Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 20
bók. „Það bjargaði mér og ég fór frá
því að fá 2 í einkunn á söguprófi í
að fá 9,8.“
Greind með geðhvarfasýki
Eftir að hafa útskrifast úr háskóla
lygndi sjóinn og allt var á uppleið.
„Næstu tvö ár var ég edrú en fann
samt að það var eitthvað að. Ég fór
mikið upp og niður, ég vaknaði
og allt var geðveikt og ég var með
svakalegan drifkraft og svo vaknaði
ég daginn eftir og sá ekki tilgang í að
fara á fætur.“
Sveif lukenndar tilfinningarnar
skýrðust síðan þegar Ragga var
greind með geðhvarfasýki tvö.
„Að greinast með bipolar útskýrði
margt fyrir mér, vegna þess að fólk
með þennan sjúkdóm á alls ekki
að drekka.“ Taugaboðin í heilanum
stangist á hvert við annað og kalli
iðulega fram maníu þegar áfengi er
haft um hönd.
„Yfirleitt þegar ég er í maníu
verð ég rosalega sjálfhverf. Í þessu
ástandi umturnast ég og verð skel
af sjálfri mér og breytist í einhvern
djöful.“
Viðeigandi lyf kölluðu fram áður
óþekktan stöðugleika og það var þá
sem Ragga byrjaði í rappsveitinni
Reykjavíkurdætrum sem hafði lengi
verið hennar uppáhaldshljómsveit.
„Ég sendi lag á eina þeirra sem var
þvílíkt skref fyrir mig þar sem ég
hafði eiginlega ekki gefið neitt út.“
Ragga hafði þó lengi verið þekkt
nafn í plötusnúðaheiminum hér á
landi og því ekki að undra að dæt-
urnar tóku vel í uppástunguna.
Töluvert stress hafi fylgt því að
hitta hljómsveitina í fyrsta skipti.
„Þær voru ekki vinkonur mínar á
þessum tíma svo ég var allt í einu að
fara að vinna með stelpum sem ég
leit ótrúlega mikið upp til en þekkti
ekki neitt.“
Úr grúppíu í hljómsveit
Úr samstarfinu kom lagið Reppa
heiminn sem sló rækilega í gegn
og ekki leið á löngu þar til Röggu
var boðið að vera fastur meðlimur
í hljómsveitinni. „Heppilega fíluðu
þær mig en ég var enn þá geðveikt
lítil í mér því þær voru bara stjörn-
urnar mínar.“
Fljótlega fór Ragga úr því að vera
grúppía í að vera vinkona og ferð-
aðist um allan heim með sveitinni.
„Ég var eiginlega í sjokki þegar við
stóðum allt í einu fyrir framan sex
þúsund manns að spila. Það var
tryllt.“
Lífið lék við Röggu sem taldi það
því öruggt að byrja að fikta aftur
með áfengi. „Við tók þriggja mánaða
tímabil þar sem ég hætti að taka
lyfin mín og fór í sturlaða maníu,“
viðurkennir Ragga alvarleg.
Tónlistarhátíðin Sónar varð síðan
til þess að Ragga klessti á vegg. „Ég
var búin að vera á þriggja daga fyll-
eríi þegar ég mætti í hljóðprufu um
morguninn.“ Hljómsveitarmeðlimir
sögðu henni að fara heim að hvíla
sig og koma aftur um kvöldið ef hún
treysti sér til.
„Ég kom og spilaði mitt versta
gigg í lífinu,“ segir Ragga og strýkur
ennið. Textinn hafi gleymst og sum
lögin líka. „Eftir að hafa jarmað
þarna á sviðinu áttaði ég mig á því
að ég var búin að missa tökin og
hætti aftur að drekka.“
Ragga mælir ekki með því að fólk
með greiningar á pari við hennar
reyni að drekka. „Fyrir þau sem
halda að maður geti stjórnað þessu
vil ég segja af minni reynslu að það
er ekki hægt. Það hreinlega virkar
ekki.“
Árið 2018 gaf Ragga út plötuna
Bipolar sem fjallar um geðhvarfa-
sýkina. „Þessi plata er svolítið
sveif lukennd í gegnum maníu og
depurð og sambandsslit og mjög
„random“ plata með ekkert „con-
cept“ eða neitt, nema bara ég fer upp
og ég fer niður.“
Plata Röggu fékk aldrei sömu
útreið og tónlist Reykjavíkurdætra
sem þurftu að þola ófá opinber
skítköst. „Ég hef aldrei fengið álíka
athugasemdir á Youtube og Reykja-
víkurdætur.“ Við myndbönd rapp-
sveitarinnar hrannist ávallt inn
hrottalegar athugasemdir. „Margir
sem segja að það eigi að hópnauðga
meðlimum bandsins og að tónlistin
sé eins og að vera nauðgað í eyrun og
annað ógeð.“
Mögulega komi það illa við fólk að
sjá svo mikið af konum gera tónlist
saman. „Þjóðin hefur málað íslenska
kvenrappara sem lélega rappara og
við fáum ekki sömu tækifæri og
strákarnir.“
Uppgötvaði sama kynið
Í menntaskóla tók lífið nokkuð
óvænta stefnu eftir að Ragga kyssti
stelpu í fyrsta skipti. „Það var svo
æðislegt og þá áttaði ég mig á ástæð-
unni fyrir því að mér fyndist stelpur
svona æðislegar.“ Allir strákar hafi
bliknað í samanburði við þær.
