Fréttablaðið - 19.06.2021, Síða 36

Fréttablaðið - 19.06.2021, Síða 36
Skóla- og frístundasvið Fjármálasérfræðingur - Skóla- og frístundasvið Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf fjármálasérfræðings laust til umsóknar. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fjármála- og rekstrarþjónustu skóla- og frístundasviðs. Næsti yfirmaður fjármálasérfræðings er fjármálastjóri sviðsins og helstu verkefni tengjast fjármálaþjónustu, reikningsskilum og gerð fjárhagsáætlunar fyrir starfsstaði sviðsins. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkur- borgar, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Jafnframt greiðir sviðið framlög til sjálfstætt starfandi dag- foreldra, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla og hefur eftirlit með starfsemi þeirra. Skóla- og frístundasvið þjónustar yfir 20 þúsund börn og fjölskyldur þeirra. Útgjöld sviðsins eru u.þ.b. 59 milljarðar kr. á ári í tæplega 200 rekstrareiningum. Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri og Guðmundur Guðbjörnsson, deildastjóri í síma 411-1111 Netföng: kristjan.gunnarsson@reykjavik.is / gudmundur.gudbjornsson@reykjavik.is Umsóknarfrestur er til og með 5.júlí 2021. Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Gunnarsson í síma 411-1111 og tölvupósti kristjan.gunnarsson@reykjavik.is Helstu verkefni og ábyrgð • Umssjón með fjárhagslíkani grunnskóla • Gerð fjárhagsáætlana. • Mánaðarleg uppgjör og frávikagreining. • Fjárhagslegt eftirlit til að tryggja að útgjöld séu innan fjárheimilda. • Greiningarvinna og fjárhagseftirlit. • Fjarhagsupplýsingagjöf til stjórnenda. Hæfniskröfur • Háskólagráða í viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Mastersgráða kostur. • Reynsla af vinnu við uppgjör og áætlanagerð æskileg. • Reynsla af lykiltalnagreiningu æskileg. • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg • Þekking á rekstri grunnskóla er kostur. • Góð íslenskukunnátta ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi. • Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð. • Lipurð í samskiptum. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Krafist er háskólamenntunar í kirkjutónlist eða kórstjórn auk reynslu af kórstjórn. Aðalverkefni kórstjórans er að byggja upp og stjórna nýjum KÓR HALLGÍMSKIRKJU. Kórstjórinn vinnur í nánu samstarfi við organista og presta kirkjunnar og tekur virkan þátt í helgihaldi og tónlistarlífi safnaðarins. Mikil áhersla er lögð á hæfni í mannlegum samskiptum. Launagreiðslur miða við launataxta kjarasamnings FÍH. Umsóknir merktar „Starfsumsókn“ ásamt prófskírteinum, ferilskrá og kynningarbréfi sendist til Hallgrímskirkju v/Hallgrímstorg, 101 Reykjavík, eða á netfangið bjornsteinar@hallgrimskirkja.is. Matsnefnd leggur tillögu um ráðningu fyrir sóknarnefnd. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Björn Steinar Sólbergsson organisti í síma 856 1579. Starf í Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja í Reykjavík auglýsir eftir kórstjóra í 50% starf. hagvangur.is Elkem Ísland óskar eftir að ráða í starf controller á fjármálasvið fyrirtækisins. Við leitum að öflugum aðila til að taka þátt í skemmtilegum og krefjandi verkefnum í lifandi, alþjóðlegu umhverfi. Helstu verkefni og ábyrgð • Umsjón með reikningshaldi fyrirtækisins • Ábyrgð á mánaðar- og ársuppgjöri ásamt samstæðureikningsskilum með fjármálastjóra • Kostnaðargreining og eftirfylgni • Þátttaka í áætlanavinnu og umbótaverkefnum • Undirbúningur lokafærslna og áætlana • Greiningarvinna og stuðningur við aðrar deildir • Umsjón með skjölun vegna milliverðlagningar • Leiðandi í stafrænni umbreytingu • Umsjón með skilum á gögnum til endurskoðenda og opinberra aðila Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræða og reynsla af sambærilegu starfi • Meistaranám á sviði reikningshalds er kostur • Þekking og skilningur á helstu reikningsskilareglum • Mjög góð Excel kunnátta, reynsla af PowerBI eða svipuðu er kostur • Góð talnagleggni, greiningarhæfni og nákvæmni • Geta til að vinna undir álagi og vaxtarhugarfar • Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri • Hæfni til að miðla þekkingu og upplýsingum á íslensku og ensku Umsóknarfrestur er til og með 30. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi, stefania@hagvangur.is Rekstur verksmiðju Elkem Ísland ehf. á Grundartanga hófst árið 1979, en eigandi fyrirtækisins er Elkem AS í Noregi. Fyrirtækið er með þrjá ljósbogaofna sem framleiða kísilafurðir. Hjá Elkem Ísland starfa að jafnaði um 170 manns en þó hafa um 250 lífsviðurværi sitt með beinum hætti af starfsemi verksmiðjunnar. Elkem Ísland er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður þar sem áhersla er lögð á að skapa sterka liðsheild og vinnuumhverfi sem veitir einstaklingum tækifæri til að vaxa og þróast í starfi. Finance Controller
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.