Fréttablaðið - 24.06.2021, Page 26

Fréttablaðið - 24.06.2021, Page 26
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@ frettabladid.is „Töfrarnir við starfið eru við- skiptavinirnir. Að geta hjálpað fólki að líða vel í eigin skinni og svo tengslin sem myndast á milli hársnyrtisins og kúnnans. Stofan okkar er beint á móti Grensás- deildinni og við fáum oft og iðulega fólk þaðan inn á stofuna okkar, og það er dásamlegt að geta hjálpað fólki sem hefur kannski ekki farið í klippingu lengi, að líða eins og því sjálfu á ný,“ segir Krist- jana Ólöf Árnadóttir, hársnyrtir á hársnyrti- og förðunarstofunni LaBella í Furugerði 3. Kristjana, sem er fædd og uppalin í Kópavogi, hóf störf á LaBella þegar hún fór á samning í hársnyrtinám- inu og hefur unnið þar frá útskrift, eða í tæp tvö og hálft ár. „Ég ákvað ekki fyrr en í 10. bekk að fara í hársnyrtinám og hafði í raun ekkert pælt í því fyrr en ég fór á kynningu um námið og hélt að það myndi henta mér vel. Þegar ég byrjaði í náminu uppgötvaði ég almennilega að háriðnin væri í fjölskyldunni, því afi minn var rakari og kenndi hárskurð í Iðn- skólanum í Reykjavík á sínum tíma, en hann dó löngu áður en ég fæddist,“ upplýsir Kristjana. Þurfti tvo hárlakksbrúsa í fermingarkrullurnar Kristjana Ólöf segir kúnnana mest heillandi við starfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Verkfræðineminn Hildur Björg Jónsdóttir með splunkunýtt permanent sem Kristjana setti í hár hennar í vikunni. Hársnyrtirinn Kristjana Ósk Árnadóttir uppgötvaði að afi hennar hafði kennt hárskurð fyrir hennar tíð, þegar hún fann sína fjöl í hárinu. Hún segir hártískuna í sumar einfalda og að permanent- krullur séu aftur í móð. Hennar fyrsta minning um að vera fín um hárið var á fermingar- daginn. „Það var í fyrsta skipti sem ég fór í alvöru greiðslu. Ég var með svo sítt og þykkt hár að það þurfti tvo hárlakksbrúsa svo krullurnar héldust í hárinu, en þær voru þó allar farnar úr mér um kvöldið.“ Krullur, fléttur og snúðar Kristjana segir allan gang á því hvort fólk hafi gert upp við sig hvernig klippingu eða hárgreiðslu það vill þegar það sest í stólinn hjá henni. „Sumir vita upp á hár hvað þeir vilja og hvað þeim fer best, á meðan aðrir vilja endilega breyta til og leyfa mér að gera það sem mér þykir klæða þá best.“ Hún segir hártískuna í sumar vera með einfaldara móti. „Við erum flest að fara að hitta fólkið okkar í sumar, sumt eftir langan tíma og ég held að fólk vilji frekar verja tímanum með sínum nánustu en að gera flóknar upp- greiðslur. Léttar krullur eða fléttur og snúðar til að losna við hárið úr andlitinu er málið, og ljósar strípur eru alltaf vinsælar yfir sumar- tímann.“ Permanent færir líf í hárið Permanent-krullur sækja líka í sig veðrið í sumar. „Grófar og óreglulegar krullur í sítt hár gefa skemmtilega hreyfingu í hárið. Permanent er mikil og skemmtileg breyting og hefur þann kost að það færist mikið líf í hárið, hvort sem krullurnar eru stórar og grófar, eða þéttar og smáar. Permanent er varanleg breyting á hárinu og helst þar til það er klippt úr, en það dofnar með tímanum. Fólki með sítt hár dugar kannski að fara tvisvar á ári, á meðan mann- eskja með stutt hár þarf að fara oftar, gjarnan á þriggja mánaða fresti, því ella væri búið að klippa allt permanentið úr,“ útskýrir Krist- jana og heldur áfram: „Tími þeirra náttúrulega krull- hærðu er svo sannarlega runninn upp og óreglulegar, stórar krullur sem gefa góða lyftingu í hárið en eru ekki of þéttar, eru hæst- móðins.“ Herrar sýna krullurnar líka Herrarnir vilja líka tolla í tískunni yfir sumarmánuðina. „Síðustu árin hafa mjög stuttar herraklippingar verið í tísku en undanfarna mánuði hafa klipp- ingarnar lengst og krullur fengið að líta dagsins ljós. Þá fær íslenski, skollitaði liturinn oftar að njóta sín, en er gjarnan frískaður upp með ljósum strípum hjá báðum kynjum, sérstaklega yfir sumarið,“ segir Kristjana. n Samband hár- snyrtisins og kúnnans er heillandi. Sumir vita upp á hár hvað þeir vilja og fer þeim best. Aðrir vilja breyta til og leyfa mér að gera það sem mér þykir klæða þá best. 4 kynningarblað 24. júní 2021 FIMMTUDAGURHÚÐ OG HÁR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.