Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Hari
Jarðhitagarður Hellisheiðarvirkjun
Orku náttúrunnar í vetrarham.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fyrirtækin Carbfix og Climeworks
leggja til að við breytingar á raf-
orkulögum verði heimilt að fella nið-
ur flutningsgjald af raforku í þeim
tilvikum sem hægt er að tengja
starfsemi beint við virkjanir, eins og
til dæmis Hellisheiðarvirkjun þar
sem þessi fyrirtæki starfa eða undir-
búa starfsemi.
Koma þessar tillögur fram í um-
sögnun fyrirtækjanna við stjórnar-
frumvarp um breytingar á raforku-
lögum og lögum um stofnun
Landsnets sem nú er til umfjöllunar
í atvinnuveganefnd Alþingis. Um-
sagnarfrestur er liðinn og bárust
sextán erindi. Í mörgum þeirra eru
lagðar til breytingar, meðal annars
um að krafa verði aukin um hagræð-
ingu í flutningi og dreifingu raforku.
Carbfix ohf. vinnur að hreinsun á
útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og
förgun á koldíoxíði og brennisteins-
vetni með dælingu niður í jörðina þar
sem efnin breytast í berg. Fyrir-
tækið er að undirbúa hliðstæða
starfsemi við Nesjavallavirkjun.
Svissneska fyrirtækið Climeworks
AG er að reisa verksmiðju í jarðhita-
garði Orku náttúrunnar við Hellis-
heiðarvirkjun til að fanga koltvísýr-
ing úr andrúmslofti, samkvæmt
aðferðum Carbfix, og afhenda síðar-
nefna fyrirtækinu til förgunar.
Fulltrúi Climeworks segir í um-
sögn um frumvarpið að fyrirtækið
muni kaupa rafmagn, hita og kæli-
vatn beint frá Hellisheiðarvirkjun og
sé að huga að því að reisa stærri
verksmiðju af sama toga hér á landi.
Climeworks hefur sent umsókn til
Orkustofnunar um beintengingu við
Hellisheiðarvirkjun, á grundvelli
raforkulaga. Gæti það átt rétt á 60%
afslætti af úttektargjaldi og jafnvel
meira. Leggur fulltrúi fyrirtækisins
til að útfærsla á heimild til beinteng-
ingar við virkjun verði bætt. Skýrt
verði að afslátturinn geti orðið allt að
100%, þannig að ekki verði greitt
flutningsgjald þegar starfsemin hef-
ur enga tengingu við flutningskerfið
og nýtur engrar þjónustu þess.
Vilja niðurfellingu flutningsgjalds
- Fyrirtækin sem tengjast beint við Hellisheiðarvirkjun vilja meiri afslátt en nú er heimilt að veita
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er ákveðin viðurkenning á því
sem við erum að gera,“ segir Gylfi
Þór Þorsteinsson, forstöðumaður
farsóttarhúsa Rauða krossins.
Starfsemi farsóttarhúsa og
sóttkvíarhótela hér á landi hefur
vakið athygli út fyrir landsteinana
að undanförnu. Hafa Gylfa og hans
fólki borist óskir að utan um leið-
beiningar við uppsetningu og rekst-
ur slíkra stofnana auk þess sem fjöl-
miðlar hafa sýnt starfseminni áhuga.
„Vinir okkar í Færeyjum hafa til
dæmis fengið allar upplýsingar
varðandi uppsetningu farsóttarhúsa.
Þeir settu í kjölfarið sitt farsóttar-
hús nánast eins upp og okkar á
Rauðarárstíg. Þá hefur alþjóða
Rauði krossinn sömuleiðis leitað eft-
ir upplýsingum hjá okkur svo hægt
væri að setja upp sams konar hús í
öðrum löndum,“ segir Gylfi.
Hann segir að dæmi séu um það í
öðrum löndum að starfsfólki hefð-
bundinna hótela sé falið að breyta
þeim í farsóttarhótel. Það hafi ekki
alltaf gefist vel. „Það fólk er auðvitað
ekki sérfræðingar í sóttvörnum og
þar af leiðandi hafa komið upp smit á
þessum hótelum, stundum í miklum
mæli. Það er auðvitað það sem menn
vilja forðast.
Víða erlendis hafa gestir fengið að
hittast, til að mynda í sundlaugar-
görðum, og í kjölfarið hafa komið
upp smit. Við hugsum fyrst og
fremst um að sóttvarnir séu í lagi.
Það gildir bæði um farsóttarhús og
sóttkvíarhótel. Þar er sprittað oft á
dag og farið yfir snertifleti eftir alla
umferð; ef gestur gengur um gang-
ana er farið á eftir honum og sótt-
hreinsað. Enn sem komið er hefur
enginn starfsmaður sýkst í vinnunni
hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví.
Ég tel að það sé nokkuð gott afrek
en á þessum tíma höfum við haft
eitthvað um 200 starfsmenn og sjálf-
boðaliða hjá okkur.“
Fjölmiðlar sýna þessum góða
árangri áhuga. Gylfi nefnir að-
spurður sem dæmi að breska rík-
isútvarpið, BBC, hafi sett saman
umfjöllun um farsóttarhúsið hér og
önnur víða um heim. Þá hafi út-
varpsstöð í Kólumbíu fjallað um
starfsemina hér.
