Fréttablaðið - 19.06.2021, Síða 32

Fréttablaðið - 19.06.2021, Síða 32
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@ frettabladid.is Fyrir fjórtán árum síðan bauð nýútskrifaður kennari, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, upp á valáfanga í kynjafræði í Borgarholtsskóla. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kynjafræði er nú kennd í flestum framhalds- skólum landsins og jafn- réttismál og femínismi eru á allra vörum. Þegar Hanna Björg fór af stað með áfanga í kynja- og jafnréttisfræðslu var það valáfangi. Hann varð fljótt vinsæll og vakti athygli. Fjölmiðlar sýndu áhuga og Hanna Björg fór í fjölda viðtala. „Það skipti auðvitað máli að fjöl- miðlar sýndu þessu áhuga. En ég setti f ljótlega fram þá kröfu að gera kynjafræði að skyldufagi. Fullt af nemendum völdu fagið en ég fékk bara þau sem voru áhugasöm. Mig langaði líka að ná í karlremburnar. Mig langaði að kynna efnið fyrir þeim sem höfðu ekki áhuga,“ segir hún. Nemendur Hönnu Bjargar fóru í lið með henni og gerðu verkefni til að kynna áfangann, fóru í viðtöl og skrifuðu greinar. „Það er í raun óvenjulegt og eins- Verða betri borgarar eftir þetta nám Hanna Björg hefur kennt kynjafræði í Borgarholtsskóla í 14 ár. MYND/AÐSEND VR | Kringlunni 7 | 103 Reykjavík | Sími 510 1700 | vr@vr.is | vr.is Baráttan heldur áfram! Samfélagið allt hefur tekið stakkaskiptum á síðustu áratugum en lengi má gott bæta. Til lengri tíma litið hefur launamunur kynjanna á vinnumarkaði dregist saman en lítið hefur hins vegar gerst á allra síðustu árum. Konur í VR vinna því enn launalaust í rúman mánuð á ári hverju. Það er óásættanlegt. Krafan um jafnrétti á vinnumarkaði er ein af grundvallarkröfum verkalýðshreyfingarinnar. dæmi að nemendur „agiteri“ fyrir því að eitthvert fag verði skyldufag. Samtök framhaldsskólanema eru búin að álykta um það oftar en einu sinni og Kvenréttindafélagið er búið að álykta um það líka. Stuðningur hefur komið víða að,“ segir Hanna. Voru algjörlega ósáttir Kynjafræði er frá því í byrjun þessa árs orðin skylduáfangi fyrir alla nemendur Borgarholtsskóla. Það var áður orðinn skylduáfangi fyrir bóknámsnemendur en nú þurfa nemendur í verknámi líka að sitja áfanga í kynjafræði vilji þeir útskrifast frá skólanum. Hanna Björg segir það vera stórsigur. „Verknámið í Borgarholtskóla, þó það sé að breytast rólega, er að mestu hefðbundin karla- fög, málmiðn og bíliðngreinar,“ útskýrir Hanna Björg. „Það er skemmtilegt að segja frá því að fyrsti verknámshópurinn í skyldu var núna á síðastliðinni önn og strákarnir voru ekkert rosa hressir. Þeir voru algjörlega ósáttir við þetta, en þeir fóru sáttir.“ Hanna Björg segir að það sé valdeflandi fyrir nemendurna að skilja hvernig staðalímyndir virka og að skilja hvernig kynferðisof- beldi tengist kvenfyrirlitningu og valdaskekkju. „Það er líka mikilvægt fyrir stráka að skilja, því þeir eru oftar gerendur í kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni, hvaða afleiðingar þetta hefur. Hvað þetta er mikil smættun og lítilsvirðing,“ segir hún. „Allir nemendur eru gullmolar. Það þarf bara ákveðna natni til að ná til þeirra og nota óhefðbundnar kennsluaðferðir. Við notum óhefð- bundnar kennsluaðferðir í þessu fagi af því við erum að vinna með tilfinningar og skoðanir nemenda. Markmiðið með þessari fræðslu er að breyta viðhorfum og skilja valdaójafnvægið í samfélaginu. Að nemendurnir skilji hvernig vinnumarkaðurinn er skakkur og stjórnmálin eru rammskökk. Það er frelsandi að skilja þetta. Ég vil meina að nemendur verði betri borgarar eftir þetta nám.“ Vinna með eigin viðhorf Hanna Björg er í starfshóp um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum, sem skipaður var af mennta- og menningarmála- ráðherra. „Hópurinn þarf að skila af sér skýrslu og þar er hart lagt að stjórnvöldum að innleiða meiri kynjafræði. Því kynfræðsla í mínum huga getur ekki verið án kynjafræði og kynjafræði getur ekki verið án kynfræðslu. Þetta þarf að haldast í hendur. Þú ert ekki með kynfræðslu og sleppir því að tala um klám. Þar sem að ofbeldi og kynlíf er sett saman og normalíserað, sem er algjör við- bjóður,“ segir Hanna Björg. „Ég er viss um að þetta mun taka meira og meira pláss í skóla- kerfinu. Það verður að gera það ef við ætlum að ná jafnrétti í samfélaginu. Það þarf að breyta viðhorfum og viðhorfin verða til í skólakerfinu. Þau verða til í öruggu rými kennslustofunnar. Þar sem nemendur spegla viðhorf sín og til- finningar með öðrum nemendum og vinna þannig með sín eigin viðhorf. Þetta er uppgötvunarnám. Ég er ekki að innræta og hella í þau þekkingunni heldur eru þau að greina samfélagið.“ Þegar krakkarnir skoða popp- kúltúrinn og ræða af hverju það er normalíserað í samfélaginu að kynörvandi efni á netinu sé fullt af ofbeldi og kvenhatri þá finnst þeim það skrýtið, að sögn Hönnu Bjargar. „Það eru margir strákar búnir að segja við mig: Hanna, ég er hættur að horfa á klám. Málið er að það er ekki eins og strákar vilji fróa sér yfir einhverjum viðbjóði. Þeir sækja ekkert í það. Þessu eru troðið ofan í þá,“ útskýrir hún. „Þegar ég spyr þau: Hvað haldið þið að stórt hlutfall af kynörvandi efni á netinu sé ofbeldisfullt og niðurlægjandi þá svara þau: Það er svona 90–100%. Þetta er hópurinn sem veit það.“ Hanna Björg segir að frá því að hún hóf að kenna kynjafræði árið 2007 sé orðin meiri meðvitund um femínisma í samfélaginu. „Þú flettir ekki blaði án þess að þar sé allavega einu sinni fjallað um jafnréttismál. Það er fjallað um þau svo víða. Þetta er orðinn hluti af almennri umræðu í sam- félaginu. En á sama tíma erum við að ströggla og það er bullandi bak- slag, í mínum huga var OnlyFans bakslag, svo ég taki dæmi. En helsti munurinn frá 2007 er að þessi umræða er kominn í miðjuna.“ ■ Ég er viss um að þetta mun taka meira og meira pláss í skólakerfinu. Það verður að gera það ef við ætlum að ná jafnrétti í samfélag- inu. Fullt af nemendum völdu fagið en ég fékk bara þau sem voru áhugasöm. Mig langaði líka að ná í karlremb- urnar. Mig langaði að kynna efnið fyrir þeim sem höfðu ekki áhuga. 4 kynningarblað 19. júní 2021 LAUGARDAGURKVENRÉTTINDADAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.