Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleiraKörfur frá 25.000 kr. Startpakkar frá 5.500 kr. og margt fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Diskar frá 2.500 kr. Fjarlægðarmælir 24.990 kr. Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a SNJALLTÆKJA VIÐGERÐIR Við gerum við alla síma, spjaldtölvur, tölvur og dróna SUMAR GJAFIR Töskur frá 3.990 kr. Öll viljum við komast leiðar okkar til að sinna daglegu amstri. Við förum til vinnu eða í skóla, sinnum mat- arinnkaupum eða sækj- um börn eða barna- börn, förum í heimsókn til ömmu og jafnvel í sund eftir á – að með- altali 4,1 ferð á dag samkvæmt gögnum SSH frá 2019. Ferðamátar eru verkfæri okkar til að uppfylla þessar ferðaþarfir. Til að meta þjónustugæði ferðamáta hefur Ulrich Weidmann, prófessor í sam- göngukerfum og aðstoðarrektor ETH-háskólans í Zürich, notast við fjóra matsþætti sem segja til um hvort við komumst áreiðanlega, án biðar, tímanlega og þægilega á áfangastað – og aftur heim. Í þessum miðli sem og annars staðar hafa komið fram tillögur um BRT lite-kerfi (hér eftir léttlína). Þær tillögur eru lakari í samanburði við borgarlínu og mun þjónustan ekki fá fólk til að nýta sér þjón- ustuna. Samgöngur eru þjónusta Einkabíllinn er áreiðanlegur kost- ur ef eigandinn heldur honum við, er þægilegur og lagt fyrir utan húsið þannig að engrar biðar er að vænta. Vandinn er hins vegar að auknar taf- ir í umferðinni reyna á biðlund okkar og möguleika á að koma tímanlega á áfangastað. Almenningssamgöngur eru síður sveigjanlegur kostur enda fer vagn eftir fyrirframgefinni áætlun. Tíðni strætisvagna er enn lág á háannatímum sem þýðir að biðin eftir vagni getur verið löng, 10-30 mínútur eftir leið- um. Vagnar sem ekki njóta góðs af sérrými geta fest í umferð og eru því ekki tímanlegir og skiptingar á milli vagna geta farið for- görðum, notendum þjónustunnar til mik- illar gremju. Þegar fólk velur sér ferðamáta til að ferðast frá A til B velur það þann ferðamáta sem hentar best þar og þá. Ef stræt- isvagn er vís til að vera seinn eru litl- ar sem engar líkur á að hann verði fyrir valinu standi aðrir kostir til boða. Sumir neyðast þó til að nota bíl og hafa engan annan kost. Aðrir hafa val en líta á ofangreinda valkosti og sjá að enn er langt í land þar til þjón- usta almenningssamgangna getur talist samkeppnishæf. Þetta sýnir sig í hlutdeildartölum um ferðamátaval; 73% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru farin á bíl. Samgöngusáttmálinn Nú standa yfirvöld frammi fyrir því að fólki á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 90 manns á hverri viku. Eftir því aukast umferðartafir á svæðinu. Þegar fjöldi bíla í kerfinu er kominn umfram krítískan þéttleika eykst tafatími ekki línulega, heldur í veldisvexti. Þetta gerir tímasetningu fjárfestinga í samgöngukerfum afar mikilvæga. Það er óumdeilt. Hið um- deilda er hvaða fjárfestingar á að fara í. Það er ákvörðun sem tekin er á borði stjórnmálafólks. Þverpólitíska samstöðu má finna í samgöngusáttmála höfuðborg- arsvæðisins. Samhliða nauðsynlegum úrbótum á vegakerfinu verður unnið að borgarlínu sem bæta á þjónustu almenningssamgangna til muna. Samkvæmt frumdrögum að borg- arlínu er gert ráð fyrir tíðari þjón- ustu, fljótari skiptingum, beinni leið- um, bættum vögnum og tryggðu sérrými. Til