Fréttablaðið - 24.06.2021, Side 36

Fréttablaðið - 24.06.2021, Side 36
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa @frettabladid.is Nú er loksins runninn upp sá tími ársins að hægt er að skella sér í útilegu. Það er engin ástæða til að gefa tískuna upp á bátinn þótt gist sé í tjaldi og hægt er að lúkka vel þótt skynsemin ráði för. Mikilvægt er að vera við öllu búinn á Íslandi, allan ársins hring, líka yfir hásumarið. Þótt veðurspáin sé fín getur hún breyst á svipstundu og þess vegna er eins gott að vera vel búinn í útilegunni. Það er samt engin ástæða til að skilja smart- heitin eftir heima, því það er hægt að vera töff í útilegu án þess að frjósa úr kulda. Ull og flís getur verið smart Það sem er bráðnauðsynlegt með í útileguna er vatnsheldur fatnaður og hlý föt frá toppi til táar, helst úr ull eða flís. Það hentar til dæmis alls ekki að vera í bómullarfatnaði í útilegu, því ef bómullin blotnar er hún lengi að þorna og kælir líkamann. Ullin er hins vegar fljót að verða þurr og heldur alltaf hita, hvort sem hún er þurr eða blaut. Svipað má segja um flísið. Það er hægt að fá alls konar fallegar ullar- peysur og flíspeysur líka. Best er að vera alltaf í þunnum ullarbol innst og klæða sig í nokkrum lögum til að verða aldrei kalt. Sítt föðurland úr mjúkri ull er líka eitthvað sem ekki má gleyma heima en það heldur vel á manni hita. Það sést heldur ekki í gegnum önnur föt en það má fá flott föður- land með mynstri ef ætlunin er að láta það sjást. Regnkápan má ekki gleymast Regnkápan verður að vera með í för. Rauðar regnkápur, eða regn- kápur í skærum litum, eru málið í ár, en þær eru til í mörgum síddum. Óneitanlega er fallegt að vera í síðri regnkápu, og hana má nota hvort sem það er rigning eða þurrt í veðri. Gott er að vera í léttri regn- kápu með góðri öndun. Það er líka hægt að vera með létta regnslá í Tískan í útilegunni Íslenska sum- arið getur verið vætusamt og þá er eins gott að vera í rétta fatnaðinum. Góð regnkápa er nánast skyldueign fyrir útilegurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Góð stígvél gera verið mjög smart. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Íslenska lopapeysan fer aldrei úr tísku. Hún er ekki aðeins falleg heldur mjög nytsamleg flík. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Loksins er hægt að fara í útlegu, en margir hafa beðið þess með óþreyju frá því í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY töskunni og henda henni yfir sig ef það fer að rigna. Allar útivistarbúðir landsins eru með góða og smekklega úti- vistarjakka sem halda vel vatni og vindum. Það er gott að hafa í huga að þeir hafi góða öndun. Skófatnaðurinn á að halda vatni Nauðsynlegt er að taka með stígvél eða gúmmískó í útileguna. Hægt er að fá há og smart stígvél í fal- legum litum og gúmmískórnir standa alltaf fyrir sínu. Einnig eru vatnsheld, lág stígvél alltaf flott en þau fást frá mörgum góðum tísku- merkjum.■ Óneitanlega er fallegt að vera í síðri regnkápu og hana má nota hvort sem er í regni eða þurru veðri. 6 kynningarblað A L LT 24. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.