Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 6

Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 6
Okkur er mjög umhug- að um að halda því á lofti að Hafnarfjörður sé góður staður til að búa á. Valdimar Víðis­ son, formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar. Í haust eða um áramót mun Hafnarfjarðarbær byrja að gefa nýfæddum bæjarbúum og fjölskyldum þeirra gjafa­ pakka með ýmsum hlutum sem nýtast fyrstu mánuðina. Slíkar gjafir hafa tíðkast í Finnlandi lengi og f leiri staðir hafa tekið siðinn upp. kristinnhaukur@frettabladid.is HAFNARFJÖRÐUR Hafnarfjarðarbær mun færa nýfæddum bæjarbúum og foreldrum þeirra gjafir um það leyti sem barnið á að fæðast. Munu þær innihalda ýmsa hluti sem nýbakaðir foreldrar þurfa fyrstu mánuðina. „Þessi hugmynd kom fyrst upp hjá okkur þegar við sáum hvernig nokkur sveitarfélög í Finnlandi gera þetta,“ segir Valdimar Víðis­ son, for maður f jölsk ylduráðs Hafnarfjarðar. „Þar fá fjölskyldur kassa að gjöf.“ Finnar hafa gefið slíka kassa síðan á fjórða áratug síðustu aldar og er það orðið að sterkri hefð þar í landi. Þar berst kassinn á fjórða mánuði meðgöngunnar en mæður hafa val um að fá frekar 170 evrur, um 25 þúsund krónur. Langflestar velja kassann, enda er verðmæti hans meira en 170 evrur. Í finnska kassanum hafa meðal annars verið samfellur, húfur, vett­ lingar, buxur, náttföt, svefnpokar, útigalli, smekkir, pelar, hitamælar, brjóstapúðar, barnapúður, hár­ burstar, handklæði, bleiur, blaut­ klútar, bækur og leikföng. Þá hefur honum fylgt sæng og dýna og því hægt að nota hann sem rúm. Kassinn hefur breyst frá ári til árs en yfirleitt er fatnaðurinn í litum sem taldir hafa verið kynhlutlausir, oftast hvítum. Á undanförnum árum hefur verið hugað að því að hafa vör­ urnar í honum umhverfisvænar. Síðastliðin fimm ár hafa f leiri lönd eða svæði fylgt frumkvæði Finna. Meðal annars Argentína, Skotland og New Jersey­ríki í Bandaríkjunum. Í Nunavut­fylki í norðurhluta Kanada var ákveðið að gefa kassa til þess að takast á við háan ungbarnadauða meðal inn­ fæddra. Aðspurður um hvernig hinn hafnfirski kassi verður útfærður, segir Valdimar að það verði gert í samstarfi við heilsugæsluna og ljósmæður. „Fyrstu skrefin eru að forvinna og hanna gjöfina. Vonandi verður hægt að koma þessu í fram­ kvæmd í haust en þá í síðasta lagi um áramót,“ segir hann. Nokkur umræða hefur verið um íbúafækkun í Hafnarfirði undan­ farna mánuði eftir að íbúafjöldinn fór undir 30 þúsunda markið. Valdi­ mar segir Hafnarfjörð hins vegar mjög fjölskylduvænt sveitarfélag og að þessi gjöf sé liður í þeirri stefnu að tryggja að svo verði áfram. „Við höfum verið að setja upp ærslabelgi hér og þar í bænum, verið með systkinaafslætti, um jólin er alltaf mikið um að vera og svo eru hér góðir grunnskólar og leikskólar. Okkur er mjög umhugað um að halda því á lofti að Hafnarfjörður sé góður staður til að búa á,“ segir Valdimar. n Nýfæddir Hafnfirðingar fá gjafakassa frá bænum eins og tíðkast í Finnlandi Í finnsku gjafakössunum eru meðal annars samfellur, bleiur, smekkir og leikföng. MYND/YOUTUBE benediktboas@frettablaid.is SAMFÉLAG „Þetta er hugrakkt skref hjá Ægi og við tökum heilshugar undir með honum, enda eitthvað sem þarf að bæta úr,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verk­ efnastjóri upplýsinga­ og kynning­ armála hjá Þroskahjálp, um þá stað­ reynd að engar vatnsrennibrautir landsins hafi aðgengi fyrir fatlaða. