Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Side 5

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Side 5
margra, er í opinberri þjónustu vinna, eru þess eðlis, að frjáls samningsréttur í venjulegri merkingu þess orðs, yrði lítt framkvæmanlegur. I því sambandi má t. d. benda á það, að þar sem um frjálsan samningsrétt er að ræða hjá þeim er vinna í þjónustu einkaaðilja eða opin- berra aðilja, hefir vinnuveitandi ávallt rétt til þess að ákveða tölu þeirra, er hann hefir í þjónustu sinni, enda væri annað vart samrýmanlegt okkar stjórn- skipan og hagkerfi. Ef tala opinberra starfsmanna er hinsvegar ákveðin með lögum, svo sem er t. d. að jafnaði um embættismenn, verður frjáls samnings- réttur þeim til handa varla framkvæman- legur nema með breytingu slíkrar lög- gjafar, en það myndi oft valda allmikilli röskun á hag þeirra og öryggi. Eg ætla því, að það sé að svo stöddu skoðun mikils meirihluta opinberra starfs- manna, að vinna beri að því næstu mánuði í framhaldi af því undirbúnings- starfi sem nú er komið alllangt áleiðis í launalaganefnd þeirri er nú situr á rök- stólum, að fá ný launalög samþykkt á Alþingi því, er kemur saman á hausti komanda. Náist hinsvegar ekki sam- komulag, er samtökin telja viðhlítandi, kemur það hinsvegar að sjálfsögðu til alvarlegrar athugunar, með hverju móti og í hve ríkum mæli væri hægt að fá framgengt svipaðri lausn og verkfræð- ingafélagið hefir þegar fengið á sínu launamáli. En hvaða meginsjónarmið ber þá að leggja til grundvallar við samningu nýrra launalaga? Eg tel bæði rétt og skylt að gera hér fyrir því nokkra grein frá mínum bæjardyrum séð, og skal það auð- vitað jafnframt tekið fram, að hér eru aðeins túlkaðar mínar persónulegu skoð- anir. Við ákvörðun bráðabirgðauppbóta þeirra, sem öðru hverju hafa fengizt undanfarin ár, hefir að jafnaði verið miðað við launaþróun stéttarfélaga með fi’jálsum samningsrétti frá einhverjum tíma og laun opinberra starfsmanna þá verið hækkuð að meira eða minna leyti eftir aðstæðum til samræmis við það. Er það þá venjulega þróun launa á almenn- um vinnumarkaði frá setningu launalag- anna 1945, sem miðað hefir verið við. Auðvitað gæti hér komið til greina að miða við annað tímabil, svo sem t. d. árslok 1943, en þá gekk nefnd sú, er undirbjó launalögin frá 1945, frá tillögum sínum. Myndi slíkt hlutfall sennilega verða opinberum starfsmönnum nokkru hagstæðara, þó að sá munur sé að vísu minni en almennt virðist álitið. Ef aðeins er um bráðabirgðalausn að ræða, er slíkur samningsgrundvöllur auð- vitað eðlilegur, þar sem uppbygging launastiga á nýjum grundvelli tekur lengri tíma en svo, að hún verði gerð í sambandi við slíkar bráðabirgðalausnir. Ef hinsvegar er um frambúðarlausn að ræða, er þessi gamla deila um það, hvaða ár beri að miða launaþróunina við, að mínu áliti ófi'jó, og ekki til þess fallin, að skapa grundvöll fyrir sanngjarnri lausn launamálsins. Hvort heldur er farið 10 eða 12 ár aftur í tímann, er erfitt að sjá heilbrigða skynsemi í því að halda því fram, að öll launahlutföll eigi að færa í sama horf og þá var, þrátt fyrir gerbreyttar aðstæð- ur að meira eða minna leyti. Annarri skoðun á þessum málum hefir og verið haldið mjög fram, en hún er sú, að launakjörin eigi að miða við það, að menn geti „lifað á laununum“ eða launin séu „mannsæmandi“ eins og það er orðað. Þó að þetta láti vel í eyrum er gallinn á þessum tillögum sá, að allan mælikvarða vantar að sjálfsögðu á það hvað séu „mannsæmandi“ laun, þar sem skoðanir á slíku eru sennilega jafnmargar og borg- ararnir í þjóðfélaginu. A hvorugu þessara sjónarmiða verður því byggður skynsamlegur grundvöllur til ákvörðunar launastiga opinberra ÁSGARÐUR 3

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.