Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 28
Þeistareykjavegur Húsavík Mývatn Þeistareykir Laxárdalur Hólasandur Keldu- hverfi Reykjaheiði Gæsafjöll Lamba- fjöll Fyrirhugað slitlag frá Þeistareykjum að Kísilvegi á Hólasandi Ljósmynd/Landsvirkjun Þeistareykjastöð Virkjunin er 90 megavött og var tekin í notkun í tveimur áföngum 2017 og 2018. Umhverfið er stórbrotið og eflaust verður mikil umferð ferðamanna um svæðið í framtíðinni. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á síðustu tveimur sumrum, 2019 og 2020, hefur Landsvirkjun byggt upp nýjan 19 kílómetra veg, Þeistareykjaveg syðri, frá Þeista- reykjum að Kísilvegi á Hólasandi. Með þessari vegtengingu kemst á heilsársleið á milli Þeistareykja og Mývatnssveitar og mun vegurinn auðvelda samrekstur aflstöðva Landsvirkjunar á Norðausturlandi, það er Þeistareykjastöðvar, Kröflu- stöðvar og Gufuaflsstöðvarinnar í Bjarnarflagi. Um leið opnast spennandi hring- leið fyrir ferðamenn inn á stór- brotið svæði með eldgígum, hraun- um, jarðsprungum og hverasvæðum. Er ekki að efa að þetta verður fjölsótt leið, rétt eins og vegurinn frá Húsavík upp að Þeistareykjum hefur verið frá því hann var tekinn í notkun. Það var á árunum 2011 til 2015 að unnið var að gerð virkjana- vegar frá Húsavík að Þeista- reykjum, Þeistareykjavegar nyrðri, alls um 27 kílómetra leið. Sést sem grá lína á meðfylgjandi korti. Samið við Árna Helgason Sumarið 2014 var gengið frá vegköntum og efnisnámum sem nýttar voru til verksins. Endan- legum frágangi vegar, með lagn- ingu bundins slitlags frá Húsavík að stöðvarhúsi, lauk sumarið 2015. Þegar lagningu Þeistareykjavegar syðri lýkur endanlega verður kom- inn 46 kílómetra vegur frá Húsavík langleiðina að Mývatni um ægifag- urt landsvæði, sem öllum verður frjálst að aka um. Í síðasta mánuði óskaði Lands- virkjun eftir tilboðum í lagningu bundins slitlags á Þeistareykjaveg syðri ásamt tilheyrandi efnis- vinnslu á ofangreindan veg og voru tilboð í verkið opnuð þann 22. mars sl. Tvö tilboð bárust í verkið: Árni Helgason ehf. bauð krónur 354.849.170 með vsk. og Borg- arverk ehf. krónur 439.080.000 með vsk. Kostnaðaráætlun var krónur 357.330.00 með vsk. Landsvirkjun hefur lokið við mat og samanburð á tilboðum í verkið og er niðurstaðan sú að ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Árna Helgason ehf. á Ólafsfirði um verkið, samkvæmt upplýs- ingum Ragnhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Segir Ragnhildur að um sé að ræða þrautreyndan verktaka á sviði vegagerðar, en hann kom m.a. að lagningu vegarins frá Húsavík á sínum tíma. Ráðgert er að framkvæmdir við lagningu slitlags hefjist nú í júní- mánuði og gerir verkáætlun ráð fyrir því að verkinu ljúki um sum- arið 2022 og verði þá almennri um- ferð hleypt á veginn. Á Þeistareykjum er jarðhita- virkjunin Þeistareykjavirkjun, 90 megavatta. Þeistareykjastöð var fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisti frá grunni. Stöðin var gangsett 17. nóvember árið 2017, þegar fyrri 45 megavatta vélasamstæðan var ræst, en 18. apríl árið eftir var sú seinni sett í gang. Við byggingu stöðvarinnar var meginmarkmiðið að reisa hag- kvæma og áreiðanlega stöð sem tekur mið af umhverfi sínu og nátt- úru, segir á heimasíðu Landsvirkj- unar. Miklir möguleikar á svæðinu Jarðhitasvæðið við Þeistareyki býður upp á mikla möguleika til jarðvarmavinnslu, en áætluð orku- vinnslugeta svæðisins er um 200 MW. Heimafólk á svæðinu átti frumkvæði að nýtingu jarðhita- auðlindar Þeistareykjasvæðisins, en saga félagsins Þeistareykja nær allt til ársins 1999. Landsvirkjun eignaðist rúm 30% í fyrirtækinu árið 2005 og allt félagið fimm árum seinna. Þeistareykir eru eyðibýli sunnar- lega á Reykjaheiði. Þar er jarðhiti mikill og var brennisteinn unninn þar áður fyrr. Þeistareykir eru í 350 metra hæð yfir sjávarmáli norðan undir Bæjarfjalli. Fyrstu heimildir um byggð á Þeistareykj- um eru í eignaskrám Múlakirkju í Aðaldal og benda til þess að búið hafi verið þar á 14. og 15. öld. Talið er að föst búseta hafi byrj- að þar árið 1318. Þar virðist hafa verið nokkuð samfelld byggð á 16. og 17. öld. Á 18. öld var búið þar með hléum en jörðin fór alfarið í eyði árið 1873. Nýr vegur um stórbrotið svæði - Í sumar verður lagt bundið slitlag á 19 kílómetra langan veg frá Þeistareykjum að Kísilvegi - Landsvirkjun kostar verkið en vegurinn öllum opinn - Þeistareykjavegur verður alls 46 km 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Vönduð og falleg sjúkrarúm fyrir heimili og stofnanir. Örugg, fjölhæf og notendavæn fyrir allar þínar þarfir. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.