Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dalvíkurskjálftinn 2. júní 1934 olli gríðarmiklu eignatjóni. Sveinbjörn Jónsson byggingameistari var feng- inn til að gera úttekt á skemmd- unum. Honum taldist til að 75 hús í Svarfaðardalshreppi væru meira og minna skemmd, mest á Dalvík. Hann taldi 34 hús óbyggileg og hús- villt fólk í hreppnum 252 manns. Í Árskógshreppi voru 57 húsnæðis- lausir og skemmdir umtalsverðar. Við fyrstu yfirsýn reyndust 53 hús í Hrísey vera meira og minna skemmd. Fimm voru ónothæf og 12 fjölskyldur heim- ilislausar, alls 64 manns. Hinn 10. júní höfðust um 100 manns á Dal- vík enn við í skýl- um sem komið hafði verið upp og um 20 manns í Hrísey, að því er segir í Sögu Dal- víkur, 3. bindi, eftir Kristmund Bjarnason (1984). Þar segir einnig að lítil stúlka hafi fæðst í Lambhaga rétt fyrir jarð- skjálftann. Verið var að mata móð- urina þegar ósköpin dundu yfir. „Allt lauslegt datt af veggjum. Ofan í rúm sængurkonunnar, sem var upp við steinvegg, féll skápur; hana sak- aði þó ekki. Grauturinn helltist yfir hana, en það kom ekki heldur að sök. Skyndilega klofnaði einn veggurinn þvínæst frá. Hávaðinn var ærandi,“ Mörg hús hrundu eða voru rifin Kristján Eldjárn Hjartarson, byggingafræðingur á Tjörn í Svarf- aðardal, gerði húsakönnun og skráði öll hús á Dalvík, í Svarfaðardal og á Árskógsströnd sem voru byggð fyrir 1950. Í skrána vantar hús sem voru horfin þegar hún var gerð. Kristján segir við Morgunblaðið að e.t.v. verði þau skráð síðar. Hann segir Dalvíkinga hafa verið duglega við að rífa eldri hús í gegnum tíðina en nú hafi viðhorfið breyst og farið sé að líta á mörg eldri hús sem menning- arverðmæti. Niðurstöður húsakönnunarinnar má sjá í handriti á heimasíðu Byggðasafnsins á Dalvík (https:// www.dalvikurbyggd.is/hvoll/ husaskraning). Einnig er þar byggðaþróunarkort. Kristján segir mörg hús hafa verið rifin eftir jarð- skjálftann. „Margir torfbæir nánast jöfn- uðust við jörðu og voru rifnir. Það má segja að það hafi orðið mjög mik- il breyting á Dalvík eftir skjálftann. Bæir eða kot sem voru norðan við bæinn, „utan við á“ það er Brimnesá, eyðilögðust margir. Fólkið sem í þeim bjó fékk bætur til að byggja sér hús sem voru kölluð „skjálfta- hús“. Þau voru býsna mörg og byggð eftir sömu teikningu. Menn byggðu þessi hús inni í þéttbýlinu en nefndu þau eftir húsunum sem þeir höfðu búið í utan við á eins og t.d. Barð og Sæbakka. Nýju húsin voru að miklu leyti steinhús,“ segir Kristján. Fyrst eftir jarðskjálftann voru menn tvístígandi með að byggja steinhús en svo fóru þeir að járna- binda og styrkja þau miklu meira en áður hafði verið gert. Kristján segir að hús sem voru byggð stuttu fyrir skjálftann hafi verið mjög lítið járna- bundin. Þá voru helst sett steypu- styrktarjárn í kringum glugga- og hurðagöt og kannski eitthvað á hornunum. Þegar jarðskjálftinn kom rifnaði stafninn nánast frá á sumum þessara steinhúsa. Fljótlega voru sett burðarþolsviðmið gagnvart jarðskjálftum. Landið er nú flokkað niður í hættusvæði og tekið tillit til þess í hönnun húsa. Timburhúsin sluppu best Torfbæirnir „utan við á“ nánast jöfnuðust allir við jörðu í skjálft- anum. Þó urðu nánast engin slys á fólki. Timburhúsin skemmdust miklu minna en steinhúsin og torfbæirnir. Kristján segir athyglis- vert að í skýrslu um skemmdir á húsum eftir jarðskjálftann sé áber- andi hvað reykháfar brotnuðu af mörgum húsum. Þeir brotnuðu gjarnan upp við þakið. Hann segir að reykháfar hafi á þessum tíma yfirleitt verið steyptir frá jörðu og upp að þakinu. Svo var þakið sett á og síðan klárað að steypa strompinn þar ofan á þegar þakið var komið. Þannig gátu myndast steypuskil í reykháfunum sem brotnaði um í jarðskjálftanum. Merki um jarð- skjálftann eru enn í mörgum eldri húsum. „Ég bý sjálfur í húsi sem var byggt fyrir skjálftann. Íbúðarhúsið á Tjörn var byggt 1931. Það skemmd- ist heilmikið, sérstaklega á stöfn- unum sem voru mjög sprungnir. Það voru alltaf vandræði að pússa yfir sprungurnar. Alltaf einhver leki og í stórhríðum blés inn um veggina. Þegar ég kom heim, orðinn lærður smiður, tók ég það til bragðs að klæða allt húsið að utan, setti vind- pappa, einangrun og timburklæðn- ingu. Þá lagðist þetta,“ segir Krist- ján. Steypt var utan á mörg hús. Áhrif skjálftans í myndum Morgunblaðið fékk myndirnar af Dalvíkurskjálftanum frá Gunnari Vigfússyni, syni Vigfúsar Sigur- geirssonar sem tók myndirnar. Vig- fús var ljósmyndari á Akureyri frá 1923 og starfrækti þar ljósmynda- stofu 1927-36 og síðar umsvifamikla ljósmyndastofu í Reykjavík. Hann var einnig sérlegur ljósmyndari ráðuneyta og forseta Íslands frá upphafi. Lambhagi Efri hæðin var rifin. Sett var skúrþak á neðri hæðina sen stendur enn og er kölluð Jónínubúð eftir konu sem þar bjó. Nýr Lambhagi var reistur við hliðina á húsinu. Steinstaðir eða Steinninn Húsið fór mjög illa og var austurstafninn nánast ónýtur. Húsið var lagað og stendur enn. Það er mikið breytt í útliti frá því sem áður var. Dalvík 1934 Úr Hvömmunum. F.v.: Búðir jarðskjálftanefndar, Árhóll, Barð, sjóhús Friðleifs og Jóhanns. Gríðarlega mikið eignatjón - Mörg hús voru óbyggileg og fjöldi fólks missti heimili sín í Dalvíkurskjálftanum 1934 - Margir torfbæir hrundu og steinhús fóru mjög illa - Eftir skjálftann var farið að járnabinda steypuna betur Ljósmyndir/Vigfús Sigurgeirsson Sæland Húsið stendur enn við Karlsbraut. Norðurgafl hússins hrundi og sperra þurfti við suðurgafl eða fella allt húsið, samkvæmt skýrslu jarðskjálfta- nefndar. Steyptir voru veggir utan á það eins og gert var við mörg önnur hús sem skemmdust illa í jarðskjálftanum. Húsið var lengst af íbúðarhús. Kristján Eldjárn Hjartarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.