Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 37
FRÉTTIR 37Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS
Ómissandi
ferðafélagi
Mokkakanna
6. bolla – 5.990,-
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Evrópusambandið tilkynnti í gær að
það myndi fá 50 milljónir skammta af
bóluefni Pfizers gegn kórónuveirunni
fyrr en áætlað var, en tilkynningin
kom í kjölfar þess að forsvarsmenn
Johnson & Johnson greindu frá því í
fyrradag að þeir hygðust stöðva
sendingar til Evrópusambandsins
tímabundið, meðan tengsl efnisins
við blóðtappamyndun væru rannsök-
uð nánar. Þá tilkynntu dönsk stjórn-
völd að þau myndu hætta alfarið
notkun bóluefnis AstraZeneca, sem
einnig hefur verið tengt við blóð-
tappa.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
skammtarnir frá Pfizer myndu ekki
berast fyrr en í lok þessa árs, en nú er
stefnt að því að sendingu þeirra verði
lokið á næstu þremur mánuðum. Ur-
sula von der Leyen, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, sagði að enn væru margir þættir
sem gætu truflað afhendingaráætl-
anir bóluefna, og vísaði þar meðal
annars til ákvörðunar Johnson &
Johnson. Því væri brýnt að grípa
þegar í stað til aðgerða og reyna að
sjá fyrir og laga sig að ástandinu
hverju sinni.
Evrópska lyfjastofnunin EMA
greindi frá því í gær að hún myndi
skoða þau tilfelli sem komið hefðu
upp í kjölfar notkunar á bóluefni
Johnson & Johnson og hyggst stofn-
unin gefa út ráðleggingar sínar í
næstu viku. Um er að ræða sex til-
felli, en nú þegar hafa um 6,8 millj-
ónir manna fengið bóluefnið.
Ekki þörf á efninu sem stendur
Søren Brostrøm, forstjóri danska
heilbrigðiseftirlitsins, greindi frá því
í gær að stofnunin hefði ákveðið að
hætta alfarið notkun AstraZeneca-
bóluefnisins, þrátt fyrir að bæði Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO
og EMA teldu ráðlegt að halda bólu-
setningu með efninu áfram.
Sagði Brostrøm ljóst að möguleg
tengsl væru á milli bóluefnisins og lít-
ils fjölda blóðkorna, sem hjálpa til við
storknun blóðs, hjá fólki sem hefði
fengið efnið, og að einkennin kæmu
fram um viku til tíu dögum eftir bólu-
setningu.
Þá sagði Brostrøm að ákvörðunin
væri tekin í því samhengi að meiri-
hluti þeirra Dana, sem eru í áhættu-
hópum, hefði þegar fengið bólusetn-
ingu og að þar hefði tekist að halda
faraldrinum í skefjum til þessa.
Lagði hann áherslu á að hann væri
sammála því að kostir bóluefnisins
væru meiri en gallarnir. „Ég skil vel
að önnur ríki noti bóluefnið áfram,“
sagði hann og bætti við að vel kæmi
til greina að hefja aftur bólusetningu
með efninu ef aðstæður breyttust.
Þriðja bylgjan skollin á
Í Þýskalandi er staðan ekki jafn-
vænleg og í Danmörku, og vara
læknar þar við því að ástandið sé orð-
ið grafalvarlegt, en breska afbrigðið
svonefnda hefur náð nokkurri út-
breiðslu.
Thomas Marx, forstjóri lækninga
við Bæverska sjúkrahúsið í Freising,
sagði við AFP-fréttastofuna að þriðja
bylgja faraldursins væri augljóslega
skollin á Þýskalandi, en hún hafði
einnig valdið miklum usla í helstu ná-
grannaríkjum Þjóðverja, m.a. Frakk-
landi, Póllandi og Ungverjalandi.
Sagði Marx að flestir þeir sjúkling-
ar sem nú kæmu vegna kórónuveiru-
smits væru á aldrinum 40 til 60 ára,
og að þeir væru oftar en ekki í mjög
slæmu ástandi. „Oft þarf að setja þá í
öndunarvél, og þá eiga þeir eftir
langa baráttu við veiruna,“ sagði
Marx. Tók hann jafnframt fram að
einn af hverjum fjórum sem lentu í
því létust af völdum sjúkdómsins.
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari hefur kallað eftir hertari aðgerð-
um gegn veirunni, en hún neyddist til
þess að afturkalla ákvörðun sína um
hert samkomubann yfir páskana,
meðal annars vegna andstöðu við
hana hjá forsætisráðherrum sam-
bandslandanna.
Þýska ríkisstjórnin samþykkti því í
fyrradag frumvarp, sem veitti þýska
alríkinu rýmri heimildir til þess að
grípa til sóttvarnaráðstafana, en nú
eru þau mál mest á hendi sam-
bandslandanna sjálfra. Nái frum-
varpið að verða að lögum, fær rík-
isstjórnin vald m.a. til þess að setja á
útgöngubann á þeim svæðum þar
sem nýgengni sjúkdómsins er yfir
ákveðnum mörkum.
