Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Side 11

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Side 11
Fréttir frá stjórn B.S. R. 6. Orlof opinberra starfsmanna. Eftir „desemberverkfall“ verklýSsfé- laganna 1955, þegar þau fengu 20% hækkun á orlofsfé, kom fráfarandi banda- lagsstjórn því á framfæri við ríkisstjórn- ina, að opinberir starfsmenn fengju hlut- fallslega aukningu á sumarleyfum. Þegar síðasta bandalagsþing var haldið lá það fyrir, að ríkisstjórnin hafði fallizt á kröfur bandalagsins fyrir þá starfs- menn, sem unnið höfðu skemur en 15 ár, og lagt fram frumvarp á Alþingi í sam- ræmi við það, en taldi ekki ástæðu til þess að auka sumarleyfi þeirra, sem lengur höfðu unnið og þegar höfðu hlotið 24 daga orlof. Bandalagsþingið fól bandalagsstjórn að vinna að því að þessir starfsmenn fengju sitt orlof lengt í 27 virka daga. Bandalagsstjórnin fylgdi þessari tillögu eftir í fjármálaráðuneytinu og fjárhags- föng eru á, og er því starfi enn ekki lokið. En fullkomið samræmi kemst ekki á um launagreiðslur karla og kvenna nema með lagabreytingu. En til þess að undir- búa þá löggjöf, svo vel sé, er enn mikið starf fyrir höndum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunar- tillaga um skipun jafnlaunanefndar til að gera athugun á, hvernig launagreiðslum til kvenna er háttað, bæði á frjálsum vinnumarkaði svo og hjá ríki og bæjar- félögum. Er þess að vænta, að skipun slíkrar nefndar verði til þess, að launa- mál kvenna verði tekin til alvarlegrar athugunar og ekki hætt fyrr en það verð- ur fáránleg fortíðarsaga, að greidd séu laun eftir því, hvort karl eða kona er að starfi. nefnd Alþingis með þeim árangri, að sam- þykkt var, að menn með 15 ára starfs- aldur fengju 27 virka daga í sumarfrí. 25 þús. króna styrkur til bandalagsins. 18. þing bandalagsins lagði áherzlu á, að stjórn bandalagsins ynni áfram að því við Alþingi og ríkisstjórn, að bandalagið nyti styrks úr ríkissjóði til starfsemi sinnar, hliðstætt því, sem Alþýðusam- bandið hefur hlotið, en óskum Bandalags- ins í því efni hafði áður verið synjað. Eftir bréfaskriftir og viðtöl við fjár- málaráðherra og fjárveitinganefnd Al- þingis, fengust 25 þús. kr. inn á fjárlög ársins 1957, og er sama upphæð á fjár- lögum yfirstandandi árs. Hækkun á bygg ngarlánum. Samkvæmt samþykkt síðasta bandalags- þings, vann bandalagsstjórnin að því strax að afloknu bandalagsþingi að fá hækkun á byggingarlánum lífeyrissjóða opinberra starfsmanna. Sá árangur fékkst í þessu máli, að Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins hækkaði lánin frá árs- byrjun 1957 að telja úr 225 í 300 kr. á hvern rúmmetra. Jafnframt var íbúðar- stærð til þess að ná hámarksláni lækkuð úr 440 í 400 m3. Síðar var svo ákveðið að verja tals- verðri fjárupphæð til hækkunar á lán- um þeirra, sem fengið höfðu lán á árun- um 1956 og 1955 og enn voru í vandræð- um með að ljúka byggingum sínum. Var byggingarsamvinnufélögum skrifað um ráðstöfun þessa, og mun um 3 milljónum króna hafa verið varið til hækkunar á eldri lánum samkv. þessu. Nýlega hefur enn verið ákveðið að hækka lánin úr 300 í 325 kr. á m3 og ÁSGARÐUR 9

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.