðahalda
í miðborg Reykjavíkur við setningu
Alþingis þennan dag árið 1915 og
fögnuðu nýfengnum kosningarétti.
Dagskráin hófst á því að konur
gengu fylktu liði inn á Austurvöll.
Ungar konur voru þar fremstar í flokki
og veifuðu allar íslenska fánanum,
því þann 19. júní 1915, sama dag og
konungur skrifaði undir lög um kosn-
ingaþátttöku kvenna, tóku lög um
íslenska fánann einnig gildi.
Sendinefnd úr hópnum gekk inn í
þinghúsið þar sem lesið var þakkar-
ávarp og þingheimur hrópaði þrefalt
húrra fyrir konum. Síðan hófst úti-
fundur með söng og ræðum. Ingibjörg
H. Bjarnason og Bríet Bjarnhéðinsdótt-
ir töluðu. Mikil bjartsýni var ríkjandi
í hópnum og Bríet lauk ræðu sinni á
þessum orðum: „Við heilsum glaðar
framtíðinni.“ n
Þetta gerðist: 7. júlí 1915
Íslenskar konur fögnuðu kosningarétti
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
30 Tímamót 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐTÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 3. júlí 2021 LAUGARDAGUR