Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 SPORTÍSNÁNARI UPPLÝSINGAR:spor t i s . i s - s :893-7911 - skul i@spor t i s . i s CARETTA FERÐAVAGNAR FYRIR ÚTIVISTINA! Laugardaginn 3. apríl sl. lagðist að bryggju á Akureyri eitt stærsta og ábyggilega fullkomnasta fiskiskip íslenskt, í eigu stórútgerðarfyrir- tækisins Samherja. Þetta var nýsmíði frá Danmörku og hafði hlotið nafnið Vilhelm Þorsteinsson EA 11, en það er nafn fyrrverandi mikils og afla- sæls skipstjóra sem nú er látinn (og var faðir Kristjáns útgerðarstjóra Sam- herja). Vilhelm var einnig skipstjóri á síðutogaranum Harðbak EA 3 og síðast annar af framkvæmdastjórum Útgerð- arfélags Akureyringa. Ég kemst ekki hjá að geta þess að ég greinarhöfundur var í skiprúmi hjá þessum ágæta og far- sæla skipstjóra á Harðbak EA 3 í tæpt ár en það er önnur saga. Þetta nýja full- komna og glæsilega skip, sem ber nafn- ið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 eins og fyrr segir, er 89 m langt, 16,6 m breitt, 4.139 brúttótonn og ber því t.d. af loðnu um 3.500 tonn. Má til gamans geta að það er átta sinnum meira en Súlan EA bar þar sem Baldvin Þorsteinsson aflakló og tvíburabróðir Vilhelms var skipstjóri um árabil en einnig var Baldi faðir Þorsteins Más forstjóra Samherja. Þetta glæsiskip mun hafa kostað um sex milljarða ef veiðarfæri eru meðtalin. Ekki er vitað um neinar mútur í sam- bandi við kaupin á skipinu svo óþverra- fréttastofan RÚV hefur steinhaldið kjafti um komu þessa fullkomna skips. Það er næsta víst að ef það hefði verið einhver önnur íslensk útgerð sem var að koma með slíkt glæsifley til landsins og flotta nýsmíði hefði RÚV-sjónvarp verið fljótt til og sent töku- og fréttalið á staðinn og verið með stóra útsendingu af við- burðinum og viðtöl við eig- endur. En af því að það er Samherji sem á í hlut hunsaði slúðurþyrst lið hjá RÚV; Ak- ureyringarnir Stefán Eiríks- son útvarpsstjóri og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri og Helgi Seljan, algjörlega þessa stór- frétt. Í staðinn „fögnuðu“ þau með frétt frá Færeyjum þar sem þarlent útgerðarfyrirtæki er talið hafa farið að einhverju leyti fram hjá lögum og viti menn; RÚV-liðið fann út að Samherji hefði átt lítinn hlut í færeyska fyrir- tækinu! Langt er nú seilst og ekkert undanskilið ef haldið er að það sé til hnjóðs Samherja. Það er orðin svo grafalvarleg fram- koma sem RÚV viðhefur gagnvart Samherja – og þá sérstaklega þríeykið sem að framan greinir og kemst upp með það – að yfirvöld, sem halda þessari stofnun uppi með fjáraustri, verða að fara að taka í taumana því ekki gerir hundónýtur menntamálaráðherra það sem RÚV heyrir undir. Slík framkoma á sér ekki hliðstæðu og er til skammar. Framkoma RÚV orðin óþolandi Eftir Hjörleif Hallgríms » Skítlegri framkomu RÚV virðast engin takmörk sett. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Fyrir um ári bauð Reykjavíkurborg fólki úr skapandi greinum að sækja um leiguhúsnæði í Gufunesi. Húsnæðið er í eigu Reykjavík- urborgar og kom fram að gera ætti leigusamninga til nokkurra ára, þar sem fólk lagfærði rýmin sjálft, en hús- næðið er hrátt og mikil vinna sem átti eftir að ráðast í fyrir leigutaka. Reykjavíkurborg auglýsti þannig og úthlutaði um þúsund fermetr- um, planið var að búa til einstakt svæði á heimsmælikvarða. Asbest finnst í Gufunesinu Þegar verið var að vinna við hús- næðið í nóvember síðastliðnum vaknaði grunur um að asbest væri að finna í byggingu í Gufunesinu. Vinnueftirlitinu var tilkynnt málið og bannaði í kjölfarið vinnu í bygg- ingunni enda staðfestu sýni sem þeir tóku að asbest var að finna víða í húsnæðinu. Það er dapurt að Reykjavíkurborg virðist ekkert hafa vitað af því að asbest væri að finna í húsnæðinu áður en óvarið fólk fór þar inn að vinna og komst þar með í snertingu við asbest. Asbest er krabbameinsvaldandi Hætt var að nota asbest að mestu um 1983 á Íslandi. Þrátt fyr- ir það finnst asbest enn víða á höf- uðborgarsvæðinu og stafar af því mikil hætta. Innöndun á asbestryki getur valdið mjög alvar- legum sjúkdómum líkt og krabbameini í lungum. Þessir sjúk- dómar hafa þó lang- an meðgöngutíma og koma jafnvel ekki fram fyrr en áratug- um eftir að viðkom- andi andaði að sér as- bestrykinu. Tillögu sjálfstæðismanna um úttekt hafnað Í upphafi þessa kjörtímabils lagði ég fram tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að Heilbrigðiseftirlitið gerði úttekt á stöðu asbests í stofnunum borg- arinnar, sérstaklega þó í leik- og grunnskólum Reykjavík- urborgar, þessari tillögu var hafnað af meirihlutanum þar sem hún þótti of kostnaðarsöm og henni myndi fylgja mikið rask. Nú er það svo að á vef Vinnueft- irlitsins segir: „Hættan sem fylgir asbesti er þó engan veginn úr sögunni því mikið magn as- bests finnst enn í byggingum, vél- um og bátum sem fyrr eða síðar þarf að rífa eða gera við. Þessi staðreynd setur þær lang- tímakröfur á stjórnvöld og fyrir- tæki að til séu reglur sem hægt er að vísa til í slíkum tilfellum.“ Nú hefur meirihlutinn í Reykja- vík neitað að kortleggja hvar as- best er að finna í borginni. Það er með öllu ótækt að sú vitneskja sé ekki til staðar og skráð hjá Reykjavíkurborg. Ef Reykjavík- urborg fer ekki að skrá hjá sér hvar asbest eða grunur um hvar asbest sé að finna eigum við það á hættu að fjöldi fólks geti andað að sér asbestryki með alvarlegum afleiðingum. Mikilvægt að kortleggja hvar asbest er að finna Mikilvægt er að tryggt sé, þeg- ar skaðleg efni líkt og asbest finnast í húsnæði í eigu Reykja- víkurborgar, að skýrir ferlar séu til staðar. Því verður að setja strangar vinnureglur og safna upplýsingum um hvar asbestið er að finna svo að hægt sé að gera ráðstafanir þegar þarf að vinna í húsnæði þar sem það finnst, til að tryggja að hvorki börn, starfs- menn né aðrir sem eiga leið um húsnæðið verði fyrir mengun. Asbest í húsnæði listamanna í Gufunesi Eftir Valgerði Sigurðardóttur »Mikilvægt er að tryggt sé, þegar skaðleg efni líkt og as- best finnast í húsnæði í eigu Reykjavíkurborg- ar, að skýrir ferlar séu til staðar. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.