Fréttablaðið - 19.06.2021, Page 16

Fréttablaðið - 19.06.2021, Page 16
Dóttur minni var nauðgað af besta vini sínum þegar hún var 16 ára saklaus mennta- skólastelpa. Ásdís Olsen. Í tilefni Kvenréttindadagsins verður í kvöld sýndur á Hring- braut þáttur um þolendur kynferðisofbeldis í umsjá Ásdísar Olsen. Ásdís á fjórar dætur og segir sára reynslu einnar þeirra hafa breytt hugsunarhætti sínum. Ásdís Olsen hefur haldið úti þættinum Undir yfirborðið á Hringbraut undanfarin ár, þar sem áherslan hefur verið á afhjúpandi umræðu um mannleg málefni. Hér er um að ræða sérstaka útgáfu þáttarins í tilefni Kvenrétt- indadagsins sem er í dag, laugardag. Auk þriggja þolenda sem segja sögu sína eru þátttakendur í umræðu- þættinum sérfræðingarnir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í kynjafræði, og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. „Ég á fjórar dætur þannig að málið er mér skylt. Ég hef líka áttað mig á því að ég þarf stöðugt að vera að endurskoða mínar hugmyndir og hugsunarhátt eftir því sem meðvit- und eykst og réttsýnin verður meiri. Mín kynslóð ólst upp við bælingu og drusluskömm. Það sagði enginn frá misnotkun og of beldi. Þá báru þolendur skömm sína í hljóði, enda mátti ekki skyggja á ímyndina. Ég þurfti að horfast í augu við margar viðhorfaskekkjur þegar áfallið dundi yfir í minni fjölskyldu. Dóttur minni var nauðgað af besta vini sínum þegar hún var 16 ára saklaus menntaskólastelpa. Ég kenndi mér um að hafa mistekist í uppeldinu. Ég skammaðist mín fyrir að hafa ekki verndað hana og ég vildi ekki að neinn vissi af því að þetta hefði komið fyrir. Ég var með alls kyns hugsanaskekkjur og for- dóma gagnvart þolendum og fjöl- skyldum þeirra. Enn í dag, mörgum árum seinna finnst mér erfitt að viðurkenna að dóttir mín hafi orðið fyrir nauðgun,“ segir Ásdís einlæg. Ég var með alls kyns hugmyndaskekkjur Ásdís Olsen segir reynslu dóttur sinnar hafa orðið sér hvatningu til að gera sér- stakan þátt um þolendur kyn- ferðisofbeldis sem sýndur er í kvöld á Hring- braut. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Þurfti að tileinka mér ný viðhorf „Ég þurfti hreinlega að tileinka mér ný viðhorf og viðbrögð. Við foreldr- arnir fórum í ráðgjöf og fengum þau ráð að aðhafast ekkert heldur vera til staðar og styðja dóttur okkar í sinni eigin úrvinnslu. Hún treysti sér ekki til að kæra og það tók hana langan tíma að ná aftur í styrkinn sinn og losa sig við skömmina. Ég gleymi aldrei þeim degi þegar hún kom heim og sagði; „Ég er tilbúin til að láta hann heyra það og skila skömminni. Það breytti öllu,“ segir Ásdís. „Gerandinn var í sama mennta- skóla og dóttir mín og fékk hún ítrekað kvíðakast þegar hún mætti honum á göngunum og hringdi þá og bað okkur foreldrana að sækja sig. Við leituðum ráða hjá skóla- yfirvöldum en það var ekki hægt að víkja honum úr skólanum. Á endanum var það hún sem tók sér hlé frá námi og þetta er saga sem ég heyri frá fleiri þolendum, sem þurfa endalaust að líða fyrir þessi brot.“ Ásdís segir þörf á því að varpa ljósi á stöðu þolenda kynferðis- of beldis og það óréttlæti sem þeir verða fyrir. „Einn viðmælandi minn segir einmitt frá því hvernig komið hafi verið fram við hana sem druslu þegar hún var unglingur vegna þess að hún var með svo stór brjóst. Það var ótrúlega áhrifaríkt að heyra hennar sögu, hvernig hún var skömmuð fyrir klæðnað og þar fram eftir götunum, því þannig hafi hún verið að vekja upp hvatir hjá körlum.“ Skelfilegar afleiðingar Í þættinum birtast viðtöl við þrjár konur sem eru fórnarlömb kyn- ferðisof beldis auk þess sem tveir sérfræðingar ræða málefnið. „Ég spurðist fyrir inni á spjallþráðum um málefnið og fékk ábendingar frá Stígamótum og f leiri stöðum. Ég tók mörg viðtöl við þolendur við gerð þáttarins og oft láku tárin niður kinnarnar hjá bæði mér og viðmælendum mínum.“ Aðspurð hvað hafi helst komið henni á óvart svarar Ásdís einlæg; „Að standa sjálfa mig að því að bera skömm yfir því að dóttir mín hafi lent í þessu. Ég þurfti að kljást við tilfinninguna að ég hefði átt að geta komið í veg fyrir þetta. Eins líka eigin fordóma, að halda að ákveðin gerð stúlkna lendi í þessu. Það er skelfilegt að horfast í augu við það hjá sjálfum sér. En það eru margar hugsanaskekkjurnar afleiðingar af því að hafa alist upp í feðraveldi,“ segir Ásdís og heldur áfram: „Svo er það hitt, að horfa upp á þessar skelfilegu af leiðingar sem of beldið hefur haft í för með sér fyrir þessar konur og hversu mikill skaði fyrir sálina þetta hefur verið. Þær droppuðu allar út úr námi. Allar fóru þær í gegnum skelfileg kvíðatímabil, einhverjar gerðu til- raun til sjálfsvígs og lentu inni á geðdeild. Við erum að tala um mjög alvarlegar afleiðingar.“ Tvær af þrem fluttar úr landi Ásdís segir markmiðið hafa verið að vekja athygli á þessum alvarlegu afleiðingum og gefa þolendum svig- rúm til að tjá sig og rétta þeirra hlut gagnvart samfélaginu. „Mig langar að þær viti að þeim sé trúað, að þær hafi verið órétti beittar, að það sé ósanngjarnt og að við stöndum með þeim. Tvær stúlknanna sem ég ræddi við eru fluttar úr landi. Í öðru tilfellinu er stúlkan úr litlu bæjarfélagi og það er lögreglumaðurinn á staðnum sem er gerandinn. Hann er enn þá lög- reglumaður og kennir börnum á bíl. Ein er skurðhjúkrunarfræðingur og á 16 ára dóttur og talar sérstak- lega um það hversu erfitt það sé að nú sé dóttirin á sama aldri og hún sjálf var þegar ofbeldið átti sér stað. Þessar þurfa ekki að bera sár sín í hljóði lengur,“ segir Ásdís að lokum. n Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, 25 ára B.A. í sálfræði. „Ég fékk stimpil á mig að ég væri drusla þegar ég var 15 ára af því að ég var með stór brjóst.“ … „Ég er flutt úr landi en hann er enn þá lögreglumaður og kennir börnum á bíl.“ Sólveig Auðar Hauksdóttir, 38 ára skurðhjúkrunarfræðingur. „Ég reyndi að ýta þeim af mér til skiptis en það var allt einhvern veginn í móðu.“ Áslaug Adda Maríusdóttir, 27 ára háskólanemi. „Af hverju ætti ég að bera virðingu fyrir sjálfri mér þegar enginn annar ber virðingu fyrir mér?“ … „Mig langar ekki að vera í þessum líkama og oft langar mig ekki til að lifa.“ HELGIN 19. júní 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.