dæmis er áætlað að ferðatími frá Spöng niður að Hlemmi styttist úr 33 mínútum í 21 mínútu. Allt eru þetta þættir sem koma til með að bæta þjónustu almennings- samgangna út frá áreiðanleika, bið- tíma, tímanleika og þægileika. Sam- göngusáttmálinn gerir ráð fyrir 50 milljörðum á núvirði í framkvæmdir til næstu fimmtán ára. Heildaráætl- unin gerir ráð fyrir 20 milljörðum til viðbótar til ársins 2040. Mun léttlína reynast góður kostur? Svokölluð léttlína hefur verið lögð til sem ódýrari kostur í stað borg- arlínu. Samkvæmt heimasíðu hug- myndasmiðanna er lagt til að fækka sérrýmum í samanburði við upp- runalegar hugmyndir, veita sérrým- um minni forgang, nýta eldri vagna og hafa lengra bil á milli stöðva, auk þess sem tíðni vagna eigi að vera óbreytt á háannatíma, þ.e. 10 mín- útur. Borgarlína – nægir léttlína? Eftir Arnór Braga Elvarsson »Markmiðum um aukningu ferða með Strætó verður ekki náð með léttlínu. 20 millj- örðum króna er ekki vel varið í slíkar „framfarir“. Arnór Bragi Elvarsson Vafalaust finnst flestum landsmönnum það eðlilegt að Vega- gerðin og samgöngu- ráðuneytið sjái um þjóðvegina, – að leggja þá og viðhalda. Vega- kerfið hefur styrkst og stórbatnað á síðustu áratugum og ekki langt síðan allir vegir voru malarvegir, mjóir og erfiðir sökum snjóalaga á veturna og bleytu á vorin þegar frost fór úr jörðu. Nú verða malbikuðu, uppbyggðu vegirnir stöðugt fleiri. Víða er lagt í framkvæmdir þrátt fyrir fækkun fólks í sumum landshlutum í von um að þær framkvæmdir leiði til aukinna atvinnutækifæra og stöðvi fólks- fækkunina. Jafnvel er lagt í vegi um öræfi til hagsbóta fyrir ferðamenn. Ein er vegslóðin sem ekki er farin gangandi eða á farartækjum búnum hjólum, en það er sjóvegurinn á milli lands og eyja. Það þekkja eflaust flestir söguna um þróun ferjusiglinga milli lands og Vestmannaeyja og lands og Hríseyjar og Grímseyjar og yfir þveran Breiðafjörð. Önnur saga fjallar um siglingar á milli lands og eyja á Breiðafirði. Á Breiðafirði eru margar eyjar sem eru nytjaðar af eigendum þeirra. Samgöngur þess fólks sem um þann sjóveg fara eru víða í lamasessi, en um er að ræða litlar hafnir, svokall- aðar lendingarbætur, og vegi að þeim. Sveitarfélag staðarins hefur litlar tekjur af nytjum eyjanna þar sem eig- endurnir hafa ekki lög- heimili þar. Því er oft erfitt fyrir viðkomandi sveitarfélag að réttlæta fjárframlög í þessi hafnarmannvirki. Eyjafólk í Breiða- fjarðareyjum myndi gjarnan vilja að Vega- gerðin í umboði sam- gönguráðuneytisins legði vinnu og fjármuni í að laga og viðhalda þeim litlu höfnum eða lending- arbótum sem einu sinni voru mik- ilvægustu samgöngumannvirki þeirra sem í Breiðafjarðareyjum bjuggu. Nú er fram undan áætl- anagerð stjórnmálaflokka í tilefni af kosningum til Alþingis í haust. Kannski einhverjir frambjóðendur hafi áhuga fyrir hagsmunum þessa fólks? Siglingaleiðin og lendingin og aðkoman á landi er þjóðvegur í skiln- ingi okkar eyjamanna, hvernig sem hún er svo skilgreind í lögum eða reglugerðum. Þjóðvegur eyjamanna Eftir Kjartan Egg- ertsson »Ein er vegslóðin sem ekki er farin gang- andi eða á farartækjum búnum hjólum, en það er sjóvegurinn á milli lands og eyja. Kjartan Eggertsson Höfundur er aðstoðarskólastjóri Tón- skóla Hörpunnar. kjartan@harpan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.