Fréttablaðið - 16.09.2021, Page 10

Fréttablaðið - 16.09.2021, Page 10
10 Fréttir 16. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFÓKUS Á HJARTA LANDSINS 16. september 2021 FIMMTUDAGUR Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi. Ein torfærasta fjallaleið á Íslandi er Gæsavatnaleið en hún liggur frá Tómasarhaga á Sprengisandsleið norð- an Vatnajökuls að Drekagili í Dyngjufjöllum. Flestir klöngrast Gæsavatnaleið akandi og er þá lagt upp frá skála Ferðafélags Íslands í Nýjadal, en þeir hörðustu þræða hana á nokkrum dögum gangandi eða á fjalla- hjólum. Á leiðinni er farið um Gæsavötn, yfir Dyngju- háls og fram hjá Kistufelli uns komið er að Urðarhálsi. Þetta er jökulsorfin grágrýtisdyngja sem nær 1.025 m hæð og er eins og nafnið gefur til kynna stórgrýtt sem gerir 8 km langa leiðina yfir hálsinn að einum helsta farartálma Gæsavatnaleiðar. En það borgar sig að mjak- ast upp Urðarháls því efst er risastór sigketill sem er með helstu náttúruundrum Íslands. Þetta er svokallaður fall- gígur (e. pit crater) sem verða til í dyngjum þegar berg- bráð tæmist úr þeim og skilur eftir storkið hraunþak sem síðan fellur saman. Sigketillinn á Urðarhálsi er engin smásmíði, eða 1.100 m langur, 800 m breiður og hátt í 100 m að dýpt. Hann er jafnfram langstærsti fall- gígur á Íslandi þótt hann eigi lítið í þekktustu fallgíga jarðar á Havaí. Úr lofti sést hvernig gígurinn á Urðar- hálsi er eins og stansaður í stórgrýtta dyngjuna með þverhníptum brúnum sem geta verið varasamar, ekki síst í vetrarferðum. Það er gaman að ganga í kringum sigketilinn á Urðar- hálsi og virða fyrir sér gímaldið í návígi. Útsýnið frá brúnum hans er af dýrari gerðinni og sést vel í risavaxna Trölladyngju í norðvestur, austan við hana Dyngjufjöll og enn lengra í austur Snæfell og Kverkfjöll. Í suðri er Vatnajökull með Bárðarbungu og enn nær Kistufell og vestar Tungnafellsjökull. Eftir gönguna á Urðarhálsi er haldið áfram austur Gæsavatnaleið að næsta farartálma, svokölluðum Flæð- um. Þar f læðir yfirborðsvatn af jöklinum út á svarta sanda, einkum síðdegis þegar hlýtt er í veðri. Á margra kílómetra kafla þarf oft að aka nánast viðstöðulaust í jökulvatni til að forðast að festast í aurbleytu. Flæð- urnar geta þó þornað upp og þá byrgja sandstormar oft útsýni. Smám saman er komið að Holuhrauni og síðan ekið meðfram því að Drekagildi í Dyngjufjöllum, rétt hjá Öskju. Gæsavatnaleið tekur daginn akandi og vel það, og því kærkomið að hvíla ökutækið og skella sér í göngu á grjóthörðum Urðarhálsi. ■ Grjótharður Urðarháls Urðarháls er stórgrýtt dyngja með sigkatli sem jafnframt er stærsti fall- gígur landsins. Hér er horft til norðausturs en ef vel er að gáð sést hópur fjallahjóla- fólks neðarlega á myndinni. MYNDIR/ÓMB Hjólað yfir Flæðurnar í átt að Urðarhálsi, en þennan dag voru þær að mestu þurrar og því auðveldar yfirferðar. Kistufell í baksýn. Á Gæsavatnaleið er landslagið víða eins og á tunglinu, ekki síst við Urðarháls.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.