Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Síða 10

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Síða 10
konur voru almennt kallaðar ritarar, en karlar bókarar, af því að laun bókara eru betri. Þegar frumvarp að lögum þessum lá fyrir Alþingi, fóru nokkrar duglegar konur úr Kvenréttindafélagi Islands á stúfana og fengu því framgengt, að svo- hljóðandi ákvæði var bætt inn í frum- varpið: „Við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka skulu konur að öðru jöfnu hafa sama rétt og karlar.“ Lög þessi gengu í gildi 1. apríl 1945. En eins og að líkum lætur, var frumvarp að lögum þessum miðað við það að flokka laun að verulegu leyti eftir því, hvernig störfin höfðu verið launuð áður, og réð þá miklu, hvort karl eða kona hafði gegnt starfinu, þótt ákvæði um launajafnrétti væri þarna skotið inn á síðustu stundu, var ekkert hróflað við launaflokkun úr því. Launagreiðslur fyrir „kvennastörf“ voru því að mestu leyti óbreyttar eftir sem áður. Þegar launalög þau, sem tóku gildi 1956, voru samin, var enn stuðzt við þá flokk- un, sem gerð hafði verið 1945, og er því raunin sú, að störf þau, sem upphaflega voru flokkuð sem ,,kvennastörf“ og metin sem slík, án tillits til þess, hvaða kröfur voru gerðar til menntunar, hæfni eða leikni til að leysa þau af hendi, eru enn vanmetin til launa. Á 18. þingi B. S. R. B. var að þessu til- efni samþykktar eftirfarandi tillögur: „18. þing B. S. R. B. felur stjórn banda- lagsins að vinna að því að endurmetin verði þau störf hjá ríki og bæjarfélög- um, sem hingað til hafa verið vanmetin til launa vegna þess, að þau voru talin ,,kvennastörf“, þegar þeim var skipað í launaflokka. Má þar nefna: hjúkrunar- konur, talsímakonur, vélritara og ljós- mæður. Ennfremur felur þingið stjórninni að vinna að því að lagfærð verði svo fljótt sem auðið er þau mistök, sem orðið hafa við setningu og framkvæmd launalaga, að ýmis ritarastörf og fleiri störf hafa raunverulega lækkað í launastiga. Þingið kýs 3 konur í milliþinganefnd til að vinna að þessum málum með stjóm bandalagsins.“ í nefnd þessa vom kosnar: Valborg Bentsdóttir, Starfsmannafélagi ríkisstofn- ana, Anna Loftsdóttir, Hjúkrunarkvenna- félagi Islands og Inga Jóhannesdóttir, Fé- lagi íslenzkra símamanna. Milliþinganefndin hefur haft samstarf við kvennanefnd, sem starfaði á vegum Starfsmannafélags ríkisstofnana. Innan þess félags var safnað skýrslum um laun starfsmanna á 30 mismunandi ríkisstofn- unum. Á þessum stofnunum var starfs- mannafjöldi 1—100. Ekki voru teknar með stofnanir, þar sem eingöngu unnu karlar, og einungis taldir starfsmenn, sem tóku laun í samræmi við launalög. Starfs- mennirnir vom samtals 643 og skiptust þannig, að 36% voru konur og 64% karlar. En innbyrðisskiptingin var þessi: Launafl. konur. karlar. % % 13—15.......... 56 0 10—12 ......... 32 38 7—9 .......... 11 41 4—6 ........... 1 20 3 ........... 0 1 Auk þess sem athugun þessi leiddi í ljós, að meira en helmingur kvennanna var í lægra launaflokki en fært virtist að bjóða nokkmm karlmanni, kom það greinilega í ljós í skýrslunum, að flokkun á launum kvenna virtist mjög handahófs- leg, og ýmis störf, sem bæði fylgdi vandi og ábyrgð, voru betur launuð, ef karlar höfðu þau með höndum. Eins og sjá má af skýrslum þessum, er mikið ógert, áður en fullkomið jafnrétti ríkir milli kynjanna um launagreiðslur, þótt skýr lagaákvæði séu fyrir hendi. Stjórn B. S. R. B. hefur ásamt milliþinga- nefndinni unnið að því að fá framgengt bráðabirgðalagfæringum, eftir því sem 8 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.