Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 42

Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 42
Embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands Skólameistari veitir skólanum forstöðu, stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðal- námskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt auk þess að hafa frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans. Skólameistari gegnir mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla og er mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar. Hæfni- og menntunarkröfur: • Starfsheitið kennai ásamt viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. • Þekking á fjármálum, rekstri og áætlanagerð • Þekking og reynsla af stjórnsýslu • Umfangsmikil stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni. • Góð samskiptahæfni og færni í að skapa liðsheild á vinnustað. • Reynsla af verkefnastjórnun og stefnumótunarvinnu. • Skýr framtíðarsýn og hæfileiki til nýsköpunar. Ráðning og kjör Mennta- og menningarmálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Skipað er í embættið frá 1. september 2021. Um ráðningu og launakjör skólameistara fer eftir 39. gr. a í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996 og 14. gr laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008. Nánari upplýsingar um embættið má finna á vefsíðu Starfatorgs. Umsóknarfrestur er til og með 1.7.2021. Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupsstað er áfangaskóli sem býður upp á verk- og bóknám, bæði styttri brautir og brautir til starfsrétt- inda og stúdents- prófs. Skólinn er eini framhaldsskólinn á austanverðu landinu sem gefur nem- endum kost á að leggja stund á nám í fjölbreyttum iðn- og starfsnámsbrautum auk bóknámsbrauta. Starfsmenn skólans eru um 40 talsins og fjöldi nemenda er um 250, þar af 150 í dag- skóla og 100 í fjar- námi. Verkmennta- skóli Austurlands var stofnaður árið 1986. Helstu verkefni: – Umsjón með umhverfisvottunum í framkvæmdaverkefnum, s.s. Svansvottun og BREEAM – Gögn um umhverfismál fyrirtækisins, kolefnisspor, losun o.fl. – Þátttaka í rekstri og stýringu gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfis fyrirtækisins JÁVERK er 28 ára öflugt, áreiðanlegt og metnaðarfullt verktaka- fyrirtæki. Starfsmenn eru um 120 í dag og verkefnastaða fyrir tækisins er traust næstu árin. JÁVERK leggur áherslu á umhverfis-, öryggis- og gæðamál ásamt samstarfshæfni. JÁVERK er eina verk takafyrirtækið í flokki stórra fyrirtækja sem hefur fengið viður kenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki á hverju ári frá 2014. Gæðakerfi fyrir- tækisins var vottað skv. ISO 9001 staðlinum árið 2019. Starfsmannastefna fyrirtækisins gerir ráð fyrir að aðbúnaður og starfsumhverfi séu með því besta sem þekkist. Starfsandi er frábær og dugmikið starfsmannafélag stendur fyrir margskonar skemmtunum og ferðalögum. Starfsmannavelta er mjög lítil. JÁVERK leggur áherslu á að ráða kraftmikið og metnaðarfullt fólk sem sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi. JÁVERK Gagnheiði 28 800 Selfoss Sími 480 1700 javerk@javerk.is www.javerk.is Verkefnastjóri í gæða-, umhverfis- og öryggismálum Hæfniskröfur: – BSc eða MSc í verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi – Sjálfstæði í vinnubrögðum – Góð hæfni í rituðu og töluðu máli – Frumkvæði, áræðni og metnaður – Hæfni í mannlegum samskiptum Vegna aukins fjölda umhverfisvottaðra framkvæmda óskum við eftir að ráða verkefnastjóra til að sinna gæða-, umhverfis- og öryggismálum. Umsóknir sendist á javerk@javerk.is fyrir 25. júní. Fullum trúnaði heitið.Starfsstöð er á skrifstofum fyrirtækisins í Kópavogi. Erum við að leita að þér?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.