Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 6
Okkur er mjög umhug- að um að halda því á lofti að Hafnarfjörður sé góður staður til að búa á. Valdimar Víðis­ son, formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar. Í haust eða um áramót mun Hafnarfjarðarbær byrja að gefa nýfæddum bæjarbúum og fjölskyldum þeirra gjafa­ pakka með ýmsum hlutum sem nýtast fyrstu mánuðina. Slíkar gjafir hafa tíðkast í Finnlandi lengi og f leiri staðir hafa tekið siðinn upp. kristinnhaukur@frettabladid.is HAFNARFJÖRÐUR Hafnarfjarðarbær mun færa nýfæddum bæjarbúum og foreldrum þeirra gjafir um það leyti sem barnið á að fæðast. Munu þær innihalda ýmsa hluti sem nýbakaðir foreldrar þurfa fyrstu mánuðina. „Þessi hugmynd kom fyrst upp hjá okkur þegar við sáum hvernig nokkur sveitarfélög í Finnlandi gera þetta,“ segir Valdimar Víðis­ son, for maður f jölsk ylduráðs Hafnarfjarðar. „Þar fá fjölskyldur kassa að gjöf.“ Finnar hafa gefið slíka kassa síðan á fjórða áratug síðustu aldar og er það orðið að sterkri hefð þar í landi. Þar berst kassinn á fjórða mánuði meðgöngunnar en mæður hafa val um að fá frekar 170 evrur, um 25 þúsund krónur. Langflestar velja kassann, enda er verðmæti hans meira en 170 evrur. Í finnska kassanum hafa meðal annars verið samfellur, húfur, vett­ lingar, buxur, náttföt, svefnpokar, útigalli, smekkir, pelar, hitamælar, brjóstapúðar, barnapúður, hár­ burstar, handklæði, bleiur, blaut­ klútar, bækur og leikföng. Þá hefur honum fylgt sæng og dýna og því hægt að nota hann sem rúm. Kassinn hefur breyst frá ári til árs en yfirleitt er fatnaðurinn í litum sem taldir hafa verið kynhlutlausir, oftast hvítum. Á undanförnum árum hefur verið hugað að því að hafa vör­ urnar í honum umhverfisvænar. Síðastliðin fimm ár hafa f leiri lönd eða svæði fylgt frumkvæði Finna. Meðal annars Argentína, Skotland og New Jersey­ríki í Bandaríkjunum. Í Nunavut­fylki í norðurhluta Kanada var ákveðið að gefa kassa til þess að takast á við háan ungbarnadauða meðal inn­ fæddra. Aðspurður um hvernig hinn hafnfirski kassi verður útfærður, segir Valdimar að það verði gert í samstarfi við heilsugæsluna og ljósmæður. „Fyrstu skrefin eru að forvinna og hanna gjöfina. Vonandi verður hægt að koma þessu í fram­ kvæmd í haust en þá í síðasta lagi um áramót,“ segir hann. Nokkur umræða hefur verið um íbúafækkun í Hafnarfirði undan­ farna mánuði eftir að íbúafjöldinn fór undir 30 þúsunda markið. Valdi­ mar segir Hafnarfjörð hins vegar mjög fjölskylduvænt sveitarfélag og að þessi gjöf sé liður í þeirri stefnu að tryggja að svo verði áfram. „Við höfum verið að setja upp ærslabelgi hér og þar í bænum, verið með systkinaafslætti, um jólin er alltaf mikið um að vera og svo eru hér góðir grunnskólar og leikskólar. Okkur er mjög umhugað um að halda því á lofti að Hafnarfjörður sé góður staður til að búa á,“ segir Valdimar. n Nýfæddir Hafnfirðingar fá gjafakassa frá bænum eins og tíðkast í Finnlandi Í finnsku gjafakössunum eru meðal annars samfellur, bleiur, smekkir og leikföng. MYND/YOUTUBE benediktboas@frettablaid.is SAMFÉLAG „Þetta er hugrakkt skref hjá Ægi og við tökum heilshugar undir með honum, enda eitthvað sem þarf að bæta úr,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verk­ efnastjóri upplýsinga­ og kynning­ armála hjá Þroskahjálp, um þá stað­ reynd að engar vatnsrennibrautir landsins hafi aðgengi fyrir fatlaða. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um sendi hinn níu ára Ægir Þór Sævarsson, sem glímir við vöðva­ rýrnunarsjúkdóminn Duchenne, bréf til bæjarráðs Hornafjarðar vegna sundlaugarinnar þar í bæ. Ægi finnst fátt skemmtilegra en að renna sér niður rennibrautirnar í sundlauginni á Höfn en aðgengi fyrir fötluð börn er þar, líkt og ann­ ars staðar, ekki upp á marga fiska. Inga Björk er sjálf í hjólastól og þekkir þá raun að vilja renna sér. Hún ólst upp í Borgarnesi og þar hélt starfsmaður sundlaugarinnar á henni upp í hæstu hæðir. „Hans væntumþykja olli því að hann var til í þetta en svo stækkaði ég og hætti að biðja um það því mér fannst það ekki lengur í boði að láta starfsmann sundlaugarinnar stúss­ ast í þessu. Sum börn láta bera sig upp ann­ aðhvort af fjölskyldumeðlimum eða starfsmönnum sundlauga sem eru til í þetta. Öll börn eiga rétt á að lifa inni­ haldsríku og fjörugu lífi – fötluð börn líka,“ segir Inga Björk. Henni svíður það að sjá opin­ bera aðila reisa vatnsrennibrautir á þessu ári bæði í Úlfarsárdal og í Kef lavík en gera ekki ráð fyrir aðgengi fyrir fatlaða. „Það eru opin­ berir aðilar að byggja upp sund­ laugarnar. Þau eiga líka að hugsa um fötluð börn og þeirra hagsmuni. Nú eru þessi börn útilokuð,“ segir Inga Björk. n Fötluð börn útilokuð í vatnsrennibrautum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga­ og kynningarmála. Parket Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14. Komdu við og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 Hraunflæðið hefur aukist mikið. kristinnpall@frettabladid.is ELDGOS Viðbúið er að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg og í átt til sjávar á næstu dögum. Fjögurra metra hár og 200 metra langur varnarveggur er það eina sem  kemur í veg  fyrir að hraunið renni niður í Nátthagakrika. Er nú verið að skoða að veita hrauninu ákveðna leið til sjávar. Bogi Adolfsson, formaður björg­ unarsveit ar innar Þorbjar nar, segir  að  ekki verði hægt  að heim­ sækja gíginn á næstunni. n Skoðað að veita hrauninu í sjóinn arib@frettabladid.is REYKJAVÍK Reykjavíkurborg hefur sett breytta útgáfu af aðalskipulagi til ársins 2040 í auglýsingu. Tillög­ unum hefur verið breytt í samræmi við athugasemdir sem bárust. Meðal þess sem breytist er að landnotkun undir f lugvöllinn í Vatnsmýri er framlengd til næstu 11 ára. Háleitari markmið verða sett um breyttar ferðavenjur. Byggja á íbúðir í Skeifunni, við Kringluna og við Suðurlandsbraut. n Auglýsa breytt aðalskipulag ingunnlara@frettabladid.is DÓMSMÁL Landsréttur sneri 16 ára fangelsisdómi Héraðsdóms Reykja­ víkur yfir Arturas Leimontas. Lei­ montas var dæmdur fyrir að bana Egidijus Buzelis, í Úlfarsárdal, í desember 2019. Leimontas hefur ávallt haldið fram sakleysi. Landsréttur sneri dómnum við þar sem engin vitni eða bein sönnunargögn voru fyrir hendi. n Sýknaður af manndrápi 6 Fréttir 19. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.