Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Síða 10

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Síða 10
breytinga á meSaltekjum í hverri stétt. Hefur það reyndar verið undrunarefni hagfræðinga, hve litlar breytingar verða, jafnvel á löngum tímabilum, á skiptingu þjóðarteknanna milli höfuðstétta þjóðfé- lagsins. Mikilvægasta breytingin, sem orðið hefur á tekjuskiptingunni á undan- förnum áratugum, hefur orðið fyrir til- stilli ríkisvaldsins, en með stighækkandi sköttum og félagslegum bótum og styrkj- um hefur miklu af tekjum hinna efnaðari stétta verið dreift meðal hinna efnaminni. Það er þó allt útlit fyrir, að jafnvel þess- ari endurskiptingu þjóðarteknanna séu takmörk sett, þar sem mjög háir skattar annarsvegar og mikið félagslegt öryggi hinsvegar hlýtur að hafa áhrif á afköstin í þjóðfélaginu, þar eð það dregur úr hvatningu til mikillar vinnu og átaka. Aukning þjóðarteknanna í heild hlýtur þessvegna að vera mikilvægasti þáttur- inn í kjarabótum allra stétta þjóðfélags- ins, að minnsta kosti á meðan tækni og framleiðsluafköstum fer fram jafnmikið og verið hefur undanfarin ár. Menn gera sér þó oft ekki grein fyrir því, hver áhrif stefnan í launamálum hefur á heildar- tekjur þjóðarbúsins. Launamálin eru einn höfuðþáttur verðmyndunarkerfisins, og það er mjög undir afstöðu launastéttanna komið, hverja stefnu er hægt að reka í efnahagsmálum á uverjum tíma. Ég mun hér á eftir reyna að rekja samhengi þess- ara mála nokkuð. Að vísu er ekki hægt að styðja nema lítið af því, sem ég segi, með beinum tölum, enda mundi það þykja tyrfið mál, og verða því niðurstöður mínar einkum byggðar á almennri röksemda- færslu. III. Skipulag það, sem nú ríkir í launamál- um, á rót sína að rekja til upphafs síðustu styrjaldar, en um það leyti var almennt byrjað að binda laun við vísitölu. Skömmu síðar var vísitölu landbúnaðarafurða komið á laggirnar og aukin afskipti hins 8 ÁSGARÐUR opinbera af hverskyns verðlagsákvörð- unum. Þetta kerfi, sem ég mun kalla vísi- tölukerfi, enda þótt vísitala sé ekki nema einn þáttur þess, hefur haldizt óbreytt í meginatriðum í hálfan annan áratug þrátt fyrir nokkrar tilraunir, sem gerðar hafa verið til að binda kaupgjaldið. Það, sem einkum hefur ráðið afstöðu manna allan þennan tíma, hefur verið verðbólguhugs- unarhátturinn. Mikil verðbólga, sem ef til vill getur haft í för með sér 25—50% verðhækkun á einu ári, mundi vissulega stórskaða hverja þá stétt manna, sem aftur úr drægist um launakjör. Fyrir opinbera starfsmenn og aðra, sem ekki geta gripið til verkfalla til þess að knýja fram kauphækkun, virðast því vísitölu- uppbætur á laun vera eina tryggingin fyrir því, að hlutur þeirra sé ekki fyrir borð borinn. A tímum stöðugs verðlags skipta vísi- töluuppbætur hinsvegar litlu máli, og höfuðáherzlan er þá lögð á beinar launa- hækkanir. Vísitölufyrirkomulagið er því afleiðing verðbólguóttans, en það hefur síðan átt drjúgan þátt í því að halda verð- bólguhættunni við og gera hana að eilífðarvandamáli. Það er að vísu hugsan- legt, að hægt sé að koma í veg fyrir áfram- haldandi verðhækkanir þrátt fyrir vísi- tölufyrirkomulagið, en þó er vafasamt, að það geti tekizt nema með mjög óvinsælli verðhjöðnun. Meginókostur vísitöluuppbóta á laun og annarra skyldra ráðstafana, t. d. vísi- tölu landbúnaðarafurða og verðlagseftir- lits, er, hve erfitt þær gera þjóðfélaginu að leysa hverskyns vandamál, er stafa af jafnvægisleysi í þjóðarbúskapnum. Markaðshagkerfið krefst þess fyrst og fremst, að verð og kaupgjald sé breyti- legt. Það kerfi, sem við eigum við að búa og ég hef nefnt vísitölukerfi, byggist hins- vegar á þeirri forsendu, að allt verðlag og kaupgjald, að minnsta kosti innan- lands, eigi að hreyfast samhliða. Með öðr-

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.