Í gær voru um 200 gestir á
sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni. Á
Hótel Lind voru 27 í einangrun og 14
í sóttkví. Auk þess voru rétt tæplega
tíu manns í sóttvarnarhúsi á Egils-
stöðum. Gylfi segir að umfang starf-
seminnar sveiflist til eftir stöðunni
hverju sinni, fjölda smita og komu
ferðamanna. „Þannig að við erum
tilbúin að bæta við plássum ef á þarf
að halda,“ segir hann.
Farsóttarhúsin þykja
vera til fyrirmyndar
- Horft til Íslendinga varðandi rekstur farsóttarhúsa ytra
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Starfsemi Gylfi Þór Þorsteinsson við störf sín á sóttkvíarhótelinu í Þórunn-
artúni. Vel þykir hafa tekist til við rekstur farsóttarhúsa hér á landi.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Minnisblöð Þórólfs Guðnasonar
sóttvarnarlæknis, sem mörg eru
fræg orðin að endemum, munu
verða vistuð á Þjóðskjalasafni Ís-
lands innan fárra ára. Þar verða
þau flokkuð eins og önnur gögn op-
inberra aðila.
„Nei, það er ekkert farið að ber-
ast af þeim til okkar og á ekki að
berast strax,“ segir Hrefna Ró-
bertsdóttir þjóðskjalavörður. Hún
segir að minnisblöð Þórólfs, sem
nema tugum talsins og hafa falið í
sér ýmis tilmæli um samkomutak-
markanir, séu vistuð hjá embætti
landlæknis og í heilbrigðisráðu-
neytinu. „Pappírsgögn eiga að skil-
ast hingað eftir 30 ár en rafræn
gögn eftir fimm ár. Við viljum helst
í samtímanum, þar sem gögn verða
til á rafrænan
hátt, fá þau til
okkar á rafrænu
formi,“ segir
Hrefna og bætir
við að síðustu
kannanir Þjóð-
skjalasafns bendi
reyndar til þess
að opinberir að-
ilar þurfi að
bæta sig í raf-
rænum skilum á gögnum.
Hún segir aðspurð að viðbúið sé
að mikið muni berast til safnsins af
skjölum varðandi kórónuveirufar-
aldurinn. Hrefna kveðst þó ekki sjá
fyrir sér að efnið verði flokkað sér-
staklega þar að lútandi. „Líklegra
er að haldið verði innra skipulagi
hverrar stofnunar. Menn eiga að
geta fundið með auðveldum hætti
það sem snýr að Covid.“
Minnisblöð Þórólfs
á Þjóðskjalasafnið
- Covid-skjöl ekki flokkuð sérstaklega
Þórólfur
Guðnason
Dagskrá:
Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
Önnur mál
Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum
með málfrelsi og tillögurétti.
Stjórn Gildis–lífeyrissjóðs.
Ársfundur Gildis verður haldinn í dag, fimmtudaginn 15. apríl
klukkan 17:00. Vegna sóttvarnarráðstafana verður fundurinn
að fullu rafrænn. Nánari upplýsingar á www.gildi.is.
Gildi–lífeyrissjóður
Rafrænn ársfundur 2021
▪
▪
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Ísland er skuldbundið til þess að
greiða fyrir alla skammta sem það
hefur samið um að fá frá AstraZe-
neca, líka þá sem verða ekki notaðir
vegna takmarkana sem kunna að
vera settar á notkun bóluefnisins.
Kemur þetta fram í samningi Ís-
lands við bóluefnafyrirtækið, sem
heimildamaður Morgunblaðsins inn-
an úr stjórnkerfinu hefur barið aug-
um, og væntir hann þess að hið sama
gildi um samning Íslands við bólu-
efnaframleiðandann Janssen.
Notkun bóluefnis AstraZeneca er
einungis leyfð hér á landi fyrir þá
sem eru 70 ára og eldri en sóttvarna-
læknir hefur sagt útlit fyrir að þeir
sem eru 65 ára og eldri verði einnig
bólusettir með efninu. Enn er til
skoðunar hvort einhverjar takmark-
anir verði gerðar á notkun bóluefnis
Janssen en 2.400 skammtar af því
komu til landsins í gærmorgun.
Danir tóku í gær ákvörðun um að
hætta notkun bóluefnisins alfarið
vegna mögulegra tengsla þess við af-
ar sjaldgæfa blóðtappa. „Við höldum
okkar striki þangað til annað kemur í
ljós. Þessi ákvörðun Dana hefur ekki
áhrif á ákvörðun Íslendinga,“ sagði
Hjördís Guðmundsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi almannavarna, í gær.
Trúnaður um efni samninga
Nefndarmenn velferðarnefndar
hafa fengið að sjá bóluefnasamninga
sem Ísland hefur gert og eru bundn-
ir trúnaði. Sigríður Á. Andersen,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, óskaði
eftir aðgengi að þeim og var þeirri
ósk hafnað þar sem hún er ekki
formlega skráður nefndarmaður en
tók sæti í nefndinni tímabundið.
AFP
Bóluefni Nefndarmenn velferðarnefndar hafa fengið að sjá samningana.
Greiða þarf fyrir
efni sem nýtist ekki
- Skuldbinding í bóluefnasamningum