Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2021, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 16.09.2021, Qupperneq 42
Langdreginni bið eftir atlögu leikstjórans Denis Ville- neuve að Dune er loksins að ljúka. Myndarinnar hefur víða verið beðið með kvíða- blandinni óþreyju enda fyrri tilraunir málsmetandi manna til þess að kvikmynda þetta tímamótaverk Franks Her- berts runnið bókstaflega út í sandinn. Leikstjórinn Denis Villeneuve ræðst ekki á sandskaflinn þar sem hann er lægstur með djarfri og stjörnum prýddri tilraun sinni til þess að laga margbrotna vísindaskáldsögu Franks Herberts að hvíta tjaldinu. Margir telja þetta þegar fullreynt enda hafa ekki minni spámenn en Alejandro Jodorowsky, Ridley Scott og sjálfur David Lynch rennt stoð- um undir þá hugmynd að ómögu- legt sé að kvikmynda söguna. Jodorowsky gerði metnaðar- fulla atrennu að Dune á áttunda áratugnum en þar sem hann stóð fastur á því að myndin yrði að vera eitthvað á milli tíu til tólf klukku- stunda löng runnu áform hans út í sandinn. Eðlilega kannski. Ridley Scott kannaði síðar mögu- leikana á kvikmyndaaðlögun Dune en eftir margra mánaða undirbún- ingsvinnu hætti hann við og sneri sér að Balde Runner. Sem betur fer kannski. Þá rataði bókin í hendur Davids Lynch sem komst mun lengra en hinir tveir þar sem Dune rataði eftir mikla eyðimerkurgöngu í bíó 1984. Því miður kannski þar sem áhorf- endur og gagnrýnendur sameinuð- ust um að slátra myndinni. Lynch til málsbóta höfðu framleiðendurnir tekið fram fyrir hendurnar á honum á endasprettinum þannig að honum auðnaðist ekki að koma sinni sýn á verkið alla leið, enda hefur hann þvegið hendur sínar af myndinni og afneitað henni með öllu. Rosalegur listamaður Villeneuve lét fortíðina ekki aftra sér. Sem betur fer kannski þar sem fyrstu viðbrögð gagnrýnenda benda til þess að honum ætli að takast að stíga sandölduna með stæl. „Ég er mjög peppaður fyrir þess- ari mynd þótt ég sé ekki neinn Dune-sérfræðingur,“ segir Haf- steinn Sæmundsson, sem heldur úti hlaðvarpinu Bíóblaður. „Ég hef ekki séð upprunalegu myndina og hef ekki lesið bókina en ég er mjög spenntur fyrir þessari mynd og það er aðallega út af leikstjóranum,“ segir Hafsteinn um Villeneuve. „Hann er rosalegur. Hann gerði þrjár myndir í röð sem ég dýrka, Prisoners, Sicario og Arrival, og ég var mjög hrifinn af þeim öllum,“ segir Hafsteinn og er þá kominn að öðrum snertif leti Blade Runner og Dune en 2017 gerði Villeneuve framhald af Ridley Scott-klassík- inni með Blade Runner 2049. Á hælum Blade Runner „Ég er reyndar ekki mesti Blade Runner-maðurinn og er svona alltaf að reyna að tengja við fyrstu myndina en hún nær mér aldrei alveg almennilega. Ég virði þessa mynd samt. Fyrir það sem hún er búin að gera fyrir sci-fi. Lúkkið á henni og tónlistin líka. Þetta er allt brjálað en ég var meiri Alien-maður þegar Ridley Scott er annars vegar. Svo kemur þessi nýja og ég sé hana í bíó. Mér fannst hún f lott. Alveg sjúklega f lott mynd en hún náði ekki að grípa mig,“ segir bíó- blaðrarinn sem horfði aftur á Blade Runner 2049 fyrir nokkrum dögum og varð þá einhvern veginn agn- dofa. Denis Villeneuve stígur sandölduna Timothée Chalamet og Re- becca Ferguson í hlutverkum vonarneistans Pauls Atreides og Lady Jessicu í Dune. MYND/WARNER BROS. Villeneuve stillir upp þéttum leikhópi þar sem meðal ann- arra Ferguson, Zendaya, Javier Bardem og Chalamet láta til sín taka. MYND/WARNER BROS. Francesca Annis og Kyle MacLachlan í Dune sem Lynch hafnaði. MYND/UNIVERSAL Denis Villeneuve. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is „Mér f innst hún bara algjört listaverk og varð bara enn þá spenntari fyrir Dune eftir að ég sá hana aftur.“ 100% háspenna „Alveg 100 prósent,“ segir Hafsteinn um spenninginn sem hann finnur fyrir í kringum Dune og hefur verið að stigmagnast síðan Covid frestaði ítrekað fyrirhugaðri frumsýningu í Bandaríkjunum 2020 til 22. október 2021. Þar fyrir utan hefur skáldsagan vitaskuld verið helgirit vísinda- skáldskaparnörda síðan hún kom út 1965, auk þess sem spor Lynch í sandinum magna upp kvíða- blandna eftirvæntinguna. „Ég finn það bara að það er rosamikil spenna hjá kvikmynda- áhugamönnum. Líka bara að fá eitthvað nýtt sem er ekki Marvel en er samt stórt. Þannig að ég persónu- lega er spenntastur fyrir þessari mynd af öllum sem koma á árinu. Þetta verður bara gaman.“ Hafsteinn fær örlítið forskot á sæluna á forsýningu í kvöld en almennar sýningar hefjast á föstu- daginn. „Covid er náttúrlega búið að eyðileggja svolítið fyrir svona stór- myndum að einhverju leyti en ég er að vona að fólk flykkist á þessa í bíó. Mér finnst frábært að Sambíóin hafi fengið að sýna myndina fimm vikum fyrir frumsýningu í Banda- ríkjunum og þú getur þá ekki farið og sótt hana á netinu. Þú verður að fara í bíó. Þannig að ég er mjög von- góður. Ég er eiginlega of spenntur fyrir þessari mynd,“ heldur Haf- steinn áfram og hlær. Óvissa í hálfleik „Það sem mér finnst líka áhugavert við myndina og lofa góðu er, að eins og ég skil þetta, þá ákvað Villeneuve að taka bókina öðruvísi tökum en David Lynch. „Lynch kvikmyndaði alla bókina en Villeneuve tekur bara fyrri helminginn og það er víst þannig að í byrjun myndarinnar kemur Dune Part I á tjaldinu. Ef ég skil þetta rétt. Þannig að þetta er bara fyrri hluti sem getur verið kostur og galli,“ segir Hafsteinn og bendir á þann augljósa ókost að einhverjir geti fyllst efasemdum um að þeir fái þá almennilegan endi. „Og ef þessi mynd floppar þá fáum við væntan- lega aldrei númer 2. Kosturinn er, eins og ég býst við að þetta verði, að þá fær myndin allavega kannski að anda aðeins. Hann er þá ekki að troða of miklu efni í eina mynd. Það er allavega mín von.“ Þá segir Hafsteinn að varla þurfi frekari vitnanna við en stikluna úr myndinni til þess að keyra vænting- arnar um góða mynd upp. „Þú sérð þar að þetta lúkkar brjálæðislega. Ég þarf örugglega að leggja mig inn á spítala ef hún er léleg, sko. Ég á eftir að fara í geðrof eða eitthvað. Hún má ekki vera léleg.“ ■ Ég þarf örugglega að leggja mig inn á spítala ef hún er léleg, sko. Hafsteinn Sæmundsson 26 Lífið 16. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 16. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.