Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Afurðaverð á markaði 13. apríl 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 292,67 Þorskur, slægður 360,94 Ýsa, óslægð 440,13 Ýsa, slægð 340,78 Ufsi, óslægður 168,20 Ufsi, slægður 167,53 Gullkarfi 199,56 Blálanga, slægð 108,00 Langa, óslægð 196,23 Langa, slægð 162,50 Keila, óslægð 17,50 Keila, slægð 78,12 Steinbítur, óslægður 88,69 Steinbítur, slægður 122,23 Skötuselur, slægður 530,84 Grálúða, slægð 629,08 Skarkoli, óslægður 140,98 Skarkoli, slægður 453,91 Þykkvalúra, slægð 680,70 Langlúra, óslægð 190,49 Sandkoli, óslægður 10,00 Sandkoli, slægður 141,00 Bleikja, flök 1.441,00 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Gellur 1.134,07 Grásleppa, óslægð 22,20 Hlýri, óslægður 152,00 Hlýri, slægður 154,74 Hrogn/ýsa 210,12 Hrogn/þorskur 233,11 Lifur/þorskur 88,30 Lúða, slægð 821,51 Lýsa, slægð 44,84 Náskata, slægð 14,00 Rauðmagi, óslægður 8,61 Skata, slægð 49,21 Stóra brosma, slægð 49,00 Undirmálsýsa, slægð 179,57 Undirmálsþorskur, óslægður 213,80 Undirmálsþorskur, slægður 191,96 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ráðgert er að togarinn Mars RE leggi í sína síðustu ferð fyrir mán- aðamót, en skipið hefur verið selt í brotajárn til Belgíu. Skipið er betur þekkt sem Sturlaugur Böðvarsson AK og Sigurfari II SH og var smíðað hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts fyrir Grundfirðinga 1981. Skipaþjónusta Íslands eignaðist skipið fyrir tveimur árum og segir Ægir Örn Valgeirsson fram- kvæmdastjóri að framundan sé að skipið fari í slipp þar sem það verður meðal annars botnskoðað til að geta fengið nauðsynleg leyfi til ferðar- innar til Belgíu. Hann segir að einn af dráttarbátum Skipaþjónustunnar muni draga skipið. 140 manns unnu í stöðinni Í Morgunblaðinu 21. júní 1981 segir frá því að Sigurfara II SH, nýj- um 450 tonna skuttogara, hafi verið hleypt af stokkunum hjá skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi. „Skuttogari þessi er byggður fyrir þá feðga Hjálmar Gunnarsson og Gunnar Hjálmars- son, Grundarfirði, og er þetta þriðja skipið sem þessi skipasmíðastöð smíðar fyrir þá feðga. Hin eru Siglu- nes og Haukaberg sem bæði eru 105 lesta. Sigurfari II er 35. nýsmíði skipasmíðastöðvarinnar sem hóf starfsemi 1928 og það stærsta til þessa,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Í skipasmíðastöðinni unnu þá 140 manns að því er fram kemur í blaðinu. Næstu verkefni voru sögð smíði 280 lesta fiskiskips fyrir Hrað- frystihús Breiðdælinga og einnig hefði verið samið um smíði tveggja eins skipa fyrir Síldar- og fiskimjöls- verksmiðju Akraness hf. og Lárus Guðmundsson, Grundarfirði. Haraldur Böðvarsson & co á Akranesi keypti togarann snemma árs 1986 og gaf honum þá nafnið Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10. Togarinn varð síðan hluti af útgerð HB Granda eftir að Haraldur Böðv- arsson hf. og Grandi hf. sameinuðust 1. janúar 2004 undir nafninu HB Grandi. Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti skipið af HB Granda í byrjun febrúar 2019 og fékk það þá nafnið Mars RE 13. Skipaþjónusta Íslands eignaðist skipið fyrir ári. Verkefni á Grænlandi Skipaþjónustam hefur tekið að sér þjónustuverkefni á Grænlandi og tengist það námuvinnslu. Þau mál skýrast á næstunni að sögn Ægis. Þá hefur fyrirtækið eignast Kleifa- berg RE og verður ákveðið á næst- unni hvað gert verður við það. Morgunblaðið/Árni Sæberg 40 ára Mars RE við bryggju í Örfirisey. Skipið fer í brotajárn á næstunni. Gamli Sturlaugur í brotajárn í Belgíu - Smíðaður fyrir Grundfirðinga Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Íslensku kaupskipafélögin Eimskip og Samskip fagna frumvarpi um lög