Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 12

Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Háskóli Íslands, menntamálaráðu- neytið, Samband íslenskra sveitar- félaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman í því skyni að stórefla tækifæri til starfs- þjálfunar hér á landi. Lilja Alfreðs- dóttir mennta- og menningar- málaráðherra, Jón Atli Bene- diktsson rektor Háskóla Íslands og Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins handsöluðu samkomuleg um þetta efni nýlega. Einnig kemur Samband íslenskra sveitarfélaga að málum. Virkt samtal „Öflug og sterk tengsl milli há- skóla og atvinnulífs eru nauðsyn- leg,“ segir Jón Atli Benediktsson. „Háskóli Íslands er með þessu átaki að leitast við að styrkja gæði náms og kennslu þannig að skólinn svari margvíslegum og síbreytilegum þörfum samfélags og atvinnulífs. Mikilvægt er að til staðar sé virkt samtal milli Háskóla Íslands og at- vinnulífs um þarfir þess síðast- nefnda, svo námið okkar sé ávallt í stakk búið til að laga sig að sí- breytilegu umhverfi.“ Nemendum HÍ munu með þessu bjóðast fleiri og fjölbreyttari tæki- færi en áður til að kynnast störfum sem tengjast verkefnum þeirra og viðfangsefnum í Háskóla Íslands. Þannig verða nemendur enn betur undirbúnir til að takast á við verk- efni framtíðar. Um er að ræða sex ECTS-eininga starfsþjálfun á haust- eða vorönn sem felur í sér þjálfun nemenda í að vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga. Verkefnin skulu tengjast námi nemenda og reyna á þekkingu þeirra og færni. Tengsl við nýjustu vendingar „Nemendur fá nú fleiri tækifæri til að vera virkir þátttakendur í eig- in þekkingarsköpun, taka ábyrgð og sýna náminu skuldbindingu. Fyrir fyrirtæki er þetta tækifæri til að kynnast og komast í snertingu við framtíðarmannauð og tengja verkefni og lausnir starfsemi sinn- ar við nýjustu vendingar í fræð- unum,“ segir Jón Atli enn fremur. Fyrirtæki, stofnanir og sveitar- félög sem eru áhugasöm um að taka þátt í verkefninu eru hvött til að sækja um á vefsíðu Tengslatorgs Háskóla Íslands eða í tölvupósti á tengslatorg@hi.is. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Samstarf Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, Eyjólfur Árni Rafns- son formaður SA og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Öflug tengsl við at- vinnulífið nauðsyn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Háskóli Mikilvæg aflstöð þekkingar og þróunar í íslensku þjóðlífi. Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 HJÓLAFERÐIR FÍ • skráðu þig inn og drífðu þig út! Sjáumst á fjöllum Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Hugmyndin að þessu fyrirtæki kviknaði í samtali mínu við góðan vin þegar við vorum að leita að einföldum búnaði fyrir flugæfingar á tölvu. Þá rákumst við á búnað frá þessu fyrir- tæki og þetta vatt upp á sig.“ Þessum orðum fer Sighvatur Bjarnason flugstjóri um tilurð fyrirtækisins CoM Flight Revisions sem hann hefur sett á laggirnar í félagi við tvo fjárfesta, feðgana Guðmund Má Ástþórsson og Ástþór Reyni. Sighvatur á að baki langan feril sem flugstjóri á ýmsar gerðir Airbus-farþegaþotna en hann var í hópi fyrstu flugmanna sem flugu undir merkjum WOW air og var flugstjóri hjá félaginu allt þar til yfir lauk. „Ég tel að það séu um 100 Íslendingar sem hafi próf á Airbus og í dag eru varla fleiri en 15 þeirra starfandi við fagið. Það lamaðist allt við útbreiðslu kórónuveirunnar,“ segir Sighvatur en hann hafði ráðið sig til starfa sem flugstjóri hjá Air Atlanta eftir fall WOW air en fyrr- nefnda félagið hafði þá á prjónunum að taka í gagnið A330-breiðþotur sem m.a. átti að nota í pílagrímaflugi í arabaheiminum. Að mati Sighvats er þörf fyrir búnað af þessu tagi fyrir flugmenn til að halda sér við og þá gefi þessi aðstaða einnig tækifæri fyrir þá sem eru að afla sér réttinda. „Flugið fer í fullan gang að nýju og þá verð- ur þörf fyrir fólk með réttindi á þessar vélar. Í einhverjum tilvikum þarf fólk að endurnýja réttindin en aðrir hafa haldið þeim við og þessi búnaður getur komið að góðum notum fyrir báða hópa.“ Sighvatur bendir á að ekki sé hægt að afla réttinda á herminn sem CoM hef- ur sett upp, til þess þarf búnað af öðru og stærra tagi en þessi hermir gerir þó allt sem þarf til þess að fá góða æfingu á þær vélar sem tilheyra A320-fjölskyldunni svokölluðu en það eru A318-, A319-, A320- og A321-vélar úr smiðju Airbus. Fyrr í þessari viku var greint frá því að flugfélagið Play hygðist taka í notk- un A321-NEO-vélar um mitt sumar. Sighvatur segir að ákveðið hafi verið að ráðast í stofnun CoM áður en það lá fyrir og að grundvöllur fyrirtækisins byggi ekki á mögulegum um- svifum Play, þótt þau feli í sér mjög jákvæð tíðindi. „Þessi starfsemi getur án efa nýst Play en við teljum rekstrargrundvöll fyrir þessari þjónustu óháðan því. Það felst mikil fjárfesting í því fyrir öll flugfélög að þjálfa upp sínar áhafnir og það getur sparað stórfé að nýta búnað eins og þennan til undirbúnings áður en áhafnir halda út í mun dýrari herma.“ Sighvatur er með þjálfunarréttindi frá Air- bus og segir að jöfnum höndum muni flug- menn geta leigt herminn til eigin æfinga en einnig sótt leiðsögn til hans. Tæknin gefur færi á því að prófa menn í alls konar aðstæðum og á öllum flugvöllum heimsins sem tjáir að nefna. „Þjónustan er enn í mótun og við erum að leggja mat á eftirspurnina þessa dagana. Hér sjáum við m.a. fyrir okkur að geta tekið á móti ungu fólki sem er að velta fyrir sér hvort það eigi að leggja flugið fyrir sig sem og öllu áhugafólki.“ Það er svissneskt fyrirtæki sem hannar og smíðar búnaðinn en ýmsir hlutar hans eru sóttir til stórfyrirtækja á borð við Lockheed- Martin. Þegar stofnendur CoM eru spurðir út í fjárfestinguna sem liggur að baki búnaðinum er Guðmundur Már til svars. Hann dregur augað í pung og gefur lítið annað uppi en þetta: „Þetta kostar tugi milljóna.“ Ný aðstaða til þjálfunar á Airbus - Fyrrum flugstjóri hjá WOW air stofnar fyrirtæki í kringum nýjan flughermi - Telur þörf á æf- ingaaðstöðu fyrir flugmenn með próf á Airbus-þotur - Margir sýna nýjum búnaðinum áhuga Morgunblaðið/Árni Sæberg Tækni Sighvatur Bjarnason við herminn nýja. Hann hefur verið settur upp í skrifstofuhúsnæði í Garðabæ. Í honum má þjálfa á allar vélar Airbus sem tilheyra hinni svokölluðu A320-fjölskyldu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.