Fréttablaðið - 16.09.2021, Side 13

Fréttablaðið - 16.09.2021, Side 13
Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Netapótek Lyavers Frí heimsending um land allt!* Í Netapóteki Lyavers getur þú fundið þína lyfseðla, valið samheitalyf og séð lyaverðið þitt. Nýttu þér lágt lya- og vöruverð á lyaver.is lyaver.is Suðurlandsbraut 22 Afhendum samdægur s á höfuðbo rgarsvæðin u mán–lau e f pantað er fyrir kl. 1 3:00. Opna lyagáttina Apótekið heim til þín *Frí heimsending ef pantaðir eru tveir lyfseðlar eða verslað er fyrir meira en 9.900 krónur. Í lýðræðissamfélagi leitast menn jafnan við að leggja réttlæti eða sanngirni til grundvallar laga- setningu. Eðli máls samkvæmt geta menn verið ósammála um hvað telst vera réttlátt og sann- gjarnt. Þessi hugtök er því ekki unnt að reikna út í excelskjali. Almenn umræða er helsti leiðarvísirinn fyrir löggjafann við mat á því hvort löggjöf er í samræmi við þetta grundvallar- sjónarmið. Tveggja áratuga þóf Þegar Morgunblaðið birti á dögunum frétt um stefnu Við- reisnar í sjávarútvegsmálum var orðið sanngirni í gæsalöppum sett í fyrirsögn. Gæsalappir um sanngirnishugtakið í þessu sam- hengi sýna vel eðli þeirra deilna, sem staðið hafa um fiskveiðilög- gjöfina. Árið 2000 komst nefnd, með fulltrúum allra f lokka og helstu hagsmunasamtaka undir forystu Jóhannesar Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti ákvæði í stjórnarskrá um gjaldtöku fyrir tímabundinn afnotarétt af þjóðareign til þess að fullnægja kröfum um réttláta og sanngjarna löggjöf. Á Alþingi hefur þessi niðurstaða verið í þófi síðan. Réttlæti og hagkvæmni Á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, stóðu stjórnarflokkarnir þrír gegn því að kvöð um tíma- bindingu yrði fest í lög. Áður en kjörtímabilið hófst voru Fram- sókn og VG hins vegar fylgjandi slíkri breytingu. Frá aldamótum hefur minni- hluti á Alþingi í 17 ár nýtt aðild að samsteypustjórnum til að hindra framgang tillagna auðlinda- nefndar um tímabindingu. Í 4 ár frá 2009 til 2013 kom sundurlyndi þáverandi tveggja stjórnarflokka um önnur efni í veg fyrir að sátta- tillaga um tímabindingu næði fram að ganga. Núverandi ríkisstjórn hefur hafnað tillögum um gjald fyrir tímabundinn afnotarétt með þeim rökum að fyrirsjáanleiki sé nauðsynleg forsenda fyrir hagkvæmni í rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja. Tvenns konar óvissa Gæsalappir Morgunblaðsins Sanngirni í gæsalöppum benda til þess að röksemdir ríkis- stjórnarinnar séu reistar á þeirri trú að réttlæti og hagkvæmni geti ekki farið saman. Skoðum það. Gildandi lagareglur segja að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði. Samkvæmt orðanna hljóðan er því unnt að svipta allar útgerðir veiðiheimildum án fyrirvara, nema dómstólar veiti uppsagnarfrest. Í því tilviki veit enginn hver hann kann að vera. Fyrirsjáanleikinn byggist því hvorki á stjórnarskrá né almennum lögum. Hann er algjör- lega háður tvenns konar pólitískri óvissu: Annaðhvort þeirri að einn f lokkur geti nýtt sér aðild að ríkisstjórn til að koma í veg fyrir breytingar eða hinni að sundur- lyndi annarra f lokka um óskyld mál leiði til hins sama. Fyrirsjáanleiki með lögum eða lukku? Veðmálið um þessar pólitísku forsendur hefur gengið upp í tvo áratugi. Og það getur gengið upp til eilífðar. En það er engin lagaleg trygging fyrir því að svo verði. Fyrirsjáanleikinn byggist því alfarið á pólitískri lukku en ekki lagareglu. Kjarni málsins er sá að endur- gjald fyrir samning um tuttugu ára nýtingarrétt tryggir mun betur en gildandi löggjöf fyrir- sjáanleika og hagkvæmni. Um leið myndi sú nýskipan mála full- nægja betur viðteknum sjónar- miðum um réttlæti og sanngirni. Kenningin um að hagkvæmni og réttlæti séu andstæður er ein- faldlega ekki á rökum reist. Samþjöppun og markaður Því er haldið fram að markaðs- verðmyndun á tímabundnum aflaheimildum leiði til of mikillar hagræðingar og samþjöppunar í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Nú er það svo að verðmyndun á uppboðsmarkaði er ekki forsenda fyrir tímabundnum heimildum. Hún er bara, rétt eins og á öðrum sviðum, einfaldasta leiðin til að finna sanngjarnt verð. Hafa þarf hugfast að þetta er endurgjald fyrir afnot af sameign en ekki skattur. Í gildandi löggjöf sætir framsal af laheimilda margs konar tak- mörkunum til að hindra of mikla hagræðingu og samþjöppun. Viðnám gegn frekari sam- þjöppun getur verið skynsamlegt. En nærtækara er að ná því marki með breytingu á gildandi reglum um takmörkun á framsali og stærð fyrirtækja en með andstöðu við verðmyndun á markaði. Það er þekkt, gegnsæ og sanngjörn leið. Er ekki sá tími kominn? Er ekki sá tími kominn að tryggja megi sanngirni og fyrirsjáanleika í sjávarútvegi með öðru en gæsa- löppum? n Kenningin um að hag- kvæmni og réttlæti séu andstæður er einfald- lega ekki á rökum reist. FIMMTUDAGUR 16. september 2021 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.