Fréttablaðið - 24.06.2021, Page 4

Fréttablaðið - 24.06.2021, Page 4
Pattstaða er komin upp í Skagafirði vegna bændaplasts sem ekki fæst fjármagn til þess að flytja til Hveragerðis í endurvinnslu. 150 tonn hafa safnast upp á Sauðárkróki, en ráðherra segir kerfið í endur- skoðun. benediktboas@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Alls bíða 150 tonn af bændaplasti eftir að vera endur- unnin í móttökustöð Flokku ehf. á Sauðárkróki. Fyrirtækið vill f lytja plastið til Hveragerðis í verksmiðju Pure North Recycling, þar sem íslenskt hugvit er nýtt við endur- vinnslu plastsins með umhverfis- vænum orkugjöfum. Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar hafnaði beiðni um að sveitarfélagið styrkti flutninginn til Hveragerðis. Vísaði nefndin beiðninni til afgreiðslu hjá umhverfis- og auð- lindaráðuneyti. Úrvinnslusjóður, sem á að skapa skilyrði fyrir endur- nýtingu úrgangs og endanlega förgun spilliefna, hefur áður neitað að koma til móts við kostnaðinn og hækka f lutningsjöfnuð sem sam- svarar flutningi frá Sauðárkróki til Hveragerðis. Flokka ehf., sem þjónustar Skaga- fjörð, situr því uppi með 150 tonn af bændaplasti frá svæðinu á sama tíma og Pure North Recycling vant- ar hráefni í verksmiðjuna. Það er því komin upp pattstaða þrátt fyrir nýsamþykkta löggjöf um hring- rásarkerfið, sem styður við aukna flokkun og endurvinnslu úrgangs. Málið snýst um krónur og aura því samvæmt bréfi sem Flokka ehf. sendi nefndinni, kemur fram að Pure North Recycling fái endur- vinnslugjaldið frá Úrvinnslusjóði og þeir séu tilbúnir að greiða 10 krónur fyrir kílóið fyrir að skila efninu inn til þeirra. Fyrirtækið spyr því hvort sveitarfélagið sjái sér fært að taka yfir og greiða 15 krónur fyrir kílóið til að standa undir flutningskostn- aði. Nefndin telur þetta vera óeðli- lega mismunun á f lutningskostn- aði sem réttast væri að Jöfnunar- og Úrvinnslusjóður kæmu að. Það sitja því 150 tonn af bænda- plasti hjá Flokku en samkvæmt bréfi Flokku ehf. eru flestir erlendu aðil- arnir ýmist hættir eða að hætta að taka við bændaplasti frá Íslandi og erfitt er að flytja plastið til útlanda. Þess má geta að Alþingi samþykkti skýrslubeiðni níu alþingismanna um úttekt ríkisendurskoðanda á starfsemi Úrvinnslusjóðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem einmitt mælti fyrir hring- rársarfrumvarpinu, bendir á að Úrvinnslusjóður sé með flutnings- jöfnunarkerfið til heildstæðrar endurskoðunar og vonast eftir því að sú vinna verði farsæl. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að endurvinna sem allra mest af þeim úrgangi sem til fellur og gera það sem næst upprunastað. Það er að segja, það er betra ef við getum gert það hérna heima heldur en að senda hráefnin úr landi,“ segir Guð- mundur. ■ Hundruð tonna af bændaplasti eru föst á Sauðárkróki vegna kostnaðar Í Hveragerði stendur ný og glæsileg verk- smiðja sem endurvinnur plast. Þar á meðal bænda- plast. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Endurvinnslugjald sem Pure North Recycl- ing fær fyrir plastið er 10 krónur á kílóið. Flokka ehf. vill fá 15 krónur til að koma plastinu frá Skagafirði til Hveragerðis. Því hefur verið hafnað. K Y N N U M N ÝJ A N J E E P® A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI 6.399.000 KR.