Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
HAL
Jasper Morrison, 2012
Opið virka daga 8:00–18:00: Skeifunni 10, Reykjavík // Hafnarstræti 91–93, Akureyri // Hafnarstræti 2, Ísafirði // www.penninn.is
CHAISE TOUT BOIS
Jean Prouvé, 1941
CHAIR 66
Alvar Aalto, 1935
EAMES PLASTIC
Charles & Ray Eames, 1950
Gæðasmíði, hönnun &
MOCA
Jasper Morrison, 2020
fer einstaklega vel saman
Frá árinu 1950 hefur Vitra unnið með heimsþekktum hönnuðum í að
hanna og framleiða húsgögn sem bæði endast lengi og gefa heimilinu
sjarma og hlýleika.
umhverfisvænleiki
Stjórn Veitustofnunar Seltjarnar-
ness kom saman til fundar á þriðju-
daginn til að ræða viðbrögð við
óhappi sem varð nýlega.
Vart varð við bilun í dælunni
SN-4 á Bygggarðstanga og í fram-
haldinu var slökkt á henni. Dælan
var dregin upp en við þá fram-
kvæmd slitnaði dælurörið og dælu-
búnaðurinn féll niður í holuna.
Sérfræðingar voru kallaðir til
ráðagerða og farið var yfir þær
sviðsmyndir sem eru í stöðinni.
Einnig var haldinn fundur með
Orkuveitu Reykjavíkur og starfs-
mönnum Veitna.
Stjórn Veitustofnunar samþykkti
tillögu sem lögð var fram um að
reyna að fiska dælubrotið upp úr
holunni hið fyrsta. Boðað verður til
nýs fundar þegar frekari upplýs-
ingar liggja fyrir, segir í fundar-
gerð stjórnarinnar.
Reyna að
fiska dæl-
una upp
- Dælurör slitnaði
og dælan féll niður
Morgunblaðið/Golli
Erlend hóp-
bifreiðafyrirtæki
sem hafa starfað
hér á landi á bíl-
um að utan og
með erlenda bíl-
stjóra geta ekki
verið með bílana
lengur en tíu
daga í hverjum
mánuði hér á
landi, verði frum-
varp Sigurðar Inga Jóhanssonar
samgönguráðherra lögfest á Alþingi.
Í færslu Sigurðar Inga um málið á
Facebook í gær segir hann íslenska
ferðaþjónustu hafa upplifað ógn af
erlendri starfsemi hópbifreiða hér á
landi. Dæmi séu um að erlend hóp-
bifreiðafyrirtæki sem starfa hér, á
erlendum bílum með erlenda bíl-
stjóra, hafi ef til vill ekki næga þekk-
ingu á aðstæðum sem varði öryggi
og fleira. Leiða megi líkum að því að
launakjör og önnur réttindi starfs-
manna séu með öðrum hætti en hér
á landi. Því muni umfangsmikil
starfsemi aðila á erlendum núm-
erum skaða samkeppnisstöðu inn-
lendra fyrirtækja að sögn hans.
Starfsemi tak-
mörkuð við 10
daga í mánuði
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Fyrstu tonnunum var dælt í tanka
Vilhelms Þorsteinssonar EA, nýs
skips Samherja, á kolmunnamiðunum
suður af Færeyjum í fyrrinótt. Á ann-
an tug íslenskra skipa var í gær við
veiðar á gráa svæðinu og var góð
veiði, en beðið hefur verið eftir því að
kolmunninn gengi úr lögsögu Bret-
lands norður á bóginn og inn á al-
þjóðlega hafsvæðið.
„Já já, skipið og búnaðurinn virka
vel og þetta er allt að koma hjá okk-
ur,“ sagði Guðmundur Jónsson, skip-
stjóri á Vilhelm, um miðjan dag í
gær. Kastað var um miðnætti í fyrri-
nótt og eftir að hafa dregið í um sjö
tíma var 240 tonnum dælt í tankana.
Kastað var á ný undir hádegi í gær og
búið var að draga í þrjá tíma þegar
rætt var við Guðmund.
„Það er einhver fiskur hérna, en ég
veit ekki hvað þetta gerir,“ sagði skip-
stjórinn. „Eigum við ekki að segja að
þetta hafi verið ágæt byrjun, en þeir
hinir voru margir að fiska enn betur.
Við kvörtum þó ekki, við erum rétt að
koma okkur af stað og mannskapurinn
að komast í þjálfun á nýja skipinu.“
Guðmundur sagði að gott veður
væri á miðunum, en mikil umferð
skipa frá Íslandi, Færeyjum og
Rússlandi á línunni syðst á gráa
svæðinu.
Þokkalegur kraftur
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar var
í gær fjallað um vertíðina og segir
þar að skip fyrirtækisins hafi fengið
ágætan afla í fyrradag. Bjarni Ólafs-
son AK fékk þá 550 tonn eftir að hafa
togað í 15 tíma, Beitir NK fékk 450
tonn eftir 16 tíma og Börkur NK 400
tonn eftir 12 tíma.
„Það er ljóst að kolmunnaveiðin er
hafin og þokkalegur kraftur í henni,“
segir á heimasíðunni. „Ég held að
menn geti bara verið bjartsýnir á
góða veiði,“ var m.a. haft eftir Tóm-
asi Kárasyni, skipstjóra á Beiti.
aij@mbl.is
Vertíð Vilhelm Þorsteinsson EA er á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum.
Fyrstu tonnin í
tanka Vilhelms
- Lifnar yfir á kolmunnamiðum