Fréttablaðið - 24.06.2021, Síða 30

Fréttablaðið - 24.06.2021, Síða 30
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@ frettabladid.is Blágrænir þörungar eru undra­ efni fyrir húðina, samkvæmt niðurstöðum fjölda rannsókna. Þá er bæði hægt að taka inn í töflu eða duftformi eða bera þá beint á húðina. Blágrænir þörungar eru einfruma blágerlar sem finnast bæði í vatni og saltvatni. Þekktustu tegundirn- ar eru spirulina og chlorella. Þeirra hefur verið neytt í aldaraðir vegna hás vítamín- og steinefnainni- halds. Spirulina inniheldur einnig mjög hátt hlutfall próteins, sem er sjaldgæft þegar um plöntu er að ræða. Mörg hundruð rannsóknir hafa verð gerðar á spirulinu sem sýna fram á jákvæð áhrif hennar fyrir heilsuna. Nýlegar rannsóknir á blágræn- um þörungum hafa leitt í ljós enn meiri ávinning af notkun þeirra fyrir húðina en áður var talið. Andoxunarefnin í þörungunum og efnasamsetning þeirra virðast vera töfraformúla fyrir húðina enda eru þeir mikið notaðir í ýmiss konar snyrtivörur sem eiga að vernda húðina og seinka öldrun hennar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að andoxunarefnin í blá- grænum þörungum, sem gefa þeim þennan djúpa, grænbláa lit, hjálpa til við að berjast gegn sindurefnun. Sindurefnin geta skaðað erfða- efni frumanna og valdið öldrun húðarinnar. Andoxunarefnin í blágrænum þörungum geta líka dregið úr bólgum sem ýta undir unglinga- Blágræna undraefnið Blágræna þörunga eða efni úr þeim má finna í fjölda húðvara. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Það er gott að blanda dufti úr blágrænum þörungum út í hollan þeyting. Blágræna þörunga má finna bæði í saltvatni og ferskvatni. bólur og húðsjúkdóma. Ein rann- sókn leiddi í ljós að astaxanthinið í þörungunum getur dregið úr bólguefnasamböndum og hægt á húðhrörnun. Getur jafnað húðlit Sólarskemmdir, unglingabólur og öldrun geta leitt til litabreytinga í húðinni svo húðliturinn verður ójafn. Vísindamenn hafa komist að því að ensímið týrósínasi getur hjálpað til við að draga úr ójöfnum húðlit. Þetta er vegna þess að týrósínasi sem er til staðar í vefjum plantna og dýra hefur áhrif á framleiðslu melaníns, litarefnis húðarinnar. Nýlegar rannsóknir benda til þess að blágrænir þör- ungar geti virkað eins og náttúrlegir hemlar fyrir týrósínasa og geta þeir því hugsanlega dregið úr dökkum blettum á húðinni. Húð fólks verður yfirleitt fyrir miklu áreiti í daglegu lífi. Meðal annars vegna mengunar, streitu og vegna eiturefna í umhverfinu. Þetta getur valdið húðinni skaða, þurrkað hana og valdið hrukku- myndun. Þegar húðin er sterk og vel varin af náttúrulegum olíum verður hún síður fyrir skaða frá umhverfinu. Hún getur betur hrint frá sér eitur- efnum og bakteríum og þornar síður og er teygjanlegri. Rannsóknir hafa sýnt að með- ferð með blágrænum þörungum á stofnfrumum manna jók merki í frumunum sem gefa til kynna vel varða húð. Það er að segja, með- ferðin styrkti húðfrumur. Með- ferðin dró einnig úr vökvatapi sem dregur úr öldrun húðarinnar. Þessar rannsóknir styðja það sem fólk hefur haft trú á frá örófi alda, að blágrænir þörungar séu sann- kallað undraefni. Það er tiltölulega auðvelt að finna vörur sem innihalda blágræna þörunga. Þær fást til dæmis í apó- tekum, heilsubúðum eða á netinu. Blágræna þörunga er hægt að taka inn sem duft, sem hægt er að blanda út í þeyting eða grænan safa. Margar húðvörur eins og krem og skrúbbar innihalda einnig efni úr blágrænum þörungum. Það er því úr nógu að velja og um að gera að prófa og sjá hvort árangur náist.■ Andoxunarefnin í blágrænum þör­ ungum geta líka dregið úr bólgum sem ýta undir unglingabólur og húð­ sjúkdóma. Ein rannsókn leiddi í ljós að astaxan­ thinið í þörungunum getur dregið úr bólgu­ efnasamböndum og hægt á húðhrörnun. 8 kynningarblað 24. júní 2021 FIMMTUDAGURHÚÐ OG HÁR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.