um íslenska alþjóðlega skipaskrá, sem samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda, í skriflegum svörum við fyrirspurn blaðamanns. Segja félög- in núverandi rekstrarumhverfi ekki hagstætt og benda á að ekkert kaupskip sé skráð hér á landi. Verkalýðsfélögin hafa hins vegar gagnrýnt frumvarpið harðlega sem þau segja, verði það að lögum, heimila félagslegt undirboð á Ís- landi. Vísar verkalýðshreyfingin til ákvæðisins sem heimilar kaupskip- um sem skráð eru á Íslandi að greiða laun samkvæmt kjarasamn- ingum í heimalandi skipverja. Í svari Eimskips um afstöðu fé- lagsins til hins umdeilda ákvæðis segir: „Ein af ástæðum þess að nú- verandi skipaskrá er ekki með skráð skip er vegna þeirra takmark- ana er snúa að áhöfnum. Með því að létta slíkum takmörkunum er mun líklegra að alþjóðlegir skipaeigend- ur sjái hag sinn í því að skrá skip sín á Íslandi og það getur falið í sér tækifæri fyrir íslenska sjómenn eins og dæmin sanna t.d. frá Færeyjum þar sem færeyskir sjómenn eru starfandi á alþjóðlegum skipum sem skráð eru í færeysku skipaskránni og sama má segja um Noreg.“ Samskip tekur undir mikilvægi samkeppnishæfni og segir: „Þess má um leið geta að langstærsti hluti flutninga til og frá Íslandi er á höndum erlendra aðila og skipa sem skráð eru út um allan heim. Í því samhengi má nefna flutninga á súr- áli, olíu, áli, margvíslegri bygging- arvöru, fóðri, áburði, vikri, fiski- mjöli og fleiru. Samskip styðja því breytingar sem gera fyrirtækjum kleift að keppa á jafnræðisgrund- velli.“ Mikilvægt hlutverk Þá telja bæði félögin jákvætt að stjórnvöld hafa kynnt frumvarp um breytingar á gildandi lögum sem á að skapa grundvöll fyrir íslenska al- þjóðlega skipaskrá. „Enda gegnir kaupskipaútgerð mikilvægu hlutverki í alþjóðavið- skiptum sem og fyrir íslenskt sam- félag. Fyrir eyríki eins og Ísland er mikið öryggismál fyrir þjóðina að hafa kaupskip skráð á Íslandi svo landið hafi yfirráð yfir slíkum skip- um á vályndum tímum, t.d. í heims- faröldrum í framtíðinni eða ef upp kæmi stríðsástand. […] Því yfirráð yfir skipum ráðast af flaggríki skipsins,“ segir í svari Samskipa. Eimskip segir að „með frumvarp- inu er verið að breyta löggjöfinni á Íslandi til samræmis við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar sem er jákvætt. Það eru vissulega einhverjir þættir sem skerpa þarf á en við erum að fara yfir drögin og munum koma okkar ábendingum á framfæri“. Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að gert sé ráð fyrir að fjármálaráðu- neytið birti frumvarp um breytingar á skattlagningu kaupskipaútgerða og telja skipafélögin líklegt að áformin auki líkur á að skip verði skráð hér á landi. Það er þó háð því að takist að skapa hagstæða um- gjörð sem uppfyllir öryggiskröfur, kröfur til skráninga og útgáfu skír- teina og aðra þjónustu. „Til að halda uppi slíkri sólarhringsþjónustu þarf því að laða að nokkurn fjölda skipa,“ segir í svari Eimskips. Samskip vísa til þess að félagið sé með flutninga í 12 ríkjum og meiri- hluti þeirra verkefna ótengdur Ís- landi. „Að mörgu er að hyggja varðandi alþjóðlega skipaskrá og má þar nefna hluti á borð við lagaumhverfi, skattareglur, reglur um áhafnir og þjónustu skipaskrár við skipseig- endur. En verði lagabreytingarnar til þess að lögin hér verði sam- keppnishæf við það sem annars staðar gerist aukast vissulega mjög líkur á því að skip verði skráð hér á landi.“ Reglur um áhafnir ein hindrana skráninga - Skipafélög fagna frumvarpi sem verkalýðsfélög harma Skráning Stjórnvöld hvetja íslenskar kaupskipaútgerðir til að sigla skipum sínum undir íslenskum fána. Ekkert kaupskip er í dag skráð á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.