Fréttablaðið - 24.06.2021, Page 12

Fréttablaðið - 24.06.2021, Page 12
Eiríksjökull er ekki aðeins eitt af fallegustu fjöllum landsins, heldur jafnframt stærsti móbergsstapinn og hæsta fjall á vestanverðu Íslandi, 1.675 metra hátt. Helsta sérkenni hans er hvít jökulbungan sem blasir við úr innsveitum Borgarfjarðar og af Arnarvatnsheiði. Hún er 22 ferkílómetrar að stærð og renna frá henni nokkrir nettir skriðjöklar, f lestir í norður. Sá stærsti er Klofajökull, en skemmtilegasta nafnið ber bróðir hans Brækur. Nafn Eiríksjökuls má rekja til útilegumanns sem hét Eiríkur. Segir í þjóðsögum að hann hafi ásamt félög- um sínum hafst við í Surtshelli skammt frá jöklinum og farið ránshendi um sveitir. Eltu bændur hann uppi og náðu að höggva af honum annan fótinn við ökkla. Komst hann eigi að síður undan á f lótta og faldi sig í móbergsdranga í fjallinu vestanverðu, sem heitir Eiríks- gnýpa. Færðist Eiríksnafnið yfir á jökulinn sjálfan í byrjun 18. aldar, en áður hafði hann heitið Baldjökull og þar áður Ballarjökull. Böllur var á fornmáli notað yfir eitthvað sem er ávalt eða kúlulaga, og á vel við um jökul- hettuna, en baldinn þýðir óþægur eða þver. Það nafn á einnig vel við um Eiríksjökul sem getur verið snúinn viðureignar vegna erfiðra veðra og hversu torsótt leiðin að rótum hans er. Oftast er fylgt vegarslóða norðan fjallsins Strúts, sem liggur að Torfabæli með fallegu tjaldstæði við snotran læk. Fyrstu brekkurnar upp á stall Eiríksjökuls eru brattar og lausar í sér, en síðan minnkar brattinn og jökulurð tekur við og eftir það jökullinn sjálfur. Sumum finnst hann endalaus en samt eru aðeins 3 kílómetrar að tindinum. Reyndar getur verið erfitt að sjá hvenær hæsta punktinum er náð á ávalri jökulbungunni, en með því að ganga í lítinn hring efst sést vel í allar áttir, yfir Langjökul, Þórisjökul, Ok og Húsafell. Á jöklinum geta ferða- eða fjallaskíði komið sér vel, sérstaklega í vorferðum, en flestir kjósa þó tvo jafn fljóta. Skynsam- legt er að halda sömu leið til baka að Torfabæli og fylgja síðan vegarslóðanum norður fyrir Strút. Þessi torfæri vegarslóði í Hallmundarhrauni er afar seinfarinn og eiginlegra f ljótlegra að ganga hann en aka. Fjallahjól eru einnig hentug eða að gera eins og útilegumaðurinn Eiríkur, sem slapp lifandi og fæti styttri úr Surtshelli með því að beita fyrir sig handahlaupum. n Baldin jökulbunga Eiríksjökull séður af Geitlandsjökli, sem er hluti Langjökuls. Myndin er tekin snemma vors þegar stallur fjallsins var hulinn snjó og þvi samlitur jökulhettunni. MYNDIR/ÓMB Stallur Eiríks- jökuls er móbergsstapi sem myndaðist undir ísaldar- jöklinum. Skrið- urnar upp stallinn eru býsna brattar og lausar í sér. Horft úr brekkum Eiríksjökuls yfir Borgarfjörð. FÓKUS Á HJARTA LANDSINS 24. júní 2021 FIMMTUDAGUR Ólafur Már Björnsson, augnlæknir og ljósmyndari Tómas Guðbjartsson, hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.