Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Síða 23

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Síða 23
ÞingtiSindS 16. þings B.S. R. B. Þingið var sett í samkomusal Melaskólans í Reykjavík, föstudaginn 12. nóv. 1954, kl. 16,15. Gerði það formaður bandalagsins, Olafur Björns- son prófessor. í upphafi máls bauð hann fulltrúa og gesti vel- komna og áður en gengið yrði til dagskrár, kvaðst hann vilja minnast þriggja látinna félaga, er sæti höfðu átt á fyrri þingum bandalagsins og væru öllum harmdauði. Nöfn hinna látnu eru: Guðmundur Pálsson kennari, Reykjavík, Hálf- dán Helgason prófastur, Mosfelli, og Þorsteinn Þorsteinsson gjaldkeri, Akureyri. Fundarmenn risu úr sætum til virðingar hinum látnu félags- mönnum. Þessu næst fluttu ávörp tveir gestir, er voru viðstaddir þmgsetningu, sem fulltrúar stéttar- samtaka sinna. Voru það Adolf Björnsson, for- maður Sambands ísl. bankamanna, og Jón Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Is- lands. Töluðu þeir um samtöðu stéttasamtakanna og fluttu B.S.R.B. kveðjur og árnaðaróskir. For- maður B.S.R.B. þakkaði. Af hálfu kjörbréfanefndar talaði Magnús Egg- ertsson. Lýsti hann því að borizt hefðu kjörbréf frá 23 félögum, sem kosið hefðu 104 aðalfulltrúa og 96 til vara. Tvö ný félög sóttu um inngöngu í bandalagið: Starfsmannafélag Akraneskaup- staðar og Starfsmannafélag Veðurstofunnar. Lagði stjórnin til að hinu fyrrgreinda yrði veitt innganga, en lagði til að umsókn hins síðar- nefnda yrði vísað til skipulagsnefndar þingsins. Var þingheimur þessu samþykkur. — Að tillögu starfskjaranefndar seinna á þinginu, var Starfs- mannafélagi Veðurstofunnar synjað um inn- göngu, þar eð ekki var talinn grundvöllur fyrir inntöku þess í bandalagið. Er orsökin sú, að starfsfólk Veðurstofunnar hefur verið í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana og er þar margt félags- bundið enn, þrátt fyrr stofnun hins nýja félags. Forsetar þingsins voru kjörnir í einu hljóði: 1. forseti Helgi Hallgrímsson, 2. forseti Björn L. Jónsson og 3. fprseti Maríus Helgason. Til ritara- starfa voru kosnir þessir menn: Guðjón Gunn- arsson, Ársæll Sigurðsson, Karl Halldórsson og Aðalsteinn Norberg. Formaðurinn flutti starfsskýrslu bandalags- stjórnar og ræddi um viðhorfin í baráttumálum samtakanna. Gjaldkerinn, Þorvaldur Arnason, gerði grein fyrir reikningum bandalagsins. Lögð var fram fjölrituð skýrsla frá stjórninni um helztu málefni, og fer hún hér á eftir í heild: SkýrsEa bandalagsstjórnar. Löggjöf um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Á síðasta þingi B.S.RjB. var frá því skýrt, að undirbúningi undir löggjöf um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna væri þá langt komið og viðræður hafnar milli fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og stjórnar bandalagsins um frv. að væntanlegri löggjöf um það efni. Viðræðum þessum var haldið áfram veturinn 1952—53 eftir að þingi foandalagsins lauk, en eigi reyndist þá unnt að fá frv. flutt á Alþingi. I nóvembermánuði árið 1953 lagði fjármálaráð- herra svo frumvarpið fyrir Alþingi, og varð það að lögum á því þingi með nokkrum minniháttar breytingum, sem á því voru gerðar að ósk banda- lagsstj órnarinnar. Þær breytingar voru helztar gerðar frá hinu upphaflega frv. Gunnars Thoroddsen borgar- stjóra, er falinn hafði verið undirbúningur lög- gjafarinnar, að felld var niður heimild fjármála- ráðuneytinu til handa til þess að veita mönnum ársleyfi frá störfum á 10 ára fresti, og ennfremur heimild til þess að veita ríkisstarfsmönnum lán til heimilastofnunar. Á hinn bóginn var á það fallizt, að koma til móts við kröfur bandalagsins um samræmingu reglna um veikindafrí, þótt samkomulag yrði um það, að slíkt yrði ákveðið með reglugerð en ekki tekið upp í lögin. Á s.l. vori voru að undangengnum samninga- umræðum milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar og bandalagsstjórnarinnar settar reglugerðir um veikindafrí opinberra starfsmanna, svo sem um hafði verið samið í sambandi við löggjöfina um réttindi og skyldur, og ennfremur um orlof ríkis- starfsmanna, en um það atriði hafði staðið þóf mikið frá vorinu 1953, er kröfur voru bornar fram um lengingu orlofs er verkalýðsfélögin höfðu samið um í des. 1952. Lausn sú er fékkst á þessum málum með setn- ingu reglugerðanna mátti eftir atvikum teljast viðunandi. ÁSGARÐUR 21

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.