Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Side 4
Ólafur Björnsson prófessor,
form. B.S. R. B.:
Aðalmál síðasta bandalagsþings var
sem kunnugt er launamálið, og á þessu
ári hlýtur það að verða aðalbaráttumál
samtakanna.
Hér verður ekki gerð að umtalsefni
bráðabirgðalausn sú á launamálinu, sem
starfsmenn ríkis og bæja fengu um s.l.
áramót, heldur verður í því efni vísað til
greinargerðar þeirrar, er við, sem áttum
fyrir hönd bandalagsins sæti í nefnd
þeirri er um þau mál fjallaði, létum birta
í dagblöðunum eftir áramótin.
Okkur, fulltrúum bandalagsins í launa-
laganefndinni, var að sjálfsögðu ljóst, að
hér var um ófullnægjandi lausn launa-
málsins að ræða, en hitt var okkur jafn-
ljóst, að það sem mestu máli skiptir frá
hagsmunasjónarmiði opinberra starfs-
manna er að fá sem fyrst, og ekki síðar
en fyrir lok þessa árs, lausn á þessu stór-
máli, er megi verða til einhverrar fram-
búðar. En til þess að slíks geti orðið að
vænta, verður að vera starfsfriður til
nauðsynlegs undirbúnings slíkrar fram-
búðarlausnar, en sá starfsfriður fæst
ekki, ef öllum kröftum bandalagsins er
sífellt varið til þess að eltast við bráða-
birgðalausnir, sem eðli málsins sam-
kvæmt hljóta ávallt að verða ófullnægj-
andi.
Launomál opinberra
starfsmanna
Ég mun ekki fjölyrða nánar um þessa
hlið málsins, enda vænti ég þess ekki,
að um það sé ágreiningur innan banda-
lagsins, að það sé frambúðarlausn en
ekki bráðabirgðalausn, sem nú beri að
keppa að. Og víst er um það, að eigi
frambúðarlausn að fást á þessu ári, þá
veitir ekki af því, að kröftum samtak-
anna verði beitt óskiptum til þess að
hrinda henni fram.
En í hvaða mynd ætti slík lausn, er
ætluð yrði að vera til nokkurrar fram-
búðar, að vera?
Þar virðast einkum tvær leiðir koma
til greina.
Önnur er sú, að einstakir starfshópar
og félög beiti sér fyrir því með stuðningi
heildarsamtakanna, að knýja fram frjálsan
samningsrétt sér til handa, á svipaðan
hátt og samtök verkfræðinga gerðu á s.l.
ári. Hin leiðin er sú að unnið verði að
setningu nýrra launalaga, þannig að leið-
rétt fáist bæði misræmi það sem er í
launakjörum opinberra starfsmanna inn-
byrðis, svo og misræmi milli launakjara
þessara og annarra þjóðfélagsstétta, er
stunda sambærileg störf.
Að því er fyrri leiðina snertir má
fullyrða, að unnt ætti að vera að auka
samningsrétt opinberra starfsmanna mjög
frá því sem nú er, án þess að séð verði,
að þjóðfélaginu myndi af því stafa sér-
stök hætta, og ber samtökunum að vinna
að því að sú rýmkun á samningsréttinum
fáist, hvað sem öðru líður. Fyrir hinu
má þó ekki loka augunum, að störf
2 ÁSGARÐUR