„Það var ákveðið tískufyrirbæri
þá að stelpur voru að kyssast á
skólaböllum og ég nýtti það tæki-
færi út í ystu æsar.“ Stuttu síðar
drap æskuástin á dyr. „Þá upp-
götvaði ég lífið upp á nýtt. Við
byrjuðum saman í laumi, enda
feimnismál á þessum tíma, og
vorum saman í nokkur ár.“ Þær
vissu aðeins um eitt lesbískt par
í Kef lavík og héldu því sambandi
sínu leyndu fyrir foreldrum sínum.
Ragga þurfti þó aldrei að koma út
úr skápnum fyrir Ellu mömmu sinni
og pabba sem komust að hinu sanna
upp á eigin spýtur. Það atvikaðist
þannig að það upphófst rifrildi milli
Röggu og móður hennar, sem end-
aði á því að hún rauk út í skúr þar
sem herbergið hennar var staðsett.
„Ég bað þá kærustuna mína um að
koma yfir og við fórum síðan að sofa
og gerðum það sem því tilheyrir.“
Mamma hennar fékk á þeim
tímapunkti samviskubit og ákvað
að kíkja út í skúr. „Hún opnar þá
dyrnar, lokar þeim aftur, fer til
pabba og segir honum að hún haldi
að ég og vinkona mín séum að gera
eitthvað saman.“ Þær upplýsingar
hafi verið dregnar í efa svo Ella fékk
föður hennar til að koma og leggja
við hlustir hjá skúrnum. „Og þann-
ig komast foreldrar mínir að því að
ég og fyrsta kærastan mín vorum
saman,“ segir Ragga hlæjandi, en
hún hefur húmor fyrir atvikinu í dag.
„Fjölskyldan mín hefur alltaf
verið mjög opin og það hefur aldrei
vottað fyrir fordómum.“ Ekki tóku
allir upplýsingunum eins vel og
flutti kærasta Röggu því í skúrinn til
hennar. „Mömmu og pabba fannst
það bara gaman.“
Úthverfadraumurinn
Litríkasta tímabili í lífi Röggu er
langt frá því að vera lokið, en henni
hefur tekist að skapa sér nokkuð
stöðugt líf í óstöðugum bransa. Tón-
listin, plötusnúðagiggin og útvarpið
svali sköpunarþránni og Ragga stýr-
ir þáttum á KissFM alla virka daga.
„Fyrir ári hefði verið hinn full-
komni tími til að rústa öllu, því
alltaf þegar velgengnin bankar upp
á missi ég tökin.“ Sú varð þó ekki
raunin og flutti Ragga úr miðbæn-
um í Hafnarfjörðinn með kærustu
sinni til þriggja ára. Þar keyrir hún
um á Teslu, reynir að borða hollt og
fylgja rútínu.
„Ótrúlegt en satt, þótt mig langi til
að verða Avicii-týpa af stórstjörnu
í útlöndum og þrái sviðsljósið var
þetta alltaf draumurinn, að eiga
fjölskyldu, búa í fallegri íbúð og
að allt væri rólegt í kringum mig,“
viðurkennir Ragga. „Ég er búin að
læra af mistökum og núna hef ég of
miklu að tapa til að leggja líf mitt að
veði.“n
„Yfirleitt þegar
ég er í maníu
verð ég rosa-
lega sjálfhverf.
Í þessu ástandi
umturnast ég
og verð skel af
sjálfri mér. “
Mamma opnar þá
dyrnar, lokar þeim
aftur, fer til pabba og
segir honum að hún
haldi að ég og vinkona
mín séum að gera
eitthvað saman.
Í LOFTINU
Sækja frá
SÆKTU NÝJA APPIÐ!
LAUGARDAGA 16:00-18:30
VEISTU HVER ÉG VAR?
20 Helgin 19. júní 2021 LAUGARDAGUR