Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 35

Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 35
hagvangur.is Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða traustan leiðtoga í starf framkvæmdastjóra bankasviðs. Viðkomandi heyrir beint undir seðlabankastjóra og situr í framkvæmdastjórn bankans. Bankasvið er eitt af kjarnasviðum bankans og er hlutverk þess að hafa áhættumiðað eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja. Eftirlitið felur m.a. í sér reglubundna vöktun á starfsemi fyrirtækjanna á grundvelli gagnaskila og mat á áhættu og stýringu hennar. Sviðið framkvæmir ítarlegt könnunar og matsferli (e. SREP) á fjármálafyrirtækjum þar sem viðskiptaáætlanir eru rýndar og mat lagt á áhættur er varða eiginfjár- og lausafjárstöðu. Sviðið ber ábyrgð á að setja fjármálafyrirtækjum viðeigandi varúðarkröfur og hafa eftirlit með framfylgni þeirra og annarra lögbundinna krafna. Helstu verkefni • Stýrir og leiðir starfsemi bankasviðs • Mótar stefnu og framtíðarsýn sviðsins í samræmi við stefnu og markmið bankans • Ber ábyrgð á þróun aðferðarfræði við mat á áhættum fjármálafyrirtækja • Ber ábyrgð á upplýsingagjöf um áhættu og stöðu fjármálafyrirtækja til annarra starfseininga og nefnda bankans • Byggir upp sterka liðsheild stjórnenda og sérfræðinga á sviðinu • Tryggir traust samstarf við önnur svið og deildir innan bankans • Ber ábyrgð á samskiptum sviðsins við eftirlitsskylda og opinbera aðila • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi, m.a. á vettvangi European Banking Authority og við aðra seðlabanka Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi, einkum á sviði viðskipta- eða hagfræði • Reynsla af stefnumótun og innleiðingu breytinga • Sterkir leiðtogahæfileikar og góð stjórnunarreynsla • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af eftirlitsstörfum og/eða af fjármálamarkaði • Góð þekking á starfsemi fjármálafyrirtækja • Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku • Færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri í starfi Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Með umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is, og Íris Guðrún Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, iris.g.ragnarsdóttir@sedlabanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí nk. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af trausti, fagmennsku, þekkingu og framsækni. Framkvæmdastjóri bankasviðs hagvangur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.