Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Side 21

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Side 21
Félög bæjarstarfsmanna eru flest fá- menn og ung að árum, þau hafa orðið að heyja baráttu við bæjarstjórnir fátækra bæjarfélaga, sem oftast nær hafa fremur litið á hvað væri vinsælt meðal kjósenda almennt, en hvað væri eðlilegt lifibrauð handa starfsmönnum bæjarfélagsins. Þó að langt sé í land þangað til sá hugsunarháttur er að fullu horfinn, að opinberir starfsmenn séu ómagar, þá hefir þó aukizt skilningurinn á því að þeir eru líka borgarar og þurfa líka að lifa, þó að þeir rói ekki til fiskjar né afli heyja og hirði skepnur. Það vakti því athygli og ánægju þegar landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 1955 beindi tilmælum til stjórnar sam- bandsins, að hún hefði forgöngu um sam- ræmingu launakjara starfsmanna sveitar- og bæjarfélaga. Stjórnin hófst þegar handa um undirbúning, og á fulltrúaráðsfundi sambandsins 1956 var henni falið að hafa forgöngu um þetta mál og leita sam- starfs við stjórn B. S. R. B. Stjórn B. S. R. B. tilnefndi af sinni hálfu til þess að vinna að þessu máli, þá Sveinbjörn Oddsson form. Starfsmanna- Guðjón B. Baldvinsson deildarstjóri: Launakjör starfs- manna í kaupstöðum og kauptúnum fél. Akraneskaupstaðar, Júlíus Björns- son, varaform. Starfsmannafél. Reykja- víkurbæjar og Guðjón B. Baldvinsson. Saga þessa máls og starf nefndarinnar verður ekki rakið hér, en í stuttu máli varð árangur sá, að samin voru drög' að samræmdri launasamþykkt fyrir starfs- menn kaupstaðanna. Launastigi er hinn sami og nú gildir í stærstu bæjunum. Það sjónarmið réði að sömu laun skyldi greiða hvar sem væri á landinu, eins og gert er hjá ríkinu, ennfremur að ekki skyldi mismuna í laun- um eftir kynjum. Flokkun eftir störfum í launastiga frá X. til XIV. launafl. er algerlega í samræmi við það, sem gildir hjá Reykjavíkurbæ, Hafnarfirði, Kefla- vík og hjá ríkinu samkv. launalögum. Þegar ofar kom í stigann vandaðist málið vegna þess að þá eru til ótal frá- vik. Ymsir starfsmenn hafa fleiri en eitt starf með höndum, forstjórn ýmsra bæjar- fyrirtækja er misjafnt metin til launa, til eru stór og þýðingarmikil bæjarfyrir- tæki, sem krefjast sérhæfðra starfskrafta í framkvæmdastjórn og við skrifstofu- störf. Þetta verður ekki metið eða niður- raðað af fáum mönnum á fundi í Reykja- vík, þó að allir séu af vilja gerðir. Hér verður kunnugleiki að koma til. Þess var því gætt að hafa rúmt um hendur. Þrír fulltrúaflokkar gefa sæmilegt svigrúm til ÁSGARÐUR 19

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.