* N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S • STÆRRI VÉL 240 HÖ • 360° MYNDAVÉL • LÁGT DRIF • LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ • SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA • FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR N Ý H Ö N N U N N Ý I N N R É T T I N G N Ý TÆ K N I N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 5 6 2 . 0 0 0 PLUG-IN HYBRIDÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU thorgrimur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Óreiða í fjármála- og verkefnastjórn Norrænu ráðherra- nefndarinnar olli því að ekki var unnt að skila ársreikningi til ríkis- endurskoðunar Danmerkur fyrr en í júní. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnaráðherra, sem sótti fund ráðherranefndar- innar í Finnlandi á þriðjudaginn, segir vandræðin stafa af nýju fjár- málakerfi sem tekið var upp fyrir einu og hálfu ári. „Hugbúnaðurinn í gamla kerf- inu var orðinn gamaldags,“ segir Sigurður Ingi. „Hugmyndin með breytingunni var að hægt yrði að sjá raunstöðu fjármálanna frá degi til dags. En það gekk erfiðlega að innleiða nýja kerfið og fyrir vikið hefur komið í ljós að fylgigögn með fjármunum til tiltekinna verkefna hafa ekki verið nægilega góð. Ekkert bendir þó til neins misferlis.“ Að sögn Sigurðar hefur danska ríkisendurskoðunin farið gaum- gæfilega yfir skjöl ráðherranefndar- innar og utanaðkomandi aðilar hafa jafnframt verið fengnir til að líta á þau. Sigurður bætir við að ráðist hafi verið í úrbætur með ráðningu nýs fjármálastjóra og annarra nýrra starfsmanna. „Á síðustu mánuðum höfum við verið að styrkja innra starfið, meðal annars með nýju og öflugu fólki og með því að tryggja að allir séu upplýstir um nýja verk- ferla. Þetta er mikilvægt þar sem norræn ríki eru nú þekkt fyrir eitt- hvað annað en óreiðu.“ Sigurður segir að nefndin hafi tekið ákveðin skref til að koma í veg fyrir að þessi mistök endur- taki sig. „Við höfum gert viðbótar- kröfur á skrifstofunum sem lúta að meira gegnsæi og skýrari ferlum í hverju skrefi. Að auki höfum við gert kröfur um að sérfræðingar séu ráðnir á fjárhagseftirlitssviði og fjár- stýringarsviði.“ ■ Stefna að endurbótum til að leiðrétta fjármálaóreiðu Sigurður Ingi Jóhannsson. kristinnhaukur@frettabladid.is NEYTENDUR Kostnaður við húsnæði er rúmlega 30 prósentum hærri hér á landi en í ESB- og EFTA-ríkjunum að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri verðlagsgreiningu Eurostat, tölfræðistofnunar ESB. Munurinn á húsnæðiskostnaði hér á landi og í Evrópu er þó mun minni en í ýmsum öðrum flokkum. Mestur er munurinn þegar kemur að áfengi og tóbaki. Verðið hér er það næsthæsta í álfunni og nærri 90 prósentum hærra en meðaltalið. Þar eru reyndar Norðmenn langhæstir með 120 prósentum hærra verð. Verð á fjarskiptaþjónustu, pósti, síma og netþjónustu er 70 prósent- um yfir meðaltali og almennings- samgöngur eru 66 prósentum yfir meðaltali. Í þeim flokki eru Íslend- ingar og Norðmenn efstir og jafnir. Verð á veitingastöðum og hót- elum er hér 47 prósentum yfir meðaltali, skemmtanir og menn- ing 37 prósentum og matvælaverð 30 prósentum. Þegar kemur að ein- stökum matvælategundum er kjöt og mjólk lengst frá meðaltalsverði Evrópu, en fiskur næst því. Þeir tveir f lokkar þar sem Ísland kemst næst Evrópumeðaltalinu eru húsgögn og teppi annars vegar og bifreiða- og hjólreiðakostnaður hins vegar. Báðir flokkar eru þó um 10 prósentum yfir meðaltali. ■ Mesti munurinn á áfengi og tóbaki Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarna mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 4 Fréttir 24. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.