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um sendi hinn níu ára Ægir Þór Sævarsson, sem glímir við vöðva­ rýrnunarsjúkdóminn Duchenne, bréf til bæjarráðs Hornafjarðar vegna sundlaugarinnar þar í bæ. Ægi finnst fátt skemmtilegra en að renna sér niður rennibrautirnar í sundlauginni á Höfn en aðgengi fyrir fötluð börn er þar, líkt og ann­ ars staðar, ekki upp á marga fiska. Inga Björk er sjálf í hjólastól og þekkir þá raun að vilja renna sér. Hún ólst upp í Borgarnesi og þar hélt starfsmaður sundlaugarinnar á henni upp í hæstu hæðir. „Hans væntumþykja olli því að hann var til í þetta en svo stækkaði ég og hætti að biðja um það því mér fannst það ekki lengur í boði að láta starfsmann sundlaugarinnar stúss­ ast í þessu. Sum börn láta bera sig upp ann­ aðhvort af fjölskyldumeðlimum eða starfsmönnum sundlauga sem eru til í þetta. Öll börn eiga rétt á að lifa inni­ haldsríku og fjörugu lífi – fötluð börn líka,“ segir Inga Björk. Henni svíður það að sjá opin­ bera aðila reisa vatnsrennibrautir á þessu ári bæði í Úlfarsárdal og í Kef lavík en gera ekki ráð fyrir aðgengi fyrir fatlaða. „Það eru opin­ berir aðilar að byggja upp sund­ laugarnar. Þau eiga líka að hugsa um fötluð börn og þeirra hagsmuni. Nú eru þessi börn útilokuð,“ segir Inga Björk. n Fötluð börn útilokuð í vatnsrennibrautum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga­ og kynningarmála. Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 Hraunflæðið hefur aukist mikið. kristinnpall@frettabladid.is ELDGOS Viðbúið er að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg og í átt til sjávar á næstu dögum. Fjögurra metra hár og 200 metra langur varnarveggur er það eina sem  kemur í veg  fyrir að hraunið renni niður í Nátthagakrika. Er nú verið að skoða að veita hrauninu ákveðna leið til sjávar. Bogi Adolfsson, formaður björg­ unarsveit ar innar Þorbjar nar, segir  að  ekki verði hægt  að heim­ sækja gíginn á næstunni. n Skoðað að veita hrauninu í sjóinn arib@frettabladid.is REYKJAVÍK Reykjavíkurborg hefur sett breytta útgáfu af aðalskipulagi til ársins 2040 í auglýsingu. Tillög­ unum hefur verið breytt í samræmi við athugasemdir sem bárust. Meðal þess sem breytist er að landnotkun undir f lugvöllinn í Vatnsmýri er framlengd til næstu 11 ára. Háleitari markmið verða sett um breyttar ferðavenjur. Byggja á íbúðir í Skeifunni, við Kringluna og við Suðurlandsbraut. n Auglýsa breytt aðalskipulag ingunnlara@frettabladid.is DÓMSMÁL Landsréttur sneri 16 ára fangelsisdómi Héraðsdóms Reykja­ víkur yfir Arturas Leimontas. Lei­ montas var dæmdur fyrir að bana Egidijus Buzelis, í Úlfarsárdal, í desember 2019. Leimontas hefur ávallt haldið fram sakleysi. Landsréttur sneri dómnum við þar sem engin vitni eða bein sönnunargögn voru fyrir hendi. n Sýknaður af manndrápi 6 Fréttir 19. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.