Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið höfum starfað á Ís- landi í tæp tvö ár og á þeim tíma hef ég sent úr landi í kringum fjörutíu þúsund tæki, langmest símtæki. Öll tækin fara út og þar er þeim komið í söluferli og þau öðlast áframhaldandi líf,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson sem er umboðsmaður fyrir Foxway hér á landi, en það er alþjóðlegt fyrir- tæki sem safnar saman úti um alla Evrópu notuðum síma- og tölvu- búnaði til að endurnýta og endur- vinna. „Á hverju einasta heimili á Ís- landi liggja þrír til fimmtán gaml- ir símar, spjaldtölvur, borðtölvur, mp3-spilarar og annað slíkt, og oft hefur það legið þar svo árum skiptir. Við tökum við þessu, far- símum, spjaldtölvum, snjallúrum, fartölvum og öllum tækjum sem heita Apple. Þetta snýst um að endurnýta eins mikið og mögulegt er af þessum tækjum. Í dag end- urnýtum við yfir áttatíu prósent af öllu því sem kemur inn og úr þeim tækjum sem ekki er hægt að nota áfram er unnið gler, plast og góð- málmar. Gert er við tækin og þau seld á markaði sem notuð tæki, þar sem þau verða notuð áfram. Stóri kosturinn er að engu máli skiptir í hvað ástandi tækið er; við kaupum það samt, líka þótt það sé ónýtt. Við höfum tekið við gríðar- lega miklu magni af hlutum sem eru svo gott sem verðlausir, en þeir fara þá á réttan stað, því Foxway er vottað í bak og fyrir hvað varðar umhverfisstefnu og annað slíkt, eyðingu á gögnum og búnaði.“ Margir kaupa nýjan síma árlega eða annað hvert ár Þegar Þorsteinn er spurður hvert hinn almenni borgari hér á landi geti snúið sér, sem vill leggja sitt af mörkum og koma sínum gömlum tækjum til Foxway, segir hann það einfalt mál. „Þetta fer þannig fram að til dæmis sá sem á gamlan síma og ætlar að kaupa sér nýjan, hann getur komið með gamla símann í þær verslanir sem við erum í sam- starfi við og látið hann upp í þann nýja. Tækið er verðmetið á staðn- um og keypt af honum, eða hægt að setja það upp í ný kaup. ELKO og NOVA voru fyrst fyrirtækja hér á landi til að gera samstarfs- samning við okkur, en nú hafa bæst við Epli, Macland, Tölvutek, Origo, Advania og fleiri. Á næstu misserum bætast Síminn og Voda- fone í hóp þeirra sem munu taka við notuðum tækjum frá fólki. Hvar sem hægt er að kaupa þessi tæki verður hægt að skila inn eldri tækjum,“ segir Þorsteinn og bætir við að fólk komi með fimmtán ára gamla NOKIA 5110-símana sína og nýlega iphone-síma, og allt þar á milli. „Margir notendur kaupa sér ný tæki árlega eða annað hvert ár. Þá er um að gera að koma með eins árs tæki í góðu lagi og fá þá vel borgað fyrir þau. Tækin eru eðli málsins samkvæmt verðmæt- ari eftir því sem þau eru nýrri.“ Gögnum er strax eytt Þorsteinn segir að fólk þurfi ekki að óttast að gömul gögn sem séu í tækjunum fari neitt á flakk. „Það fyrsta sem tæknimenn Foxway gera þegar þeir hafa fengið tæki í hendurnar er að eyða gögnum. Áður en fólk skilar af sér tækjum ætti það að vera búið að safna saman þeim gögnum í búnaðinum sem það vill halda. Fólk skrifar undir yfirlýsingu þess efnis að það viti að gögnum verði eytt og ekki verði hægt að sækja þau eftir það.“ Fyrirtæki leita leiða til að setja sitt jákvæða spor Þorsteinn er virkilega ánægð- ur með þá vegferð sem Foxway er á, enda er fyrirtækið afar um- hverfisvænt. „Á opinberum tölum frá Foxway má sjá að 65 þúsund far- tölvur fóru í gegnum fyrirtækið á síðasta ári og við það sparast 16.900 tonn af losun koltvísýrings. Þetta er gríðarlegt magn af tölv- um sem öðlast áframhaldandi líf, þær eru í notkun og fyrir vikið þurfti ekki að framleiða 65 þús- und nýjar tölvur. Við það sparast þessi mikla losun koltvísýrings og þannig er hægt að koma í veg fyr- ir mikla mengun með því að end- urnýta það sem þegar er búið að framleiða. Langmest kemur þó inn af símum, um 600 þúsund not- aðir farsímar komu til Foxway í fyrra,“ segir Þorsteinn og bætir við að fyrirtæki á Íslandi hafi tek- ið honum og vinnu hans fyrir Foxway opnum örmum. „Enda eru öll fyrirtæki í dag að leita leiða til að setja sitt já- kvæða spor á koltvísýrings- mengun í heiminum. Notuðu tæk- in eru seld um víða veröld, til dæmis eru Spánn, Portúgal, Ítalía og England stór markaðssvæði, sem og Austur-Evrópa og á Ind- landi er risastór markaður, rétt eins og í mörgum löndum í Asíu. Hugarfarið hjá almenningi er í vaxandi mæli í þá átt að láta gott af sér leiða í umhverfismálum, við finnum það á móttökunum hér á landi,“ segir Þorsteinn og bætir við að móttökustöðvar séu flestar á höfuðborgarsvæðinu og Akur- eyri. „Einnig er aðili á Egils- stöðum sem mun fljótlega tengj- ast verkefninu og taka við tækjum og fljótlega munum við bjóða upp á þessa þjónustu á netinu. Þá geta þeir sem búa afskekkt gert þetta í gegnum vefinn, til dæmis hjá NOVA, en þá sendir fólk tækin í pósti.“ Símar og tölvur fá framhaldslíf „Með því að endurnýta það sem þegar er búið að framleiða sparast mikil losun koltvísýrings. Þannig er hægt að koma í veg fyrir mikla mengun með því að endurnýta síma og tölvur,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, umboðsmaður Foxway á Íslandi, alþjóðlegs fyrirtækis sem safnar saman notuðum síma- og tölvubúnaði til að endurnýta og endurvinna. Um 600 þúsund notaðir farsímar komu til Foxway í fyrra og 65 þúsund fartölvur. Íslendingar hafa tekið þessum möguleika fagnandi, að fá gömul tæki verðmetin og að geta sett þau upp í ný tæki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorsteinn „Á hverju heimili á Íslandi liggja þrír til fimmtán gamlir símar, spjaldtölvur, borðtölvur og fleira.“ Reuters Alls konar Fólk getur komið með hvers kyns gamla síma í hvaða ástandi sem er, líka ónýta. Foxway tekur við þeim öllum og endurnýtir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.