Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 2
Ætli það sé sól að finna á Akureyri? Það er sífellt algengari sjón að sjá ferðamenn spóka sig um í Reykjavík þessa dagana, þegar flugfélögin eru búin að taka upp áætlunarflug til Íslands. Þessir ferðamenn virtust vel undir íslenska veðráttu búnir vopnaðir regnhlífum á Skólavörðustíg og létu rigninguna ekki trufla sig. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Joniada Dega segist viss um að hún hefði ekki fengið sömu tækifæri til náms í heima- landi sínu, Albaníu, og henni hafa hlotnast hér á Íslandi. Hún útskrifast í dag, 23 ára. með meistaragráðu í heil- brigðisverkfræði. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG „Ég sé framtíð mína fyrir mér á Íslandi,“ segir Joniada Dega heilbrigðisverkfræðingur. Joniada fæddist í Albaníu en flutti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni, sem f lúði pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu árið 2015. Í febrúar ári síðar var fjölskyldunni neitað um hæli hér á landi og send aftur til Albaníu í maí sama ár, Joniada hafði þá stundað nám við Flensborgarskólann. Í júlí 2016 fékk fjölskylda Joniödu dvalarleyfi til árs í senn, en börnin hafa þó þurft að sækja um fram- lengingu á dvalarleyfi á hálfs árs fresti. Í dag útskrifast Joniada Dega með meistaragráðu í heilbrigðis- verkfræði frá Háskólanum í Reykja- vík, aðeins 23 ára gömul. „Að mínu mati er heilbrigðisverk- fræði hlekkur á milli verkfræði og læknisfræði og höfðaði til mín þar sem þetta er starf sem stuðlar að því að gera heiminn að betri stað,“ segir Joniada. Þá segir hún menntunina fela í sér fjölbreytta starfsmögu- leika, svo sem við kennslu eða rann- sóknir á sjúkrahúsum, hjá eftirlits- stofnunum eða lyfjafyrirtækjum. Joniada hefur nú þegar fengið starf við rannsóknir hjá Svefnbylt- ingunni, þverfaglegu rannsóknar- verkefni við Háskólann í Reykjavík. Hún segist spennt fyrir starfinu, sem sé þó háð því að hún fái hér atvinnuleyfi. „Ég er í þjálfun núna á meðan ég bíð eftir leyfi Útlendinga- stofnunar til að hefja störf þar í sam- ræmi við lög.“ Joniada segist líta á Ísland sem heimili sitt og vonast til að mennt- un hennar geti nýst íslensku heil- brigðiskerfi. Meistaraverkefni sitt vann Joniada í samstarfi við Blóð- bankann þar sem hún spáði fyrir um þörf og framboð á blóði fyrir bankann. Niðurstöður verkefnisins sýna fram á að árið 2028 verði eftirspurn eftir rauðum blóðkornum orðin meiri en framboð. Þó muni aukning kvenblóðgjafa smám saman valda framboðsskorti síðar en spáð var. „Ég vil nota tækifærið og hvetja konur til að gefa blóð,“ segir Joniada og bætir við að konur séu einungis 30 prósent þeirra sem gefi blóð á móti 70 prósentum karla. Spurð að því hvort hún telji að hún hefði getað menntað sig á sama hátt í Albaníu og hér á Íslandi segir Joniada svo ekki vera. „Ég hef fengið tækifæri til þess að læra í einum virtasta háskóla landsins hjá af burðakennaraliði sem veitir gagnvirka kennslu með því að nota nútímalegar aðferðir og verkfæri,“ segir hún. „Reynsla mín á Íslandi er orðin að minningu sem mun endast alla ævi og ég er þakklát fyrir að vera hér,“ segir Joniada. n Útskrifast úr HR eftir að hafa flúið ofsóknir í heimalandi Joniada vann verkefni sitt í samstarfi við Blóðbankann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Reynsla mín á Íslandi er orðin að minningu sem mun endast alla ævi og ég er þakklát fyrir að vera hér. Joniada Dega heilbrigðisverk- fræðingur. GF ISABEL 4* GISTING MEÐ HÁLFU FÆÐI WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS COSTA ADEJE, TENERIFE 23. - 30. JÚNÍ VERÐ FRÁ:99.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN BEINT FLUG TIL TENERIFE INNIFALIÐ FLUG, GISTING & HÁLFT FÆÐI benediktboas@frettabladid.is VIÐSKIPTI „Þau eru búin að vera að leigja hjá okkur við góðan orðstír og við erum ekki búin að ákveða næstu skref. Hvort það verði auglýst eftir nýjum leigutaka eða lokað alfarið,“ segir Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri hjá Olís. Í vikunni var tilkynnt að Litlu kaffistofunni yrði lokað í lok júní. Katrín Hjálmarsdóttir hefur séð um reksturinn í fimm ár. „Við erum orðin sátt við þessa niðurstöðu. Við eigum stóran kúnnahóp sem verður söknuður af. En við sjáum ekki grundvöll til að halda áfram,“ segir Katrín, sem hugsar með hlýhug til síðustu fimm ára. „Ég hef hitt og kynnst fullt af fólki og kunnings- skapurinn náð lengra en fyrirtækið.“ Katrín ásamt fjölskyldu sinni var, áður en þau tóku við rekstrinum, fastagestur á Litlu kaffistofunni. Hún þekkir því vel til. „Okkur fannst gott að stoppa hjá Stebba. Við komum oft og fengum okkur brauð og þetta var svolítið eins og að koma í heimsókn í sveitina. Við reyndum að halda í það eins og við gátum og bæta við,“ segir hún. Jón Árni bætir við að fyrir liggi að kaffistofan verði eitthvað lokuð þegar Katrín og fjölskylda skella í lás í lok mánaðar. n Óvíst með framtíð Litlu kaffistofunnar Litlu kaffistofunni verður lokað í lok mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Myndin af dreifimiðanum kemur frá Kvennasögusafninu á Landsbóka- safni. Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan á þingi er höfundur miðans. ingunnlara@frettabladid.is SAMFÉLAG Kjölur Fréttablaðsins er með sérstöku sniði í tilefni af kven- réttindadeginum. Vitnað er í dreifimiða úr kosn- ingabaráttu kvennaframboðsins 1922, en eins og margir vita skiluðu kosningarnar 1916 engu fyrir konur. Fjölmiðlar sögðu á sínum tíma að kvennaframboð væri út í hött, þar sem konur væru óreyndar í stjórn- málum, en í dag birtast skilaboð baráttukvennanna á kili mest lesna dagblaðs landsins. „Hvaðanæva berast fregnir af fylgi C-listans. Trúið eigi þeim, sem annað segja. Konur! Stöndum saman.“ Hægt er að lesa náið um baráttu kvenna í stórvirkinu Konur sem kjósa eftir Kristínu Svövu Tómas- dóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur, Erlu Huldu Halldórsdóttur og Þor- gerði H. Þorvaldsdóttur. n Kjölurinn heiðrar konur sem kjósa 2 Fréttir 19. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.