Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Side 5
Sveinn Björnsson, verkfrceðingur:
Akvörðun launahlutfalla
með kerfisbundnu starfsmati
Á síðasta þingi B. S. R. B. ríkti nokkur áhugi
á því, að félögum sambandsins yrði gefinn
kostur á, að kynnast því, sem nefnt hefur
verið kerfisbundið starfsmat".
Ritstjóri blaðsins leitaði til Sveins Björns-
sonar, forstjóra Iðnaðarmálastofnunar ríkis-
ins, um grein varðandi þetta efni, en Sveinn
er manna fróðastur um það og hefur á undan-
förnmn árum kynnt þessa nýju leið til lausn-
ar launamála bæði í ræðu og riti. Sveinn tók
málaleituninni vel og fer grein hans hér á
eftir.
Nokkurs misskilnings hefur gætt hjá ýms-
um ríkisstarfsmönnum vegna samþy-kktar,
sem gerð var á bandalagsþingi s.l. haust,
sem var á þá leið, að stjórn B. S. R. B. beitti
sér fyrir kerfisbundnu starfsmati við samn-
inga við ríkisstjórnina. Hafa sumir ætlað, að
notað verði þannig starfsmat við næstu kjara-
samninga, en eins og kemur fram í grein-
inni hér á eftir, er ein veigamesta forsendan
fyrir kerfisbundnu starfsmati, að báðir aðilar
komi sér niður á ákveðna þætti starfsmatsins,
en um slíkt hefur ekki verið að ræða, því
að í þau skipti, sem Kjararáð hefur fitjað
upp á slíkum vinnuaðferðum við samninga-
nefnd ríkisstjórnarinnar, hefur ekki verið um
neinar undirtektir að ræða.
Það skal tekið fram að reynt verður eftir
föngum að birta í hverju hefti blaðsins ein-
hverja viðlíka grein og hér fer á eftir, þar
sem saman fer fróðleikur og gagnsemi.
Blaðið þakkar Sveini Björnssyni góðar
undirtektir og skjóta úrlausn.
Inngangur.
Það geta væntanlega allir orðið sam-
mála um, að það sé nokkrum vandkvæð-
um bundið að ákveða launahlutföll fyrir
ólík störf. Þetta er í senn gamalt vanda-
Svemn
Bjövnsson.
mál og nýtt, en eftir því, sem verkaskipt-
ing verður fjölþættari reynir sífellt meira
á, að þetta fari vel úr hendi. Að vísu heyr-
ist stöku sinnum nefnt það sjónarmið, að
hér sé í rauninni um ekkert vandamál að
ræða. Algjör launajöfnuður sé það eina
rétta. I rauninni liggur það fyrir utan til-
gang þessarar greinar að vega og meta þá
spurningu, hvort gera skuli verulegan eða
lítinn mun á launum fyrir mismunandi
vandasöm og erfið störf. En því er á þetta
minnst, að það vandamál að ákvarða
launahlutföll er því aðeins til staðar, að
verulegur munur sé gerður á launum í
áðurgreindum skilningi.
Ritstjórn Asgarðs hefur óskað þess, að
greinarhöfundur tæki saman nokkurn
fróðleik um kerfisbundið starfsmat. Að
baki þessari ósk liggur, að vænta má,
áhugi á því að endurbæta, ef unnt er, þá
aðferð, sem notuð hefur verið við ákvörð-
un launahlutfalla opinberra starfsmanna
og að þeim skapist tækifæri til að kynn-
ast og íhuga í þessu skyni þá leið, sem
fólgin er í kerfisbundnu starfsmati.
Enda þó orðið starfsmat kunni að
koma mönnum fyrir sjónir sem nýyrði,
ÁSGARÐÚR 5