Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Page 27

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Page 27
Þingið sendi biskupi íslands, herra Ásmundi Guðmundssyni, svohljóðandi kveðju: „16. þing B.S.R.B. árnar yður allra heilla í yðar virðulega starfi og þakkar um leið ágæt störf unnin í þágu bandalagsins". — Frá biskupi barst þing- inu svohljóðandi svarskeyti: „Þakka hjartanlega kveðjur og heillaóskir. Blessun fylgi störfum yðar“. Tvö erindi voru flutt á þinginu. Sunnudaginn 14. nóv. talaði dr. Jóhannes Nordal hagfræðingur um vísitölukerfi og launakjörin. Var erindið stór- fróðlegt og skilmerkilegt, og þykir Ásgarði vænt um að geta birt það hverjum félagsmanni í þessu hefti. Væri vel, ef stjórnarvöldin kynntu sér skoðanir dr. Jóhannesar varðandi hrófatild- ur vísitölunnar. Gæti þá svo farið, að þeir rönkuðu við sér og teldu vissara að rífa það til grunna, áður en það hrynur af sjálfu sér þegar verst gegnir og skilur við hagkerfi lands og þjóðar í rústum. — Hitt erindið var flutt daginn eftir. Júlíus Björnsson fulltrúi sagði frá þingi norrænna bæjastarfsmanna, sem hann sótti s. 1. sumar, en það var haldið í Kaupmanna- höfn. Kom þar ýmislegt athyglisvert fram, bæði gagnlegt og gamansamt. Þingfulltrúar voru heiðraðir með þrem heim- boðum að þessu sinni. Hið fyrsta var frá hendi fjármálaráðherra, Eysteins Jónssonar, og konu hans, sem buðu til kvöldverðar í ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu sunnudaginn 14. nóv. Voru þar rausnarlega fram bornar ljúffengar veitingar, og þótt þétt væri áskipað í ekki stærri salarkynnum, undu menn sér þar ágæta vel fram eftir kvöldi og nutu hins bezta atlætis af hálfu ráðherrahj ónanna. Fyrsti forseti þingsins, Helgi Hallgrímsson, ávarpaði þau hjónin og flutti þakkir þingsheims í skörulegri ræðu. Sama gerði og formaðurinn, Olafur Björnsson próf. Fjár- málaráðherra tók þá til máls. Talaði hann m. a. nokkuð um kjör opinberra starfsmanna og sér- stöðu þeirra í launabaráttunni. Taldi hann að ríkið gæti ekki sniðgengið eðlilegar kröfur starfs- manna sinna um hækkuð laun en kvaðst þó ekki geta gefið nein skuldbindandi loforð þar um. Mæltist ráðherra mjög vel, og fóru gestirnir ánægðir af fundi hans og konu hans. Tveim dögum seinna þágu þingfulltrúar síð- degisboð forsetahjónanna að Bessastöðum. Var þar gott að koma, og dvöldu menn þar rúmar tvær stundir við bezta foeina. Þar töluðu einnig af hálfu þingsins formaður og 1. forseti og báru m. a. fram þakkir. Forseti íslands hélt stutta ræðu á eftir og minntist nokkuð samskipta sinna við opinfoera starfsmenn, bæði fyrr og síðar. Voru forsetahjónin síðan kvödd með virktum. Frá Bessastöðum héldu flestir foeint í Þjóðleik- húsið, en þangað hafði Starfsmannafélag ríkis- stofnana boðið til hátíðarsamkomu í tilefni af 15 ára afmæli félagsins. Var þar margt á dagskrá, þ. á. m. tvær ræður og báðar góðar. Þær fluttu Guðjón B. Baldvinsson formaður félagsins og frú Valborg Bentsdóttir. Af skemmtiatriðunum var markverðastur einsöngur frú Maríu Markan og Kristins Hallssonar, en auk þess var upplest- ur, leikþáttur og gamanvísur. Félagatal. I Bandálagi starfsmanna ríkis og bæja voru í árslok 1953 25 félög. Frá einu þeirra hefur ekki borizt skýrsla, en í hinum var félagatala í árslok 1953 3416. Samþykkfir þingsins Launamál. 16. þing B. S. R. B., lýsir þeirri skoðun sinni, að brýn nauðsyn sé á bættum launakjörum opinberra starfsmanna nú þegar. Þessa skoðun sína vill þingið rö-kstyðja m. a. með þessum ábendingum: a) Launabætur þær, sem fengizt hafa, eru ófullnægjandi, vegna sívaxandi dýrtíðar og verð- bólgu á flestum sviðum. b) Efnahags- og atvinnuþróunin í landinu hefir orðið opinberum starfsmönnum mjög óhag- stæð í samanburði við aðrar stéttir. c) Af þessum sökum verða opinberir starfs- menn að leita sér aukastarfa, sem oft samrým- ast ekki aðalstarfinu og rýra óhæfilega tíma þeirra og g-etu til að sinna því sem skyldi. Fjöldi þeirra hefir hinsvegar engan möguleika á slíkri aukavinnu. Þe-ssa óheillaþróun telur 16. þingið þjóðar- nauðsyn að stöðva þegar í stað. Fyrir fullt starf ber hverjum manni lífvænleg laun og eigi lægri hjá ríki og bæjum en einkafyrirtækjum. Um leið og þingið birtir alþjóð þessa skoðun sína, vill það ítreka nokkrar margendurteknar samþykktir foandalagsins, en varar mjög alvar- lega við þjóðfélagslegum afleiðingum þess, að þeim kröfum verði ekki sinnt nú. I. Endurskoðun vísitölu. 16. þing B. S. R. B., endurtekur áskorun 10., 12., 13.,14. og 15. þings á stjórnarvöld landsins að láta þegar endurskoða grundvöll vísitölu þeirrar, sem nú er notuð við útreikning á verð- lagsuppbótum laun-afólks. Bendir þingið á, að ÁSGARÐUR 25

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.