Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 1
Í KVÖLD KL.
19:00
Á MBL.IS/BI
NGO
EKKI MISSA
AF LOKAÞÆ
TTINUM
TAKTU
ÞÁTT
Í BILI ..
.
F I M M T U D A G U R 1 5. A P R Í L 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 87. tölublað . 109. árgangur .
GIRNILEG TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ!
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 15.—18. apríl
Helgarsteik
Krydduð
1.979KR/KG
ÁÐUR: 3.298 KR/KG
Nauta T-bone
Fullmeyrnað
2.959KR/KG
ÁÐUR: 3.799 KR/KG
-22% Hindber
419KR/PK
ÁÐUR: 599 KR/PK
-40% -30%
VISSULEGA
GALLSÚR
SAMSETNING
INDIANA SVALA
FYRSTA KONAN
Í ÞRÓTTI
VERK ÞÓRDÍSAR CLAESSEN 62 90 ÁRA FÉLAG 30
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarfélagið Ölfus hefur úthlutað
þremur stórum lóðum fyrir strand-
eldisstöðvar vestan við Þorlákshöfn
og viðræður eru í gangi um þá
fjórðu. Eitt fyrirtækjanna er komið
með fisk í seiðastöð og hefur hafið
framkvæmdir á lóð sinni. Meiri
óvissa er með hin áformin.
Verði af þessum áformum og
áformaðri stækkun strandeldis-
stöðva á Reykjanesi munu skapast
möguleikar til að framleiða allt að 80
þúsund tonn af laxi á ári en til sam-
anburðar má geta þess að áætlað er
að framleiðsla í sjókvíaeldisstöðvum
í ár verði um 40 þúsund tonn af laxi.
Fjárfesting í mannvirkjum, tækni
og lífmassa einnar strandeldis-
stöðvar er áætluð 15-20 milljarðar
króna. Myndu framkvæmdirnar í
Þorlákshöfn, þar sem góðar að-
stæður eru, skapa hundruð starfa og
mikil umsvif í sveitarfélaginu.
Norskir fiskeldismenn og fjár-
festar eru með afar stór áform um
laxeldi á landi, bæði í heimalandinu
og á stærstu markaðssvæðum
heims. Verkefnin skipta tugum og
sum afar stór í sniðum. Vel hefur
gengið að fjármagna nokkur verk-
efni við skráningu félaga í kauphöll-
ina í Ósló. Flest eru verkefnin þó á
hugmynda- eða undirbúningsstigi og
þar sem stóreldi er byrjað hafa kom-
ið upp margvíslegir tæknilegir byrj-
unarörðugleikar, ekki síst við endur-
nýtingu vatns.
Hundruð starfa við landeldi
- Nokkur fyrirtæki eru að undirbúa eða hefja landeldi á laxi í stórum stíl í Þor-
lákshöfn - Stöðvar á Reykjanesi eru að stækka við sig - Mikil áhrif á stöðunum
Morgunblaðið/Eggert
Eldisker Í Noregi og víðar um heim
eru mikil áform um landeldi. MStrandeldi »16-18
_ Matsmenn sem fengnir voru til að
meta galla á vesturbyggingu höfuð-
stöðva Orkuveitu Reykjavíkur
benda á að gallarnir hafi komið í
ljós skömmu eftir að húsið var vígt
á vormánuðum 2003. Um það vitni
skriflegar heimildir frá 2004.
Matsmennirnir gagnrýna ýmsa
þætti í framkvæmdinni. Meðal ann-
ars hafi gluggakerfi frá dönskum
framleiðanda ekki verið prófað í
samræmi við verklýsingu.
Þá er gagnrýnt að framleiðandi
gluggakerfisins skuli ekki hafa
komið að síðustu viðgerðinni á
byggingunni á árunum 2015-2016.
Telja þeir fullreynt að gera við
vesturbygginguna. Úrbætur muni
kosta ríflega 1,9 milljarða. »6
Viðgerð á húsi OR
kosti um 2 milljarða
„Ekki taka frá okkur Vatnshólinn“ stóð meðal
annars á mótmælaspjöldum krakka sem tóku sér
stöðu á hólnum í gær. Krakkar úr nágrenni sjó-
mannaskólareitsins hafa mótmælt þarna dag-
lega síðan framkvæmdir hófust 17. mars sl. við
byggingu fjölbýlishúss fyrir aldraða. Á blokkin
að rísa austan Vatnshólsins, sem hefur verið vin-
sælt leiksvæði undanfarna áratugi. Vinir Vatns-
hólsins standa fyrir hverfispartíi nk. laugardag
en í fundarboði segir meðal annars: „Sýnum
samstöðu og sameinumst með börnunum í hverf-
ispartíi áður en svæðið fer undir malbik.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Taka sér mótmælastöðu á Vatnshólnum dag hvern
Dregið hefur verulega úr virkni í
nyrsta gígnum á gossvæðinu á
Reykjanesskaga en virkni hefur
aukist í þeim syðstu. „Með þessu er
goskerfið að laga sig betur að lands-
laginu,“ segir Þorvaldur Þórðarson
eldfjallafræðingur í samtali við
Morgunblaðið.
Kerfið að átta sig
Hann telur líklegt að virkni goss-
ins endi á sama stað og hún byrjaði,
þegar jafnvægi er náð.
„Nyrstu gígarnir stóðu hæst.
Kerfið er að átta sig á því að það er
erfiðara að halda dampi í mikilli hæð
og auðveldara að gera það á lægri
stöðum. Þetta er í rauninni aðlögun
að landslaginu og mætti kalla þetta
þrýstijöfnun.“ Framleiðnin í gosinu
hefur haldist nokkuð stöðug að hans
sögn. „Það sem þetta segir okkur er
að virknin mun halda sig við þetta
svæði sem hún er á.“ »24 og 26
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gígarnir Virknin er mest syðst, þar
sem gosopin standa þar lægra.
Færist
sunnar
- Aðlagast landslagi