Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Síða 42
Þvottavélin
MJÖLL
er traustbyggð,
örugg
og ódýr.
Er þegar
í notkun
á liundruðum
íslenzkra
heimila.
Fœst
með afborgunar-
skjlmálum.
Vélsmiðjan
H É Ð I N N H. F.
alveg sérstakar ástæður séu fyrir hendi, svo sem að
fært sé að beita heimild 2. málsgr. 25. gr. laga um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, til að leyfa
starfsmanni að vinna % starfstíma gegn samsvarandi
launafrádrætti.
Með sama hætti er rétt að veita manni lausn frá
starfi vegna heilsubrests, ef hann hefur verið frá
vinnu vegna veikinda tvöfaldan þann tíma, er hann
átti rétt til að halda launum í fjarveru sinni sam-
kvæmt 1. mgr. 6. gr. Þetta gildir þó eigi, ef læknir
vottar að líkur séu til fulls bata á næsta misseri, enda
sé starfsmanni þá veitt lausn að liðnu því misseri, ef
hann er þá enn óvinnufær.
Ekki skulu framangreindar reglur um veikindafor-
föll vera því til fyrirstöðu, að starfsmanni verði veitt
lausn frá störfum vegna vanheilsu, er hann æskir
þess, ef hann er samkvæmt læknisvottorði orðinn
varanlega ófær um að gegna starfi vegna vanheilsu.
Fer þá um greiðslu launa samkvæmt 1. mgr. 21. gr.
laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
40 ÁSGARÐUR
10. gr.
Halda skal skrá yfir veikindadaga oginberra starfs-
manna við hverja stofnun. Ef starfsmaður flytzt milli
starfa, skal leggja saman veikindadaga hans í báðum
störfum, eftir því sem við á.
11. gr.
Vegna bamsburðar skal kona eiga rétt á að vera
fjarverandi með fullum launum í samtals 90 daga.
Séu lengri frátafir nauðsynlegar að dómi lækna, skal
meta þær eftir ákvæðum um veikindadaga, sbr. 6. gr.
12. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr.
38 14. apríl 1954, um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins, öðlast gildi 1. júlí 1954, og falla þá jafnframt
úr giidi eldri ákvæði, er brjóta kunna í bága við
ákvæði hennar.
Fjármálaráðuneytið, 15. júní 1954.
Skúli Guðmundsson. / Sigtr. Klemenzson.