Fréttablaðið - 24.06.2021, Síða 19

Fréttablaðið - 24.06.2021, Síða 19
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 24. júní 2021 Heilbrigð melting er grunnur að góðri heilsu Heilsan er dýrmætust www.eylif.is Auður Marín Adolphsdóttir er með mörg járn í eldinum. Hún leggur stund á nám í hagfræði og stjórnun, vinnur hjá Fjársýslu ríkisins og býður gesti velkoma á IceDocs á Akranesi. Auður Marín fylgist með tískunni en lætur tískubylgjur ekki stjórna sér, heldur klæðist því sem henni sjálfri finnst flott. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég klæðist því sem gleður mig Auður Marín Adolphsdóttir er 21 árs háskólanemi, sem starfar hjá Fjársýslu ríkisins í sumar auk þess sem hún sér um gestastofuna fyrir heimildamyndahátíðina IceDocs sem var sett í gær. Auður Marín hefur gaman af tísku og klæðist því sem henni líður vel í. 2 Minnismerki um Nínu Tryggvadótt- ur stendur á planinu við aðalinngang Kjarvalsstaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA johannamaria@torg.is Kjarvalsstaðir bjóða í kvöld upp á skemmtilega kvöldgöngu á löngum fimmtudegi. Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Gangan hefst klukkan 20.00 við verk Sigurjóns Ólafssonar, Minnis- merki um Nínu Tryggvadóttur, fyrir framan Kjarvalsstaði. Þaðan verður gengið um Klambratún. Meðal listaverka á Klambratúni eru Rek (1990) eftir Kristin E. Hrafnsson og Reykjavíkurvarðan (1970) eftir Jóhann Eyfells, sem verða skoðuð sérstaklega. Í leiðsögninni verður rætt um samspil listaverka og umhverfis í ljósi sögunnar og þeirrar þróunar og breytinga sem fram undan eru á svæðinu. Meðal framkvæmda sem eru í vinnslu er nýtt torg sem tengir betur Kjarvalsstaði og Klambratún. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir sem snúa að auknu aðgengi að nýju útisvæði sunnan við Kjarvalsstaði og að færa til stíga, með það að markmiði að auka aðgengi fyrir alla. Ókeypis í göngurnar Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykja- víkur standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarið. Þátttaka er ókeypis en fólk er vinsamlegast beðið um að skrá sig í göngurnar á heimasíðum viðkomandi safna, að þessu sinni, listasafnreykjavíkur.is. ■ Kvöldganga um Klambratún KOMIN AFTUR!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.