Fréttablaðið - 19.06.2021, Síða 66

Fréttablaðið - 19.06.2021, Síða 66
Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@hringbraut.is Mállýskur eru á undanhaldi. Illu heilli. Þær voru slangur síns tíma. Og breikkuðu tungumálið, sköpuðu sérstöðu þess, leyfðu duttlungana, keiparnar og kenjarnar. Fyrir vikið horfðu menn í for- undran á fólk frá öðru málsvæði, hristu höfuðið og hugsuðu með sér, þetta er nú meira hrognamálið. Enda skildu menn ekki baun í bala hvað þetta aðkomufólk var að raula og tauta.  Geldingastefna móðurmálsins hefur verið við lýði um áratuga- skeið. Tungutakið er að fletjast út, sérstaklega hvað sagnir og lýsing- arorð varðar, að ekki sé talað um framburð og málfæri alls konar – og nú er svo komið að orðskrúð og málblóm af allra handa tagi þykir ekki lengur vera mönnum sæmandi, enda upphafið og hrokafullt að mati svo margra sem vilja ekki reyna um of á þanþol málsins. Það er búið að bannfæra orða- prjálið. Og krafan er ekki einvörðungu sú að tala skýrt og skorinort svo allir skilji heldur gætir líka vaxandi óþols gagnvart sérstæðum fram- burðareinkennum á borð við gamla góða f lámælið, smámælið og gor- mælið, svo og sjarmerandi sérvisku í ætt við vestfirskan einhljóðafram- burð sem glatt hefur eyru manns frá unga aldri. Jafnvel harðmæli og röddun þykir vera aðfinnsluvert á nýrri öld, sú heimóttarlega árátta að kveða hart að samhljóðunum. Eins og raunar sá sem þetta skrifar er reglulega minntur á. Hann tali svo hart að fólki bregði stundum við, það stappi nærri því að maður hræki út úr sér orðunum, en þess utan syngi helst til undarlega í fráblæstrinum á eftir löngu sérhljóði sem eigi að heita enn ein della þessa eyfirska klans. Gott ef svona löguðu ósköpin þykja ekki vera af brigðileg nú til dags, í besta falli brosleg, ellegar asnaleg. Og heitir sú Snorrabúð þá stekkur. Því sú var nú tíðin að norðlenska var kennd sérstaklega í skólum leiklistarnema. Og frægt er líka þegar fyrstu sjónvarpsþulir lands- manna voru teknir í læri í framsögn á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar, en þá voru reyndir sviðsleik- arar fengnir til að herða þá til kjafts og tungu. Og varð þeim svo ágengt, segir sagan, að lengi á eftir talaði einn þessara þula um Sykurpokann í París, en átti þá vitaskuld við Sigur- bogann.  Fyrri tíma einangrun hélt lífi í gömlum, íslenskum mállýskum. Byggðir voru einangraðar hver frá annarri. Algengt var í dölum lands- ins að heimilisfólkið færi aldrei út fyrir hann á sínu æviskeiði, kannski karlarnir, stöku sinnum, en sjaldn- ast konurnar sem ofar allri annarri kröfu áttu að gæta bús og barna, ef og þegar bóndinn neyddist til að bregða sér af bæ eftir sykri og brauði – og kannski brjóstbirtu í misjafn- lega miklum mæli. En nú er allt breytt – og ekkert eins og áður var. Samgangur af öllu tagi hefur tekið við af einangrun og hollustu við heimahagana.  Sá sem hér fer fingrum um lykla- borðið þarf iðulega að útskýra mál sitt þegar hann les úr ritverkum sínum, svo sem úr minningabókinni Eldhús ömmu Rún þar sem sam- skiptin við ömmurnar á Akureyri, þær Guðrúnu og Sigrúnu, eru rifjuð upp í anda löngu liðins tíðaranda. Á einum stað í bókinni segir svo: „Ef ekki vildi betur þurfti amma að taka í nefið. Þá strauk hún saman kornunum sem afi hafði misst á borðið og skellti þeim í nösina. Sagði blíðum rómi að svona lagið færi nú ekki í vaskann.“ Einmitt, vaskann. Það fór ekkert í vaskinn norðan heiða. Og fer ekki enn. Heldur vaskann.  Framan af ævinni var maður svo reglulega minntur á þá sérkenni- legu sannreynd að Akureyri væri danskur bær, svona í sögulegu ljósi – og þótt það megi vissulega færa til sanns vegar, tók það svolítið á taug- arnar að þurfa eilíf lega að þýða þessar málrósir af Efri-Brekkunni fyrir fólk að sunnan. Eða vestan og austan. Senan var nefnilega þessi, fyrst talaði maður, hart og ákveðið, eins og maður átti uppruna til – og svo útskýrði maður, talaði hægar, linar. Og svo útskýrði maður aftur. Og jafnvel enn einu sinni til öryggis.  Akureyska var og er svolítið dönskuskotin – og um það verður ekki deilt, en samt sem áður á svo dásamlega vegu, enda er taugin sú römm, sem rakka dregur, móður- málsins til, svo gömlu orðatiltæki sé svolítið umsnúið. Í hverfinu heima voru ekki svalir, heldur altan, stundum líka balkon, en terras var sólpallur, gjarnan með stakketi í kring, eða rekka, en hvort tveggja táknaði grindverk. Br jóst syk u r inn var bolsía, almennt kallað slikkerí ásamt öðru sælgæti. Buffet merkti borðstofu- skápur, stundum með löber, en það þýddi borðdúkur. Og stórisinn var sjaldnast dreginn frá suðurglugg- anum í því stóra kamesi svo farv- inn færi ekki af buffetinu, sumsé að hann upplitaðist ekki. Og það forkældist enginn uppi í Hlíðarfjalli, heldur forkelaðist fólk. Ekki heldur þegar maður var að teika niðri í bæ, nokkurn veginn alla aðra bíla en þá sem voru punkter- aðir. Og svo flett sé áfram í akureysku orðabókinni var aldrei nokkur móðgaður fyrir norðan, heldur fornemaður. Og fyrirstilla var jafn- gildi sagnarinnar að þýða. Fríka- dellur voru kjötbollur. Klatti var grautur, eldaður í kast- arholu, lesist potti, kram var brauð sem skorið var með pinnsettu, altso skurðarhnífi, ristað í ristavél en ekki einhverri brauðrist að sunnan. Og púdda var kjúklingur, tau var sulta og lúða engin lúða heldur heilag- fiski. Svo var líka mikið viskað, hvort heldur menn héldu á viskaleðri eða viskastykki – og vel að merkja, ekki viskustykki, enda hafði diska- þurrkan ekkert með visku að gera fyrir norðan. Og ef karlar voru elegant voru konur með uppsett.  Allt er þetta að tapast. Og allt er þetta að vatnast út í enskuslettum og alþjóðlegri einsleitni. Ætli það megi ekki heita þróun tungumáls. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. ■ Þar fór það í vaskann Og krafan er ekki einvörðungu sú að tala skýrt og skorinort svo allir skilji heldur gætir líka vaxandi óþols gagnvart sérstæðum framburðareinkenn- um á borð við gamla góða flámælið, smá- mælið og gormælið. ÚT FYRIR KASSANN FRÉTTABLAÐIÐ 19. júní 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.