Rúmlega þrjár milljónir Þjóðverja
hafa nú smitast af kórónuveirunni og
rúmlega 79.000 manns látist af völd-
um hennar.
AFP
Danmörk Löng biðröð var fyrir utan þessa bólusetningarstöð í Kaupmannahöfn á mánudaginn, en dönsk stjórnvöld
tilkynntu í gær að þau myndu hætta notkun AstraZeneca-bóluefnisins alfarið, þar sem ekki væri þörf á því lengur.
Pfizer hleypur í skarðið
- Danir stöðva alla notkun AstraZeneca-bóluefnisins - Yngra fólk en áður á
þýskum sjúkrahúsum - Þýska ríkisstjórnin vill auka völd alríkisins í sóttvörnum
Lögreglan í Minneapolisborg hand-
tók sextíu mótmælendur í fyrrinótt,
en slegið hafði í brýnu milli þeirra og
lögreglumanna í mótmælum nætur-
innar. Var þetta þriðja kvöldið í röð
sem óeirðir spunnust í Minneapolis,
en þær hófust eftir að blökkumaður-
inn Daunte Wright var skotinn af
hvítum lögregluþjóni í einu af út-
hverfum borgarinnar.
Wright var stöðvaður af tveimur
lögregluþjónum vegna meints um-
ferðarlagabrots, og kom þá í ljós að
hann var eftirlýstur fyrir annað af-
brot. Reyndi Wright þá að flýja í bif-
reið sinni, en var þá skotinn einu
skoti. Af hljóðupptökum úr líkams-
myndavélum lögregluþjónanna virð-
ist sem lögregluþjónninn, hin 48 ára
gamla Kim Potter, hafi gripið
skammbyssu sína í misgripum fyrir
rafbyssu. Potter sagði af sér í fyrra-
dag, ásamt Tim Gannon, lögreglu-
stjóra í Brooklyn Center, úthverfinu
þar sem Wright var skotinn.
Fjölskyldurnar standa saman
Mikil spenna ríkti þegar í borginni
fyrir helgi vegna réttarhaldanna
sem nú standa yfir Derek Chauvin,
lögreglumanninum sem myrti
George Floyd síðasta sumar, en tek-
ist er á í réttarsalnum um hvort
drápið hafi átt rétt á sér lögum sam-
kvæmt. Morðið á Floyd leiddi af sér
mótmælaöldu vítt og breitt um
Bandaríkin og í fleiri ríkjum síðasta
sumar.
Fjölskylda Floyds hefur sent fjöl-
skyldu Wright samúðar- og stuðn-
ingskveðjur sínar, og hittust fjöl-
skyldurnar í gær til þess að sýna
samstöðu gegn lögregluofbeldi
gagnvart minnihlutahópum í Banda-
ríkjunum.
Biden Bandaríkjaforseti hvatti á
mánudaginn fólk til þess að sýna
stillingu, og sagði enga réttlætingu
vera fyrir óeirðum. Þá þyrfti að fara
fram ítarleg rannsókn á atvikinu.
Óeirðir þrátt
fyrir afsagnir
- Sextíu handteknir í Minneapolis
AFP
Óeirðir Mótmælendur notuðu regn-
hlífar til að skýla sér gegn táragasi.
Ashraf Ghani, forseti Afganistans,
sagði í gær að stjórnarher landsins
væri „fullfær“ um að verja það án
aðstoðar vesturveldanna. Ghani
ræddi í gær við Joe Biden Banda-
ríkjaforseta um ákvörðun Bidens
um að draga allt bandarískt herlið
frá Afganistan fyrir 11. september
næstkomandi. Sagði Ghani að Afg-
anar virtu ákvörðun Bidens, og að
þeir myndu vinna náið með Banda-
ríkjamönnum til að tryggja örugg-
an brottflutning herliðsins.
Sérfræðingar í varnarmálum
hafa lýst yfir áhyggjum sínum af að
brottför Bandaríkjahers muni gera
talíbönum, sem áður réðu ríkjum í
Afganistan, kleift að kollvarpa
ríkjandi stjórnvöldum, en stjórn ta-
líbana einkenndist af harðri stefnu í
trúmálum, þar sem konum og stúlk-
um væri meinað að sinna námi og
störfum utan heimilis.
Ástandið í landinu var rætt sér-
staklega á fundi utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins í Brussel í
gær og sagði Antony Blinken, ráð-
herra Bandaríkjanna, ákvörðunina
tímabæra.
AFGANISTAN
AFP
Afganistan Herinn heldur heim á leið.
Stjórnarherinn „full-
fær“ til landvarna
15. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.7
Sterlingspund 175.21
Kanadadalur 101.21
Dönsk króna 20.424
Norsk króna 14.938
Sænsk króna 14.876
Svissn. franki 138.08
Japanskt jen 1.1666
SDR 181.91
Evra 151.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.2198
Hrávöruverð
Gull 1728.1 ($/únsa)
Ál 2278.0 ($/tonn) LME
Hráolía 63.24 ($/fatið) Brent